Leita í fréttum mbl.is

37 lítra V12 Rolls Royce Griffon enn í Spitfire í loftinu yfir dauðri Evrópu

Í Spitfire sat stundum 37 lítra V12 Rolls Royce Griffon aflvél sem gat gefið einum manni 2400 hestöfl. Flugvélin gat með fiffi náð 974 kílómetra hraða á klukkustund, sem er nokkuð nálægt hraða hljóðsins. Margir drengjanna voru aðeins 17 ára gamlir þegar þeir fóru að æfa sig á vélunum í 7 klukkustundir áður en þeir fóru á þeim í bardaga. Nú geta þeir ekki einu sinni fengið leyfi til að vinna byggingavinnu fyrr en þeir eru orðnir 18 ára, að minnsta kosti víða í Evrópu, sem er sökkvandi. Þetta er ekki hlutfallslegur stöðugleiki, sagði hrossagaukurinn mér.

Hér ræða nokkrir menn um eitt stórt atriði. Vilt þú yfir höfuð fjárfesta annarra manna eða jafnvel þínum eigin peningum í Evrópusambandinu? Er aðeins eitt ár í það að gjaldeyrishöft verða innleidd á evrusvæðinu - og eignir fólks sem fyrirtækja gerðar upptækar? Eru þetta síðustu ár markaðskapítalisma í Evrópusambandinu? Stjórnmálamenn Evrópusambandsins hafa fallið gjaldþrota ofan á kjósendur sína og geta ekki lengur borgað það sem stóð á gúmmítékka þeirra allar götur hin síðustu 50 ár. Allt þetta og meira til var til umræðu í Milken stofnuninni í Bandaríkjunum fyrir nokkrum dögum. Hinir evrópsku gestir eru með báðar fætur á jörðinni og segja samhljóma að stjórnmál í Evrópusambandinu verði brátt þjóðnýtt á ný, því þau eru einfaldlega gjaldþrota.

Á meðan flýgur Bretland heim í sínum vélum, samhliða Bandaríkjamönnum, sem þegar árið 1930 skildu að vonlaust var að reyna að prenta gull. Þeir urðu hvorugir peningapólitískir monetzary fetishistar.

Evrópa er búin að vera. Þar er bannað að segja að keisarinn sé allsber. Og bráðum verður þar aftur bannað að tala. Þetta er fróðlegt

Skyldi myndbandið ekki spilast, þá er hér bein krækja á það: Is It Time to Invest in Europe?

Krækja

Hendry on Europe: ‘The reality is you just can’t make up how bad it is’ 

Tengt efni

Chinese palaces, in central Ireland (sjá umsókn um geðrannsókn til skipulagsnefndar hér

Fyrri færsla

Kaupmáttarjöfnuður Range Rovers


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Tek undir það álit sem fram kemur í umræðunum að allt bankakerfi Frakklands verði orðið þjóðnýtt von bráðar þ.e.a.s. innan skamms.

Valið í kosningunum í Frakklandi stendur nú á milli mest hataða forseta í sögu hins fimmta franska lýðveldis Frakka síðan 1792 og 75,00 próset tekjuskatta og stækkunar hins opinbera geira sem þegar er sá stærsti í heiminum og svo stór að hann kemst varla fyrir í landinu lengur. Hér gengur allt samkvæmt áætlun á meðan eldarnir loga annars staðar í pólitískt gjaldþrota keisaraveldi Evrópusambandsins, sem enginn kaus.

Gunnar Rögnvaldsson, 4.5.2012 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband