Leita í fréttum mbl.is

Evran fallin um 15 prósent á 12 mánuðum

 
Gagnvart Bandaríkjadal er evran nú fallin um 14,8 prósent frá 30. ágúst í fyrra. Fallið er hins vegar rúmlega 22 prósent frá því í júlí 2008. Þar á undan, eða frá því evran féll 30 prósent er henni var sleppt lausri á þjóðríki evrusvæðis, þá leyfði brjálsemisseðlabanki þessarar myntar henni að hækka um 100 prósent gagnvart Bandaríkjadal.
 
Evra myntbandalags Evrópusambandsins (EMU) er stærsta fjármálabóla mannkynssögunnar. Þessi bóla EMU-yfirvalda er nú sprungin. En allar raunverulegar langtíma afleiðingar sprengingarinnar eiga hins vegar eftir að koma í ljós og til dreifingar. Mig grunar sterklega að við séum að horfa á síðstu ár nokkurs konar frelsis og markaðskapítalisma í Evrópu, en sem í raun er og hefur þó bara verið gerfill. Þykkna mun hræðilega upp. 

Þegar ég hér að ofan sá þessi fragtskip Warrens Buffet æða um sléttur Bandaríkjanna á 112 km hraða á klukkustund, þá duttu mér í hug þeir 400 þúsund vörubílar — svo kallaðir trukkar — sem Bandaríkjamenn sendu yfir til Stalíns í Sovétríkjunum. Þessir vörubílar réðu úrslitum síðari heimsstyrjaldar að miklu leyti, því þeir vélvæddu Rauða herinn, sem þá andaði en dó áratugum síðar í upplognu sovésku hagkerfi kommúnista. Og sem þá framleiddi aðeins 50 þúsund trukka á ári. Þessi úrslit fara brátt að falla enn og miklu frekar en orðið er á meginlandi taparanna í Evrópu.
 
Fyrri færsla
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband