Leita í fréttum mbl.is

Pólitískar brunabætur

Segjum nú svo, að þú standir fyrir framan 100 íbúða blokk. Þetta gæti til dæmis verið blokkin sem ríkið og verkalýðsfélagið byggði á kostnað skattgreiðenda og launþega handa Tage Erlander, forsætisráðherra Svíþjóðar, áður en kommúnistaflokkur hans og SSU byggðu handa honum heiðurshöllina í Bommersvík.

Segjum nú svo, að í þessari 100 íbúða blokk séu 10 íbúðir í eigu fólks sem neitar að kaupa sér brunatryggingu. Hvaða áhrif haldið þið að slíkt myndi hafa á verðmyndun þeirra 90 íbúða sem þegar eru brunatryggðar í blokkinni?

Myndu þessar 10 íbúðir nokkuð geta fengið útgefið brunabótamat. Nei. Hvers vegna ættu þær að geta það. Þær myndu ekki hafa neitt "brunabótamat". En hvað þá með allar hinar 90 íbúðirnar "undir svona aðstæðum"?

Hvað ætti maður kalla þetta fyrirbæri: A crowding out effect - eða útför/útburður rauneignavirðis þeirra íbúðareigenda í blokkinni sem keypt hafa sér brunatryggingu? Já. Að sjálfsögðu.

Á sama hátt myndu tvennar og mismunandi tegundir höfuðstóls - og sem þá myndast á tvo mismunandi vegu í tímarúminu - virka sem "crowding out effect" á öllum hinum breiða og almenna fasteignamarkaði. Þegar eftirstöðvar (höfuðstóll) lána myndast, þróast og/eða viðhelst á tvo mismunandi og ólíka vegu í tímarúminu, mun sá höfuðstóll sem laðar brunaliðið að, alltaf ná yfirhöndinni. Og þá um leið berja út og jarðsetja þá sem staddir eru á öðrum stað á kúrvunni í tímarúmi tveggja eðlislega-mismunandi endurgreiðslna. Væntingar aðila markaðsins munu sjá um útförina. Og þá verða allir integraleraðir blómakransar afþakkaðir í hinni pólitísku heiðurshöll Bommersvíkinga í Riksbyggen.
 
Þeir sem eru að fitla við "afnám verðtryggingar" ættu að hugsa um þetta, áður en þeir saga af sér hausinn inni í ostaklukku heimskunnar. Ha? "enginn ostur, engin pylsa" sagði litla músin . .
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband