Leita í fréttum mbl.is

Ekkert að því að vera hráefnaþjóð

Smá trall. Vegna talsins um að fullvinna hráefni

Án hráefna verða engar vörur til. Skógarhöggsiðnaður hefur ekki áhuga á framleiðslu tannstöngla úr tré. Þetta tvennt fer ekki nauðsynlega saman

Ein skógarhöggsvél getur unnið á við marga tugi manna. Ein tannstöngla verksmiðja getur unnið á við þúsundir manna. En hún getur samt ekki verið án skógarhöggs

Þetta er fæðukeðjan. Lítill gefur stórum að borða og stór gefur milljónum að borða. Hætti sá litli drepst sá stóri. Drepist hinn stóri, deyr sá litli. Og hættulegt er að vera öll keðjan. Hlekkir geta hins vegar tengst upp á nýtt

Fréttir um sölu á íslensku skyri til Finnlands voru rangtúlkaðar. Þetta var ekki gleðisaga heldur sorgarsaga. Það að engir samningar hafi tekist við mjólkurbú á staðnum í Finnlandi gerði það að verkum að bakkabræður í skyri neyddust til að flytja út ljós sitt í hettum. Og flutningur á ljósi á milli landa í hettum er klikkun. Neyðarljós

Og hvernig tókst að fullvinna íslenska mjólk svo hörmulega að á aðeins 20 árum hefur tekist að stúta hér næstum öllum ís sem nú er að verða jafn gersamlega óætur og í Evrópu og svo pakka honum í umbúðir sem eru hreint klám eins og innihaldið er einnig að verða. Er þetta fullvinnslan? Ég sakna því Dairy Queen sárt og alvöru íss í matvörubúðum í stað koppafeitinnar á smurstöðvum Emmess og Kjöríss. Meira að segja skyrið er ekki lengur almennilega súrt. Allt gengur út á sætu-smink. Grunn-Skyrið þurfti alls ekki að fullvinna. Það fæðist fullunnið

EES-samningurinn mun á endanum eyðileggja allan mat hér. Litlu mjólkurbúin eru farin og það fyrir ekki neitt. Ísinn getur ekki lengur bráðnað. Sænskur ís úr Barsebeck ekur um sveitir landsins. Íslenskum bændum er misþyrmt alla daga ársins í Arla-stíl. Næstum öllu er ekið á einn stað og hent í einn og sama pott. Allt að verða ESB-bannað, banað og hannað

Ef að Skagfirðingar stæðu ekki fast eins og klettur, væri hér bara eitt mjólkurbú. Bara eitt! Er þetta "fjölbreytileikinn"? Að hella öllu í sama pott eins og í ESB. Hvaða afglapa datt þetta í hug? Það liggur við að ég aki norður á Sauðárkrók til að kaupa inn. Helvíti, ég ætti bara að gera það

Og stór hluti innflutnings smásöluverslunar komin í vasana á ESB-einokunarkerfi dreifingarliðsins þar í víti. Má ég þá heldur biðja um gömlu íslensku heildsalana með vindil og ístru. Kannski ætti ég að hætta að borða ís og byrja að reykja. Nú? Reyki ég þegar?

Sorgarsaga niðurlagningariðanaðar á Íslandi ætti að vara menn við vítunum um að reyna að gapa yfir því sem alls ekki er þeirra kjarnasvið

Ef til vill hefði verið betra að hámennta fólk alls ekki, því þá gæti það unnið við dósir og þar með gert rekstur dósaverksmiðja hagfelldan - fyrir hluthafana, sem því miður allt of oft voru skattgreiðendur sjálfir, en þó mest umsjónarmenn þeirra á háum launum. Skattgreiðendur voru þar með fullunnir

Það er flott að íslenskur sjávarútvegur geti daglega fætt tólf milljón manns úti í heimi og grætt á því. Þeir í þjóðarbúinu sem þykjast ekki njóta góðs af því, þannig að allt þjóðarbú okkar skíni fyrir vikið bjartara á hæstu hæð, já þeir hafa ekki fattað neitt. Þeir eru enn með hugann við dósir. En þetta hefur Marel fyrir löngu fattað

Aftur að efninu. Til að byrja með væri til dæmis hægt að fullvinna kjósendur þannig að brottkast þeirra hætti og verðmæti þeirra upp úr skattasjó sé nýtt, en ekki fullnýtt

En hvar get ég keypt síld til að leggja hana sjálfur niður í krukkur mínar? Fyrr drepst ég en að kaupa innflutta mauksoðna "danska síld" þar sem innihaldið af henni er 45 prósent og restin fullunnið makeup og rusl. Ora-síld er ánægjuleg fyrsta flokks gæðavara miðað við það og vona ég að svo verði áfram. Þeir hafa ekki klúðrað neinu, heldur tekið framförum

Afsakið. Og nú fær ég mér vanilluís frá Wyatt Erpsstöðum. Hmpf!

Fyrri færsla

Notkunar kjarnorkuvopnsins 1945 og Japans minnst


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband