Leita í fréttum mbl.is

Hefur Evrópusambandinu tekist það?

Hefur Evrópusambandinu tekist að skapa nægilega mikla, djúpa og eyðileggjandi kreppu innan þess, svo að hún dugi sambandinu til að kynna til sögunnar stofnun Stórríkis Evrópu? (NSU)

Allt slæmt sem er að gerast í löndum Evrópusambandsins og sérstaklega í evruríkjum er Evrópusambandinu að kenna. Myntbandalagið er stærsta manngerða fjármálabóla og fjárglæfrastarsemi veraldar og hún er sprungin. Afleiðingarnar eru ekki bara fallnir bankar. Nei afleiðingarnar eru fallin ríki

Það sem myntin evran átti frá upphafi að gera var að sprengja Evrópu í tætlur. Fyrirrennari myntarinnar var ERM I og II. Það fyrirkomulega virkaði alltaf sem drápsvél velmegunar allan þann tíma sem það keyrði. Það var eins og lömunarveiki fyrir lönd Evrópusambandsins. Þegar það lyf hafði fengið að renna sitt skeið og eyðileggja nógu mikið, voru sjúklingarnir loksins orðnir það aðframkomnir að hægt var að kynna næsta þrep meðferðarinnar. Heróín handa þeim. Það heróín er evran (EU Economic and Monetary union: EMU)

Það efni hefur nú skapað svo alvarleg áföll og varanlega kreppu fyrir þau lönd sem eru á því, að enginn herafli hefði getað komið eins djúpri og varanlegri eyðileggingu í kring

Spurningin núna er því þessi: Er evrusvæðið orðið nógu skemmt og eyðilagt til að hægt sé að kynna fyrir löndum þess sjálfa lokameðferðina?

Fyrri færsla

Viðskiptaráð Íslands geri upp í grískum evrum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband