Leita í fréttum mbl.is

Svitasprottin sprota-fyrirtæki evrusvæðis og ERM-landa

 
John Plender, Financial Times 5. nóvember 2013: This problem is in turn heightened by the fragmentation of the eurozone since the financial crisis. In the weaker countries bank funding costs are now higher and a combination of weak growth, balance sheet strains and increased credit risk has pushed up retail interest rates. So while the ECB’s policy rate appears low, the monetary transmission mechanism is not working properly. Small business, which ought to be innovating and generating jobs, ends up being starved of credit. This monetary malfunction is more damaging in the eurozone than it would be almost anywhere else in the developed world because so much of non-financial corporations’ debt financing takes place through the banking system rather than through bond markets | Krækja
 
Í veikum löndum evrusvæðis —en öll lönd evrusvæðis eru mjög veik, því þau geta hvorki látið myntina evru endurspegla fullkomleika né ófullkomleika hagkerfa sinna— er fjármögnunarkostnaður bankakerfanna hærri og smitar sú staðreynd af sér út í efnahagsreikninga fjármálafyrirtækja, sem síðan smitar af sér hækkuðum útlánavöxtum út til atvinnufyrirtækja
 
Þannig að á meðan peningapólitískir vextir ECB-seðlabankalings Evrópusambandsins virðast lágir, þá gagnast það ekki atvinnufyrirtækjum, því hin peningapólitíski gírkassi peningakerfis evrunnar er brotinn (e. monetary transmission mechanism). Það þýðir svo það að peningakerfið er ófært um að flytja afl peninganna út í fjármálakerfin á evrusvæðinu

Lítil fyrirtæki á evrusvæðinu sem ættu að vera önnum kafin við að sinna sjálfum stofntilgangi sínum, sem er að vera það sem nú kallast "sprota-fyrirtæki" og sem ættu að vera að skapa atvinnutækifæri fyrir fólkið í löndum sínum, eru ófær um að gegna þessum stofntilgangi bæði eigenda og stofnenda þeirra
 
Þau fá ekki lán úr fjármálakerfunum á evrusvæðinu því fjármálakerfið er svo óheppið að eiga heima í peningakerfi sem virkar ekki. Það virkar ekki af því að það er og heitir evrukerfið, sem er með brotinn gírkassa og mun því ekki knýja nein hjól atvinnulífsins til neinna staða, nema til eins; helvítis. En þangað er allt evrusvæðið á leiðinni. Lítil fyrirtæki og svo kölluð sprotafyrirtæki eru því í algeru fjármagnssvelti
 
 
KONK9- Erklærede konkurser (historisk sammendrag) efter sæsonkorrigering
Mynd DST; fjöldi gjaldþrota fyrirtækja á mánuði í Danmörku frá 1979 til 2013
 
Tæplega tvö þúsund hlutfélög fóru í til dæmis þrot á Spáni á síðustu þrem mánuðum og eru það 10 prósent fleiri fyrirtæki en á sama tíma á síðasta ári. Á síðustu 12 mánuðum fóru 24 prósent fleiri fyrirtæki þar í þrot en árinu áður. Þetta er dramatískur vöxtur. Gjaldþrot í Danmörku eru um þessar mundir einnig í miklum vexti þannig að 524 fyrirtæki fóru þar í gjaldþrot í október 2013

Þessi heila- og vélarbilun peningakerfisins á evrusvæðinu er meira skaðleg löndunum þar en alls annars staðar í veröldinni, því flest atvinnufyrirtæki (e. non-financial firms) hafa engan aðgang að skuldabréfamarkaði á evrusvæðinu, því hann er dauður (ABS). Þau eru því algerlega háð fjármögnun í gegnum bankakerfið, sem einnig er dautt.
 
Smásölugeiri evrusvæðisins er einnig þvi sem næst dauður því smásala hefur verið hrynjandi á veirusvæði evrunnar í samfellt 7 ár

Svona er að hafa ónýtt peningakerfi og ónýta mynt. Þetta er eins og að hefja maraþonhlaup íklæddur háhæluðum skóm. Fyrstu skrefin sýnast í lagi, en síðan stingur hælinn sér hvellt upp í höfuðkúpuna og þrýstist þá við það heilabúið niður í tærnar og rennur svo þaðan út í það pláss sem hællinn áður hafði. Þannig virkar evran. Ekki tommu lengra en horið úr henni lekur sömu leið. Á fagmáli er þetta kallað monetary-python-walk. Meðal almennings er þó venjulega talað um; svarað um hæl
 
Stýrivextir, verðbólga og atvinnuleysi í Danmörku 1978-2008
 
 
Enginn hefur né getur sýnt fram á að íslenska krónan sé í eðli sínu gölluð mynt. Reyndar er íslenska krónan í eðli sínu hin fullkomna mynt
 
Það fyrsta sem brottflutt íslensk "sprota-fyrirtæki" gera er þau hefja starfsemi sína erlendis, er að hafa samband heim við Morgunblaðið, til að auglýsa erlenda starfsemi sína á blaðsíðum þess, sem koma út á Íslandi. Þetta gerist næstum alltaf er það rennur upp fyrir þessum fyrirtækjum að þau fluttu frá besta og dínamískasta smásölumarkaði og atvinnulífi veraldar, yfir í öskustó. Fullkomna myntin okkar —hin íslenska króna Íslendinga— mun svo, ef vel tekst til með PR'ið í Mogganum, redda þeim íslenskum viðskiptavinum á sinni svitasprottnu nýju erlendu grund. Þessi brottflutningur byggist því að mestu á ethnical networking (þjóðar-tengslum). En þau eru öflugustu netverk veraldar
 
Stærsta "start-up fyrirtæki" veraldar að flytja heim
 
  
Made in USA á ný 
Ódýrasta orkan - eins og Ísland
Besti logistic-hub veraldar
Besta dreifingarkerfi veraldar
Best tengda ríki veraldar - eins og Ísland er að verða
Ísland er landið
Og svo er það álið !
 
The World Bank - Doing Business 2013

Fyrri færsla
 


mbl.is Sprotafyrirtæki líkleg til að flytja úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband