Leita í fréttum mbl.is

Er nýi Kínamúrinn fullbyggđur?

Undanfariđ hafa markađir skolfiđ vegna mála í Kína. Hćgt er ađ spyrja sig hvers vegna heimurinn láti svona ţegar ađeins er um verđfall á eignarađildarhlutum í fyrirtćkjum ađ rćđa. Hćgt er ađ spá í ţetta og ţađ geri ég

Mín hugsun hefur lengi veriđ sú ađ kommúnistaríkisstjórnum sé ekki treystandi fyrir neinu nema slćmu. Nú er ţađ ţannig ađ fjárfestingar (ađ búa til nýjar áţreifanlegar eignir) í Kína, eru undir stjórn ţessara komma og ţćr eru um helmingur af landsframleiđslu. Helmingur!!!! Og ţá skyldi mađur ćtla ađ ţessar risavöxnu fjárfestingar skapi mikinn hagvöxt. Ţađ hafa ţćr líka gert, um tíma. Ţćr hafa skapađ vöxt alveg eins og bygging gamla Kínamúrsins bjó til vöxt á sínum tíma. Samt eru allar ţessar fjárfestingar ađeins ađ búa til 5-6 prósent hagvöxt eins og er. Sumir ganga svo langt ađ segja ađ vöxturinn sé jafnvel orđinn neikvćđur, ţ.e. samdráttur

En ţađ er ekki ţađ sem mér finnst vera hiđ skuggalega í ţessu. Nei ţađ er sú óskaplega líklega stađreynd (sem sagt getgáta mín) ađ mest allar ţessar fjárfestingar séu í nýjum Kínamúr. Ađ ţćr séu yfirgnćfandi flestar rangstćđar. Séu peningar sem notađir hafa veiđ til ađ búa til ekki neitt nema feitt handa feitum kommum. Vegi sem enginn ekur eftir. Borgir sem enginn býr í. Skýjakljúfar sem standa tómir. Innviđir sem eins og Kínamúrinn gamli standa bara og sjást sem gervi úr gervi-hnetti

Sjálfur er ég sannfćrđur um ađ ríkisstjórnin í Kína hafi á undanförnum áratugum hamast viđ gerđ stćrstu manngerđu loftbólu veraldar. Sem er rangstćđar fjárfestingar (e. misallocation of capital) sem á eftir ađ springa svo hrođalega ađ japanska hruniđ 1989 mun líta út sem himnaríki miđađ viđ ţađ sem í vćndum er frá Kína. Og stjórnarfarslegir innviđir Kína eru ađ minnsta kosti jafn rotnir og í Úkraínu, sem er misheppnađ ríki

Ţrír milljón ţýskir gámar láta úr höfn frá Hamborg til Kína á ári hverju, undanfarin fjögur ár. Ţessi tala hefur hruniđ um ca. tvö hundruđ ţúsund gáma til Kína á fyrsta helming ársins. Á ţessu ári er ţetta kannski hálf milljón gámar sem vantar, eins og er. En hvađ ef ţetta verđur miklu miklu verra í mörg mörg ár? Ţá ţarf Ţýskaland helst ađ kveikja í fleiru en einu landi á evrusvćđinu, til ađ lćkka gengi evrunnar enn frekar

Hvenćr er nú byltingin aftur? Hruniđ er jú ţegar byrjađ

Í gćr birtust endurskođađar hagvaxtartölur í Bandaríkjunum. Hagvöxtur er ţar 3,7 prósent núna. Ţetta er nóg fyrir bandaríska seđlabankann til ađ láta hendur standa fram úr ermum og hćkka nú loksins stýrivextina upp í tölu sem er stćrri en núll. Hvađ munu núllin í ESB ţá segja?

Fyrri fćrsla

Norska krónan og evran ađ hverfa

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband