Leita í fréttum mbl.is

Seðlabankinn og stjórnmálamenn

Seðlabankinn: Már Guðmunds­son, seðlabanka­stjóri, seg­ir að núna sé besti tím­inn til að af­nema gjald­eyr­is­höft­in. „Við erum með góðan viðskipta­af­gang, með gjald­eyr­is­forða og vel fjár­magnað banka­kerfi. Við fáum, held ég, aldrei betri aðstæður,“ sagði Már á fundi pen­inga­stefnu­nefnd­ar Seðlabank­ans með efna­hags- og viðskipta­nefnd Alþing­is

*****

Stjórnmálamenn: Frosti Sig­ur­jóns­son, formaður efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar, sagði að svo virt­ist sem verðbólgu hafi ít­rekað verið of­spáð af Seðlabank­an­um. Leitaði hann skýr­inga á því hjá pen­inga­stefnu­efnd­inni. Einnig sagði hann Seðlabank­ann ekk­ert hafa gert til að bregðast við eigna­bólu í land­inu

*****

Ég sé á þessu að lífið í landinu er að komast í samt lag. Það má aldrei gerast að þessir aðilar verði sammála. Það sama gildir um stjórnmál almennt, barning og skylmingar þeirra sín á milli. Verði þessir aðilar sammála undir nokkuð eðlilegu árferði, þá þýðir það aðeins eitt: að stjórnmálin virki ekki og einvers konar samsæri sé í gangi og að lýðræði sé komið í öndunarvél

Völd og áhrifamáttur seðlabanka heimsins eru oft stórlega ofmetin. En þegar illa tekst til við stjórn efnahagsmála er það yfirleitt lenska alls staðar að kenna seðlabönkunum um ófarirnar. Þegar vel tekst til eru það hins vegar ríkisstjórn, atvinnulífið og fyrirtækin sem fá þakkirnar

Seðlabankar gegna mjög mikilvægu hlutverki. Tilvist þeirra er jafnan til vitnis um að viðkomandi ríki sé með sjálfstæða mynt í notkun. Hlutverk seðlabankans er að gæta myntarinnar. Þess vegna þarf að hlúa vel að seðlabankanum því það þýðir að hlúð er vel að mynt landsins. Hlutverk seðlabanka getur því aldrei verið ofmetið. En völd hans eru iðulega ofmetin.

Þannig er nú það ..

Fyrri færsla

Þess vegna gengur Ólafur


mbl.is Fáum aldrei betri aðstæður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Og svo er það gullforði þjóðarinnar í Seðlabankanum maður. Hann er geymdur í aflandsfélagsskáp Englandsbanka.

Hvað ætlar hæstiréttur DDRÚV að gera í því? Þessi ríkisstofnun á örfárra höndum sem vann svo hart að því að markaðsfæra bankabóluna á sínum tíma. Klyfjaðir asnar DDRÚV af gulli voru límdir fastir á skjá hennar úti hjá borgandi fórnarlömdum stofnunarinnar árum saman. Nú eru þeir hafðir að áhorfssmellum. DDRÚV vantar alltaf peninga. Þína peninga.

Menn þurfa að muna að trúa litlu af því sem kemur í DDRÚV. Menn ættu ávallt að temja sér mikla tortryggni út í fyrirbærið og hafa í heiðri að vera henni ósammála um flest. Reynslan sýnir að þess er mikillar þörf.

Gunnar Rögnvaldsson, 25.4.2016 kl. 20:58

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

það synir best okurvexti her hver afkoma bankanna er- og fátækt vinnandi fólks sem borgar okurvexti-ÞURFA BANKARNIR VIRKILEGA AÐ NOTA OKURVEXTI EINS OG MAFÍA ????

Erla Magna Alexandersdóttir, 26.4.2016 kl. 18:27

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Erla.

Tja. Því lægri vextir, því hærra húsnæðisverð. Ekkert fæst hér ókeypis.

Raunvextir eru það sem gildir. Verðbólgan trallar eins og er í kringum 1,5 til 2 prósent. Raunstýrivextir Seðlabankans liggja því í kringum 3,75 prósent, sem ekki getur talist annað en meira í lagi í hagkerfi sem vex um 3-4 prósent á ári. 

En ég er alveg sammála því að innlánsvextir eru mjög lélegir. Vinnandi fólk fær lítið fyrir að lána sparifé sitt út til bankanna. Vaxtamunur finnst mér of mikill.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 26.4.2016 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband