Leita í fréttum mbl.is

Vörn og sókn

Offensive vs. defensive strategía 

Að hafa lokað fyrir hringingu snjallsíma er snjallt: það er að vera í sókn

Að hafa alltaf opið fyrir hringingu snjallsíma er eins og það er: að vera í vörn

Um það að vera á Facebook gildir hið sama

Þeir sem eru ekki á Facebook eða öðrum svo kölluðum samskiptavefjum; eru í sókn

Þeir sem eru á Facebook og öðrum svo kölluðum samskiptavefjum; eru í vörn

Það er svona sem tæknin virkar best. Þetta er ekki ósvipað MAD-strategíunni sem Dwight D. Eisenhower hugsði út

Farðu nú á Facebook og verðu þig

Facebook er Intra-net fyrirtækisins Facebook á Inter-netinu

Sem sagt: 

OFF = offensive => að vera í sókn 

ON = defensive => að vera í vörn

Stigmögnun verður þegar beinan rafstraum þarf að senda í líkama manna til að ná athygli þeirra; en þangað stefnir þessi della. Það fyrirbæri kallast; escalation

Amen

Svo er ágætt að minnast dottunarinnar sem kom . . . og fór . . 

En svo eru sumir sem lifa á því að tala í síma. En það er annað mál . .

SIGN OFF

Fyrri færsla

Sagnfræðingar í rekstraráhættu og hugarburðarsérfræðingar 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju telurðu mann vera í einhverri sérstakri vörn ef maður er skráður á samfélagsmiðlum? Vörn gagnvart hverju? Getur verið að þú sért að missa af mögulegu mikilvægi samfélagsmiðla þegar litið er til framtíðar?

Flowell (IP-tala skráð) 6.5.2013 kl. 20:03

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Af hverju telurðu mann vera í einhverri sérstakri vörn ef maður er skráður á samfélagsmiðlum?

Þú ert í vörn

Þarna sérðu; náði þér! ;)

*******************************

Reisi maður sér fánastað (flag-post) þá þarf maður um leið að verja hann. Annars er hann ekki þinn. Þetta er dálítið territorial efni, minn kæri Flowell

Sú tækni sem gerir þér léttast að þurfa ekki að verjast, mun ein lifa af og bera í sér viðvarandi notkunargildi. Hún vinnur með þér og fyrir þig. Hún er það vel upp-hugsuð og "discreet" að þeir sem nota hana þurfa ekki hegða sér eins og hamar sem fæðist til að halda að tilgangur lífsins sé að reka þá nagla sem reistir eru af hverjum sem er. Sem alls staðar sér bara nagla sem þarf að reka: þ.e. tækifærin út um allt, nema þegar naglarnir eru búnir. Og þá hættir hamarinn.

Ljósaslökkvari er til dæmis eitt gott dæmi um "discreet", öfluga og gagnlega tækni. Hann er oftast ON eða OFF 

Góðar kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 6.5.2013 kl. 21:53

3 identicon

Já, ég tel að vörn/sókn sé ekki discrete, heldur samfelld ákvörðunartaka hjá fólki og virki ekki þannig að þegar maður er í vörn að þá sé maður einungis í vörn, þó það sé vissulega möguleiki, auk þess sem það getur varla verið gott að vera alltaf í sókn. Annað, myndir þú telja að bloggvefur mbl.is sé samfélagsmiðill? Er það þín skoðun að internetið muni á endanum eyðileggja kapítalismann?

Flowell (IP-tala skráð) 7.5.2013 kl. 20:20

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Flowell

Nei nei nei þetta er allt saman í besta lagi og finnist fólki það hafa gagn af "samfélagsvefjum" og ávalt opnum símum og að getað nota þá sem eins konar flóttatækni, þá er það hið besta mál fyrir það. Frelsið til er þarna til að nota það.

Sjálfur hef ég hef mestan áhuga á því hvar þessi tækni verður stödd eftir x-fjölda ára. Hvað mun standa uppúr og hvað skiptir raunverulega máli varðandi þennan hluta tækninnar. Hvað er aðalmálið. Hvað er það sem verður erfiðast. Hvað varðandi tæknina er á allra færi að geta og gera - og hvað er hins vegar einungis á færi þeirra bestu í brasnaum að geta og gera. Hvar mun samkeppnin fara fram. 

Nei Flowell, bloggvefur Morgunblaðsins er ekki "samfélagsvefur" því hann er hið frjálsa Internet eins og það gersit einna best. Opið. Enginn þarf að skrá sig til að geta lesið það sem þar er skrifað og skotið að athugasemd. Að minnsta kosti ekki hjá mér. Hann er gott dæmi um það sem menn vonuðust til að koma internetsins myndi hafa í för með sér. Vissa endurnýjun útgáfu, "e. publishing" og ný tækifæri án prentvéla og til dæmis ríkisútvarpsplokkhúsa. Moggabloggið er ekki lokað Intra-net.

Nei nei, Internetið mun ekki eyðileggja kapítalismann. Ekki frekar en Fairlight computer eða Korg Synthesizers á neytendaverðum eyðilögðu (ekki) heiminn fyrir tónlistarmönnum. Það mun alltaf verða eftirspurn eftir upprunaleikurum. Vonandi. 

Hins vegar hefur Internetið ekki aukið landsframleiðsluna og ríkidæmi á hvern mann. Tilkoma þess er örðuvísi en sjálf tilkoma reiknigetu tölvunar í upphafi tölvuþróunar. Internetið gæti hugsanlega minnkað landsframleiðsluna og gert okkur fátækari. Það er vel mögulegt. En þó efast ég um það. Internetið er eins konar lag ofan á öðru lagi; a layer, a texture.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 8.5.2013 kl. 04:02

5 identicon

Já, svo sem alveg mögulegt að internetið dragi úr landsframleiðslu á mann en ég ætla að trúa því að upplýsingarnar sem koma frá því leiði til þess á endanum að spilling hins opinbera minnki sem leiði á endanum til hærri landsframleiðslu á mann en ella yrði. Það eru fullt af góðum umræðum í gangi á Facebook, oftar en ekki mun betri en eru á vefjum eins og þessum. Ég mæli með að þú skráir þig þar og takir þátt í þeim umræðum með fólki sem vill hið besta fyrir okkar þjóð, þú værir mjög góð viðbót í tiltölulega fámennan hóp Íslendinga sem lætur eitthvað í sér heyra, hópur sem fer þó sífellt stækkandi einmitt vegna internetsins og samfélagsmiðilsins. Ekkert mál að útiloka allt hitt á Facebook sem maður telur vera óþarfi.

Flowell (IP-tala skráð) 8.5.2013 kl. 21:08

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér gott boð Flowell

En ég er önnum kafinn í sókn ;)

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 8.5.2013 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband