Leita í fréttum mbl.is

Þurrkublöðin á framrúðum Þýskalands spöruð burt

Í Þýskalandi er nú í ríki Prinz Bismarcks í gangi númer tvö tilraun hins þýska ríkis hans til lýðræðis. Sú fyrri, Weimar-lýðveldið frá 1919, endaði bratt með því að nasistaflokkur Adolfs Hitlers vann mikinn kosningasigur í þingkosningunum 1930. Og síðan enn stærri sigur í kosningunum 1932, með 37 prósenta fylgi. Oh - og hér eru aðeins nefndar til sögunnar hinar "löglegu" og síðari kosningar í langri röð kosningasigra þess nasistaflokks meðal annarra bræðra hans á meginlandi Evrópu

Hina síðari tilraun Þýskalands til lýðræðis —þá núverandi— er orðið nokkuð erfiðara að tímasetja upphafið og endalokin á. Sérstaklega séð út frá svonefndum stofnsáttmála Evrópusambandsins, sem kenndur er við borgina Róm árið 1957

Engar sérstakar kosningar hafa farið fram í Þýskalandi um nein þau mál er tengjast Evrópusambandinu. Því þá hefði líklega þurft að taka þann sáttmála frá 1957 fyrir þýska dómstóla í Þýskalandi og jafnvel láta þá sömu dómstóla landsins um að viðurkenna hann. Sú viðurkenning hefði varla fengist í fyrri hálfleik sambandsins. Því Rómarsáttmálinn er andlýðræðisleg stofnun og ný uppskrift til einæðis á meginlandi Evrópu, frá upphafi til enda (e. totalitarian concept)

Og í sífellt fleiri löndum á mið-austur og suður-balkaníseruðu meginlandi Evrópu minnkar tiltrú fólksins á lýðræði sem stjórnarfarslegu fyrirkomulagi. Núna, 12 dögum fyrir kosningar í Þýskalandi, birta þeir meiriháttar iðnaðarelítu-pappírsrenningar landsins er kenna sig við dagblaðaútgáfu, svo að segja engar fréttir af neinni kosningabaráttu í landinu. Á forsíðum dagblaða eins og Frankfurter Allgemeine og Suddeutsche Zeitung voru engar fregnir af neinum þingkosningum eða kosningabaráttu á —counting down— 12. degi fyrir kosningar. Ekkert stóð heldur um þessar komandi þingkosningar í aðaldálkum þessara dagblaða

Þurrkublöðin og ajaxið á framrúðum lýðræðisins er auðvitað verið að spara, ja. Því fara (fóru) til enn frekari sparnaðar aðeins einar kappræður fram í sjónvarpinu í þessu prinsaða ríki Bismarcks frá 1871. Sem út frá þesskonar stofnun þess, eðlislægt og conceptual, stólar á að aðrir — og þá helst hin 70 ára samfellda varðstaða USPACFLT — verndi aðgengi landsins að og friðinn á útflutningsmörkuðum þess - enda orðnir sérfræðingar í das leben der anderen; sérstaklega eftir að Síberíuhraðlestin á bak við múrinn, mun gera þeim hvað . .

Fyrri færsla

Nei: þetta eru endalok BBC því það þekkti aldrei Apple


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband