Leita í fréttum mbl.is

Verða franskir sparifjáreigendur neyddir til að fjármagna skuldir franska ríkisins?

Credit Agricole 2012-04-21 lokun
 
Úr frönsku kosningabaráttunni berast afar slæmar fréttir. Að erfitt sé orðið fyrir franska ofurríkið að fjármagna skuldir sínar undir myntinni evru. Að bæði lofuð lánskjör og vaxtalag undir sameiginlegri mynt sé orðið falskt og komið úr samhengi við það sem upphaflega átti að réttlæta heilaga upptöku evru og niðurlagningu frankans. Að of dýrt sé nú orðið fyrir Frakkland að sækja sér lánsfé á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Því er lagt til að sparifjáreigendur landsins verði heimsóttir í buddur sínar í þeim tilgangi að þeir láni stjórnmálamönnum fyrir áframhaldandi taprekstri þeirra með góðu eða illu. Líklega mest með illu.

Atvinnuleysi í Frakkalandi hefur verið fastfrosið á um það bil 10 prósentum í samfellt 30 ár. Enginn árangur er af neinu þar hvað varðar Evrópusambandsaðild landsins. Ætli maður að vera kurteis já-já-maður sem spyr háttsetta í atvinnulífi landsins hvort ESB hafi ekki gert voðalega mikið gagn í landinu, já, þá fær maður bara yfir sig reiðilestur um ESB-báknið sem er að eyðileggja Frakkland. Ég er varla búinn að jafna mig eftir reiðilesturinn um möppuverkið, glataða samkeppnisaðstöðu, eymd, volæði og heilaflóttann frá landinu enn.

Hlutabréfaverð franskra stórbanka hefur lækkað um það bil 90 prósent á síðustu 5 árum og er öll CAC40 vísitalan nú 50 prósent lægri en hún var fyrir franskt hrun. Hún heldur krónískt áfram að lækka. Enginn bati er í augsýn næstu áratugina m.a. vegna þess að Frakkland er í krónísku Evrópusambandi sem það getur ekki losnað úr. Þjóðnýting franskra banka færist nær og nær. Peningum franskra sparifjáreigenda verður líklega einnig dælt inn í gangandi dautt bankakerfi landsins, svo það geti haldið áfram að kaupa bréfsefnin af ríkissjóði sem getur ekki fjármagnað sig lengur vegna einmitt evruupptöku embættis- og stjórnmálamanna ESB-elítunnar. Þetta er eins og tromla bakkandi steypubíls sem snýst öfugt og steypir sig sjálfur í kaf inn í efnahagslegan tjernóbyl.

Mynd, euroland.com; hlutabréfaverð stærsta banka Frakklands, Credit Agricole, síðustu fimm árin.
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband