Leita í fréttum mbl.is

Úr ösku Sóvétríkjanna yfir í elda Evrópusambandsins

Litlu ríkin, sem gengu í Evrópusambandið, verða eins og öll smáríki sem lent hafa innan keisaravelda og sovétríkja - ekkert. Þau verða "ekkert" í sovétbandaríkjum Evrópu. Þetta blasir við okkur á degi hverjum þessi árin

Og engar lausnir á þeim hrikalegu vandamálum sem sjálf tilvist Evrópusambandsins hefur skapað á meginlandinu munu rúmast innan ramma lýðræðislegs stjórnar- og réttarfars. Og það er ekki á öðru von. Engin önnur leið hefur nokkrun tíma verið í "pakkanum"

Lögin í velmegandi þjóðríki verða bráðnauðsynlega að grundvallast á engilsaxneskri heimspeki og hefð, sett af þinginu og framkvæmd til verndar okkur fólkinu í þjóðríkinu en ekki öfugt; lögin mega ekki vera samin, sett og framkvæmd fyrst og fremst til verndar ríkisvaldinu, valds yfirvalda eða yfirríkisveldis, eins og í Evrópusambandinu

Slíkt er eitur í beinum Evrópusambandsins. Það var og er því á degi hverjum stofnað til að þurrka af sér allt lögmæti sem minnt getur á engilsaxneska heimspeki, hefðir og lýðræði. Það hatar Pax Americana ofar öllu

***

Krækja

Í gær var staðfest að smáríki missa sjálfstæði sitt með aðild að ESB

Fyrri færsla

Þar sprakk "Made in Germany" út eins og það er - og ESB svín fá erfðabreyttan mat


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þetta er sorgarsaga "nýfrjálsra" ríkja undan sóvéthælnum sem leituðu skjóls í Evrópusambandinu og uppgötva nú hlekkina þrengja að sér. En þannig er lífið í bandalögum sem rekin eru fyrir valdið en ekki fólkið. 

Ragnhildur Kolka, 24.9.2015 kl. 13:46

2 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Hitti vel menntaða konu í Litháen fyrir 13 árum síðan. Hún sagði eitthvað svipað: 

"We went from the top of one Union to the bottom of another"

Eyþór Laxdal Arnalds, 24.9.2015 kl. 19:51

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur fyrir.

Já. Litlu ríkin í sambandinu héldu í sínum einfeldningaskap spákaupmannanna á pólitíska kauphallargólfi hinna stjórnmálalegu "trade off" viðskiptamarkaða Evrópusambandsríkja, að það versta sem gæti gerst í tilvist þeirra í Evrópusambandinu yrði "einungis það", að þau yrðu eitt "sambandsríki" af mörgum við stóra borðið í hinum nýju sovétbandaríkjum Evrópu. Það væri það allra versta sem gæti gerst.

Þetta var og er sprenghlægilegt. Það versta sem hins vegar er að  gerast með smáríkin er óendanlega miklu verra en það sem öll 25 smáríki Evrópusambandsins héldu að væri einmitt það sem þeim myndi finnast verða hvað verst. Þau munu ekki verða og eru ekki eitt né neitt atkvæði við borðið í neinu "sambandsríki". Þau verða og eru þegar einungis ekkert í sovétbandaríkjum Evrópu.

Bara ekkert - void og núll

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 24.9.2015 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband