Leita í fréttum mbl.is

Bretland sparkaði Evrópusambandinu út - og úr landhelginni

Bretinn Anthony Eden

Mynd: Anthony (EFTA) Eden

Föstudagur, 24. júní 2016 kl. 06:07

Sultartangarsókn Evrópuhræðslusambandsins mistókst í Bretlandi. Öll atkvæði eru nú talin. Og vinsamlegast athugið, atkvæðin eru ekki teygjanleg. Ef við skoðum niðurstöðurnar eins og þær eru núna kl 06:07 þegar öll atkvæði í öllum kjördæmum hafa verið talin, þá eru þær svona:

England:
========
Förum út úr ESB sögðu: 53,4 prósent
Brennum áfram inni í ESB sögðu: 46,6 prósent
Kjörsókn: 73,0 prósent (28,45 miljón greiddu atkvæði)

Norður-Írland:
==============
Förum út úr ESB sögðu: 44,2 prósent
Brennum áfram inni í ESB sögðu: 55,8 prósent
Kjörsókn: 62,9 prósent (789 þúsund greiddu atkvæði)

Skotland:
=========
Förum út úr ESB sögðu: 38 prósent
Brennum áfram inni í ESB sögðu: 62 prósent
Kjörsókn: 67,2 prósent (2,679 milljón greiddu atkvæði)

Wales:
======
Förum út úr ESB sögðu: 52,5 prósent
Brennum áfram inni í ESB sögðu: 47,5 prósent
Kjörsókn: 71,7 prósent (1,626 miljón greiddu atkvæði)

Allt Stóra Bretland:
====================
Förum út úr ESB sögðu: 51,9 prósent
Brennum áfram inni í ESB sögðu: 48,1 prósent

 

Bless ESB

Fyrri færsla

Forsetaframboðs-unnendur tyggjó-sjálfstæðis kenna Kúrdum allt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þú gleymir Gíbraltar Gunnar, þar sem 95.8% greiddu atkvæði gegn útgöngu. Nú spyrja menn hverjir voru þessir 823 sem kusu með útgöngu.

töfrastundin kom á slaginu 5 (ísl. tíma) þegar ÚT sló yfir.

Ragnhildur Kolka, 24.6.2016 kl. 08:46

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Ragnhildur. Ha ha, já mikið rétt.

Ég fylgdist með talningunni frá upphafi til enda. Flestir fjölmiðlar virtust ekki gera sér grein fyrir því að litlum sem engum tilgangi þjónaði að horfa á landstölurnar fyrr en um 03 leytið, því þá hafði England aðeins talið 25 prósent atkvæða á meðan hinir hlutar ríkisins voru komnir rúmlega 60 prósent í talningunni. Það sló því aldrei yfir  í áframhaldandi bruna Bretlands innan ESB þegar þetta er haft í huga.

ÚT-hliðin meðal 28,5 milljón kjósenda í Englandi var alltaf mun stærri en brunahliðin í Englandi. Þegar Skotland og Norður-Írland voru búin með brunakvæðin sín á hraðspóli, þá var fyrst hægt að fara að líta á kosninguna út frá landstölunum. Þetta rann seint upp fyrir ótrúlega mörgum. En ÚT-hliðin var aldrei í hættu. Wales fylgdi Englandi hins vegar allan tímann.

Þetta er afar sögulegt.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 24.6.2016 kl. 09:14

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

65 -70 prósent ÚT í Lincolnshire og Kingston (Grimsby og Hull). Það eru einunigs örfáir gulir brunablettir á öllu Englandskortinu: BBC

Gunnar Rögnvaldsson, 24.6.2016 kl. 09:40

4 identicon

Í Grimby var fólkið mjög áhugasamt um að komast út úr ESB. Ein aðalástæðan var að útgerðin þar væri að leggjast niður vegna þess að íslendingar veidu allan fiskinn. Þetta sögðu margir viðmælendur þar við þýska sjónvarpsstöð. Þetta sýnir hvað rökin fyrir útgöngunni voru stundum undarleg.

Reynir Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 24.6.2016 kl. 10:38

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Reynir.

Já ekki skal mig undra að stór hluti Breta viti ekki lengur hvað um er að vera í landi þeirra og sérstaklega í landhelgi þeirra sem var undir ESB. Þeir hafa til dæmis ekki fengist við gerð viðskiptasamninga við önnur lönd í 40 ár. Mikið af fólki í Bretlandi fær nú loksins á ný tækifæri til að vinna landi sínu gagn og vinna að hagsmunum lands þeirra. Þetta mun þýða mikið fyrir Bretland. Landið mun skína á hæstu hæð innan fárra ára. Beintengt við allan heiminn á ný verður Bretland.

Innilega til hamingju með daginn Bretland!

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 24.6.2016 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband