Leita í fréttum mbl.is

Veðurstofan gerði það samt - furðuleg áhættutaka

Átti "bara" eftir að tengja - "býst við"

"Haf­dís seg­ir að mögu­leik­inn á bil­un í kæli­búnaðinum hafi verið fyr­ir hendi. „Þetta er það sem við vor­um hrædd­ust við. Við vor­um til­bú­in með vara­leið, sem á eft­ir að tengja,“ seg­ir hún og býst við því að það verði gert á morg­un. „Þetta á ekki að geta gerst en það er oft þannig að ef eitt­hvað get­ur farið úr­skeiðis þá ger­ir það það.“"

Spurning mín er þessi: Af hverju hættuð þið því sem þið máttuð ekki við að missa, fyrir það sem þið gátuð vel verið án (snemmbært start)? Af hverju gerðuð þið þetta ekki eftir bókinni og biðuð eftir að öryggi og rekstraröryggi væri tryggt?

Af hverju takið þið alla þessa miklu áhættu? Ef þið væruð banki, þá væri Veðurstofan gjaldþrota nú. Horfin. Tæmd

Hvað með að starta nú þeim litla vefþjóni sem á að þjónusta okkur Íslendinga, sem borgum launin ykkar, með veðurfregnum og spám í farsíma. Sá vefur ykkar hefur nú legið niðri í fimm daga, að minnsta kosti. Sá niðurtími er líklega heimsmet. Hvað er að??

--- m.vedur.is ping statistics ---
10 packets transmitted, 0 packets received, 100.0% packet loss

Mér hefur alltaf verið ákaflega hlýtt til Veðurstofu Íslands. En hér hristi ég hausinn í vantrú, það verð ég að játa. Reikningurinn frá Slökkviliðinu verður líklega engin smásmíði, býst ég við. Og hvað skyldi DMI segja? Cray þeirra næstum því kominn í flugeldabransann

Fyrri færsla

m.vedur.is ping og opinbert fé Ríkisskattstjóra et. al.


mbl.is „Þetta á ekki að geta gerst“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Vefþjónninn m.vedur.is er mættur til starfa á ný, miðvikudaginn, 18. maí 2016

Gott.

Gunnar Rögnvaldsson, 18.5.2016 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband