Leita í fréttum mbl.is

Síðustu þrír makró-pólitísku stóratburðir

- sem breyttu veröldinni afgerandi.

1) Stofnun Ísraelsríkis 1948: Enginn sá þetta koma. Þó hafði undirbúningurinn varað í 60 ár. Ekkert er þó um stofnunina né aðdraganda hennar á síðum neinna fjölmiðla veraldar, nema í ca. 1-2 ár, áður en allt var um garð gengið

Fjölmiðlar taka sig ekki af makró-pólitík. Það gera stjórnmálamenn heldur ekki. Þeir starfa í hinum míkró-pólitíska hluta veruleikans. Veltast um í þeim heimi, frá til dæmis einni skoðanakönnun til annarrar. Frá einu poppi til þess næsta. Það er því miður skiljanlegt. En þeir þurfa þó ekki allir að gera það

Makró-pólitískri eldingu sló niður í hinn míkró-pólitíska heim. Einn daginn eiga Gyðingar ekkert heimili. Þann næsta hafa þeir eignast langþráða heimilið: þjóð-ríkið sitt. Loksins. Off/On

2) Hrun Sovétríkjanna: Þau gufuðu upp í hugum fólksins innan þeirra. Þau hættu að vera til uppi í höfðum fólksins. Þetta valdamesta heimsveldi veraldarsögunnar féll á nokkrum dögum, jafnvel klukkustundum. Enginn sá þetta koma. Og ekkert er um aðdraganda hrunsins á síðum neinna fjölmiðla veraldar. Fjölmiðlar taka sig ekki af makró-pólitík. Þeir eru að miklu leyti clueless um raunveruleikann vegna þess að þeir lifa eingöngu í hinum míkró-pólitíska heimi. Og þeir gera ekkert til að bæta úr því. Ekkert. Það sama gildir um stjórnmálamenn. Þeir vita jafnvel fæstir hvað makró-pólitískar hugmyndir eru. Þeir fá næstum aldrei slíkar hugmyndir sjálfir. Þeir sækja þær til annarra. Og næstum alltaf,- þeir (og popparar) sækja afar slæmar hugmyndir til manna sem lifa og hrærast uppi í turnum

Einn daginn eru Sovétríkin til. Næsta dag eru þau ekki til. Tveir dagar. On/Off. Makró-pólitískri eldingu sló niður í míkró-poppið

3) Stofnun Evrópusambandsins með Maastricht-sáttmálanum 1992: Tilgangurinn er að útrýma þjóðríkjum sambandsins og setja nýtt Evrópusamband í þeirra stað. Nýtt heimsveldi (e. Empire state-structure) er stofnað til höfuðs þjóð-ríkinu, sem er ein fremsta og besta makró-pólitíska hugmynd mannkyns nokkru sinni. Lítið sem ekkert er þó um aðdraganda heimsveldis-stórríkisins á síðum neinna fjölmiðla veraldar. Og hvað þá um þessa stofnun þess árið 1992 sem sjálfstæðs ríkis. Fjölmiðlar taka sig ekki af makró-pólitík. Þeir ráða ekki við það. Þeir skrifuðu um flest annað er þetta gerðist. Samt varð hin makró-pólitíska hugmynd um Evrópusambandið til árið 1795. Fjölmiðlar höfðu nægan tíma. En þangað er hið hugmyndafræðilega eldsneyti á fyrirbærið sótt. Það vita þó fæstir í dag

Stofnunin fór þó ekki alveg eins og til var ætlast. Enn er óvíst hvað verður. En verið viðbúin hinu versta. Og þið munuð ekki taka eftir því þegar það gerist, því þið lifið frá einu poppi til þess næsta, næstum öll, en samt ekki alveg öll. Og ekkert svar né neina viðvörun munuð þið fá frá stjórnmálamönnum ykkar. Ekkert mun koma þaðan nema popp, - eins og til dæmis hið algerlega villandi hugtak myntbandalag

Hvað mun verða? Það hugsa ég ákaft um. Þjóð-ríkið er undir áhlaupi. Falli það, tekur villimennska við. Tryllt villimennska

Fyrri færsla

Sovétríkin áttu í vandræðum - það er eðli lögmætislegra krypplinga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þú byrjar árið með stæl, ekkert léttmeti fyrir landann. En segðu meira um 1795.

Ragnhildur Kolka, 5.1.2016 kl. 10:49

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Ragnhildur

Perpetual Peace -> þorparinn Kant

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 5.1.2016 kl. 18:05

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þrátt fyrir einlæga guðrækni Kants hafa vinstrimenn löngum fundið leiðarljós lífs síns í kenningum hans.

Ragnhildur Kolka, 8.1.2016 kl. 09:15

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Innilegar þakkir Ragnhildur

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 8.1.2016 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband