Leita í fréttum mbl.is

Ókjörin seðlabankastjórn ECB á bak við stjórnmálaþróun

Það eitt að á Ítalíu sé nú verið að mynda enn eina ríkisstjórnina undir hinum þriðja í röð ókjörna forsætisráðherra landsins, fær mann til að kasta upp yfir þeirri hörmulegu þróun stjórnmála sem tilvist Evrópusambandsins hefur valdið og nú fest í sessi víða á meginlandi Evrópu. Allt er þar gert til að varpa áhrifamætti og atkvæðum kjósenda endanlega fyrir björg svo að úr verði einræði

En öllu stækari verður ælan í munni manns er við blasir að á bak við nomenklattúru-þjóðnýtingu ítalskra stjórnmála stendur bankastjóri ECB-seðlabanka Evrópusambandsins í Frankensteinfurt. Þetta er sá hinn sami "óháði fagmaður" á skala Evrópusambandsins er hélt Harward-ræðu sína um "a more perfect Union" í október síðasta haust. Hugsið ykkur; þetta klám kemur úr munni ECB-seðlabankastjóra ESB

Ólögmætari pólitísk öfl og andslýðræðislegri undirróður mun brátt vart finnast í víðfeðmri stjórnmálasögu veraldar, nema þá einmitt í hinni löngu sögu pólitískra hörmunga á meginland taparanna í Evrópu; undir hinum þriðja himni þess; er myntbandalag nefnist.

Þar ríkja ósnertanleg pólitísk öfl er jafnast á við það versta sem sést hefur til einræðisins í heimsálfunni hin síðustu mörg mörg ár. Já seðlabankastjórar ECB-myntar sem diktera og predika stjórnmál í myntbandalagi ESB til einræðisins

Og áfram sekkur Finnland niður í þriðja kreppukaf sitt á finnsku leið landsins til ESB-örbyrgðar. Hafa ökuljós hagkerfis Finna undir evruforherðingu nú slokknað til frambúðar. Landið bakkar því inn í fortíðina

Í svartholi evrunnar í ESB ríkja myrkraverk

Fyrri færsla

RÚV, Evrópusambandið, Ísland og Ísrael


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband