Leita í fréttum mbl.is

Landamærin - gjöf til mannkynsins

Með Ritningunum sem Vesturlönd eru byggð upp með og á, voru okkur meðal margs annars gefin landamærin, þjóðríkið og fjölskyldan

Landamærin eru þarna til að vernda þjóðríkið, fjölskylduna og veröldina. Þau eru þarna til þess, meðal annars, að enginn geti ráðskast og drottnað yfir heiminum. Til að hindra að heimsveldi og ríki og ríkjabandalög þenji út landamæri sín og gleypi önnur ríki og reyni ef til villa að gleypa alla veröldina. Að engum líðist að gleypa veröldina og hneppa hana í eitthvað sem aðeins getur endað sem horror fyrir þjóðir og allt mannkynið. Þjóðir þjóðríkjanna sjá heiminum fyrir öryggi sem felst í fjölda og margbreytileika þeirra og þær fagna saman þegar farið er eftir reglunum. Og maður bjargar ekki neinum með því að drekkja sjálfum sér fyrst. Svo mikið er víst. Landamæri eru vörn og veita vernd

Landamærin er af hinu góða. En hin svo kallaða "friðarsúla" í Reykjavík er hins vegar ófriðarsúla. Hún er ekki af hinu góða. Hún er eins konar afglapaturn Lennons sem með einfeldningsskap og fáfræði boðaði veröld án landamæra. Hún lýsir upp Reykjavíkurhimininn sem eins konar vanviti, ef ekki fáviti. Ég bý auðvitað ekki í Reykjavík, en því miður sé ég hana, langt að. Hún fer í mig því hún lýsir heimsku. Og þannig ljós er ekki gott fyrir veröldina. Rangt er rangt og rétt er rétt

Fyrri færsla

Svar mitt til Ragnhildar: þorparinn Kant


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott dæmi er þegar Sovétríkin féllu, og Bandaríkin urðu eina heimsveldið.  Það sem tók við, voru endalausar styrjaldir og stendur nú öll Evrópa frammi fyrir óleysanlega vandamáli af þessum sökum.  Fyrir utan, að mið-austurlönd standa í loga.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 12.1.2016 kl. 08:25

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Einungis heimsveldi (Empires) hafa "stækkunarstjóra" Bjarne. Bandaríkin hafa ekki stækkunarstjóra. Það geta þjóðríki ekki haft. Bandaríkin eru þjóðríki en ekki heimsveldi.

En það voru Sovétríkin hins vegar ekki. Og það er Evrópusambandið heldur ekki. Bæði eru heimsveldi. Svona er það þegar heimsveldi reyna að gleypa önnur ríki og að þenja sig út og sífellt að víkka út landamæri sín.

Það sama gerðist þegar þýska heimsveldið hrundi. Adolf kom til að redda málunum og rétta við hrun þess og gott betur en það.

Þess vegna Bjarne, eru landamæri góð og heimsveldi slæm. Heimur án landamæra er boðskort til villimennsku.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 12.1.2016 kl. 08:43

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Landamæri eru grunnur að velferðarkerfi þjóða.
Innan landamæra má skattleggja íbúa til sameiginlegra þarfa þeirra sem búa innan landamæra.

Hverfi landamæri hverfur jafnframt velferðarkerfið.

Kolbrún Hilmars, 12.1.2016 kl. 15:38

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Gleymdi að þakka þér Bjarne fyrir góða athugasemd.

Gunnar Rögnvaldsson, 12.1.2016 kl. 19:55

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Kolbrún.

Skarplega athugað. Og það sem verra er. Sé kjósendum eins lands gefinn kostur á að kjósa sig til auðæfa annars lands, þá munu þeir einmitt gera það.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 12.1.2016 kl. 19:56

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Einmitt Gunnar, útþensla landamæra sem þú nefnir í pistlinum er yfirleitt í því skyni að þenja út skattlandið.  Það er svo allur gangur á því hvernig innlimuðum nýtist velferðarkerfið í stærra samfélagi.  Herraríkið og allt það - sem við íslendingar þekkjum mæta vel frá fyrri tíð. 
Hitt er svo umhugsunarvert hvað myndi gerast þar sem stefnan "No Borders" yrði upptekin.

Kolbrún Hilmars, 13.1.2016 kl. 13:58

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Tja þú getur t.d. byrjað á því að fjarlæga glugga og hurðir heimilis þíns Kolbrún. Og þar næst veggina og endað á þakinu. Því næst afhendir þú ókunnugum seðlaveskið þitt, og síðan atkvæðisréttinn þinn og þar næst ríkisborgararéttinn þinn - og þar með þann sameiginlega skilning sem þú hafðir með öðrum "borgurum" á því hvað var rétt og rangt, þ.e. lögin í réttarríkinu sem bjuggu til grundvöllinn og umhverfið fyrir eitthvað sem sumir í dag kalla "mannréttindi". Þar með verður rétt bara þitt-rétt, og rétt annarra verður þeirra-rétt. Ekkert sameiginlegt-rétt eða rangt sem gildir fyrir alla í því þjóðfélagi sem þú áttir heima í er þá lengur til. Þá er þetta að verða komið.

Þaðan í frá muntu líklega fara að ráða ráðum þínum saman með einhverjum "sterkum aðila", sem getur haldið öðrum sterkari aðilum í vissri fjarlægð frá þér, þannig að þú fáir stundum smá húsfrið á þínum bletti. Svo mun þinn sterki aðili í svona tribal-samfélagi ráða ráðum sínum með öðrum sterkum aðilum með svipaða skoðun á hlutunum og þá erum við komin upp á mafíu-stigið. Svo er hægt að ganga lengra og mynda Veldi (gang), og þaðan í frá setja viss landamæri til að ýta þeim sem eru ekki í Veldinu smám saman lengra út og þá erum við komin í grunninn að borgríki sem getur orðið heimsveldi, eins og það sem byrjaði í Róm en endaði sem horror út um allt svo að segja án landamæra.

Að mínu mati kemur öll umræða um "velferð" á eftir umræðunni um "velmegun", því það er "velmegun" sem býr til hvern og einasta möguleika stjórnmálamanna á að búa til almenna velferð, sem er algerlega pólitískt fyrirbæri. Án velmegunar getur engin velferð orðið til. Allir fjármunir stjórnmálamanna til að búa til velferð kemur frá atvinnurekstri. Engar aðrar tekjur eru til.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 13.1.2016 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband