Leita í fréttum mbl.is

Ætla að stíga út úr þjóðfélagi Ríkisútvarpsins og kjósa Ólaf

Sá eini forsetaframbjóðandi sem virðist gera sér grein fyrir því að spurningin um setu á Bessastöðum er sú, hvort áfram sé og verði til eitthvað lýðveldi Íslendinga til að vera forseti í, er að mínu mati Ólafur Ragnar Grímsson.

Því hefur ég mitt ákveðið um mig mitt, að við nokkuð samstiga ætlum stíga út úr þjóðfélagi Ríkisútvarpsins og inn í lýðveldi Íslendinga á morgun til að kjósa hann Ólaf Ragnar Grímsson. Ég gerist stigamaður.

Óska ykkur öllum til hamingju með hið dýrmæta fullveldi og sjálfstæði Íslands. Staðan er svona

Fyrri færsla

Gagn og gaman um evru í DDRÚV


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég kýs Ólafa að hluta til vegna þess að ég veit hvar ég hef hann, en fyrst og fremst verður sigur hans enn einn ósigur samfylkingarinnar og skýr skilaboð til þjóðarinnar um tvennt. Við viljum ykkur frá stjórnartaumunum hið snarasta og rifta ESB ferlinu. Það eru skilaboð kjósenda.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.6.2012 kl. 04:13

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Takk Gunnar Rögnvaldsson, mál þitt er alltaf skýrt og rökrétt. 

En Jón Steinar það hljóta að eiga að vera skír skila boð til stjórnvalda  frá þjóðinni. En ekki öfugt eins og frá þér kemur. Annars allt í góðu.   

Svo virðist vera sem fólkið í landinu sé harla varnar lítið fyrir lygum og glámskyggni stjórnvalda.  Það er þó til ein aðferð, gömul og margreind, en árangurinn af henni er oft ærið misjafn og lítt fyrir séður, enda venjulega síðasta neyðarúræði.  Við svona aðstæður þá er hentugt að hafa menn á réttum stöðum, menn sem nenna og þora að gera það og segja sem þarf til þess að komast hjá því að þurfa að nota gömlu uppreisnar aðferðina.

Þess vegna ætla ég að kjósa Ólaf, mann sem mér líkaði hvergi við á löngum tíma, en hann gaf okkur frelsi til að ráða því sjálf hvort við vildum borga Icesave.   Hann hafði líka þekkingu og þor til að tala máli okkar á erlendum vettvangi, það hafði eingin annar.  Gufurnar í stjórnarandstöðunni horfðu bara í klof sér og þögðu.    

 

Hrólfur Þ Hraundal, 30.6.2012 kl. 08:52

3 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Gamla góða Ísland aftur takk fyrir! Ekki ESB pelabörn hvorki á alþingi né Bessastaði, þóru kynslóðina sem við hin borguðum skólagönguna fyrir með sköttunum okkar öll vel menntuðu ESB pelabörnin sem fengu bankastjórastöður yfirumsjón með peningamarkaðssjóðum, markaðssérfræðingana, fjölmiðlafólk og stjórnmálafólk sem skólakerfið ungaði út og tók þátt í bólunni og sett þjóðina á hliðina og gerði næstum gjaldþrota! Ekki meira af 2007 ESB pelabörnum í stjórnkerfi Íslendinga!

Örn Ægir Reynisson, 30.6.2012 kl. 15:14

4 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Gamla góða Ísland aftur takk fyrir! Ekki ESB pelabörn hvorki á alþingi né Bessastaði, þóru kynslóðina sem við hin borguðum skólagönguna fyrir með sköttunum okkar öll vel menntuðu ESB pelabörnin sem fengu bankastjórastöður yfirumsjón með peningamarkaðssjóðum, markaðssérfræðingana, fjölmiðlafólk og stjórnmálafólk sem skólakerfið ungaði út og tók þátt í bólunni og sett þjóðina á hliðina og gerði næstum gjaldþrota! Ekki meira af 2007 ESB pelabörnum í stjórnkerfi Íslendinga!

 

Örn Ægir Reynisson, 30.6.2012 kl. 15:22

5 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Fór óvart tvöfalt inn

Örn Ægir Reynisson, 30.6.2012 kl. 15:24

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur fyrir innlitið

Þá er það gert.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 30.6.2012 kl. 18:27

7 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ef við fáum haldið Ólafi núna til að tryggja öryggi okkar út tíma Jógrímu og fáum notið hans á meðan við erum að finna okkur vitræna stjórn þá væri það vel. 

En svo er mál að á alþingi í dag er eingin flokkur til sem ég get treyst. Gamli flokkurinn minn Sjálfstæðisflokkurinn er setin af Evrópu skrípum en ekki Íslendingum og formaðurinn er einskonar sveppur sem hefur hvorki vit né þor og hugsanleg ekki heldur vilja til að segja þessu ó þjóðlega fólki staðreyndir.  Hann er aura sveppur og þeir vilja Evrur. Alveg brjálaðir í Evrur. 

Fyrirgefðu  Gunnar  og þakka þér.  Kíkjum á niðurstöðuna og skoðum hvort það er ástæða til að skála.

Hrólfur Þ Hraundal, 30.6.2012 kl. 22:05

8 Smámynd: Haraldur Hansson

Úrslitin ráðin og Ólafur Ragnar með HREINAN MEIRIHLUTA. Glæsilegt.

Hann er með 54,7% fleiri atkvæði en Þóru-framboð samfylkingarinnar. Það skiptir máli. Þetta er sterkur og afgerandi sigur.

Haraldur Hansson, 30.6.2012 kl. 23:52

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kosningavaka RUV er eins og erfidrykkja. Gremjunni verður ekki leynt hjá stjórnendum og sérvöldum viðmælendum.

Hrólfur: Eg held þú hafir eitthvað mislesið það sem ég sagði þarna að ofan. Kannski viljandi, ég veit ekki. Ég veit að þú ert ekki beint hress með að ég hafi sett ofaní þig fyrir fáránleg öfgaskrif þín hérna um daginn. 

En þú mátt lesa það sem þér þykir hentugast. Ég missi ekki svefn yfir því.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.7.2012 kl. 01:15

10 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Fyrirgefðu mislesturinn Jón Steinar, en ekki var það viljandi, enda vissi ég ekki að ég væri öfga maður og hafði ekki hugmynd um pirring þinn af þeim sökum.  Hvort sem þú villt trúa því eða ekki þá gekk mér gott eitt til með ábendingunni.  

Hrólfur Þ Hraundal, 2.7.2012 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband