Leita í fréttum mbl.is

Seðlabankastjóri stefnir gjaldmiðlara ríkisstjórnarinnar

Már Guðmundsson seðlabankastjóri sættir sig ekki við að búa við það gjald sem gjaldmiðlarinn forsætisráðherra Íslands & Co setja honum. Þetta er alveg hárrétt hugsun hjá seðlabankastjóranum. Enginn frjáls maður með fullu viti vill búa við gjaldmiðil. Það er niðrandi fyrir alla menn. Engin þjóð ætti heldur að búa við gjaldmiðil.
 
Það var og er nú einu sinni svo, að nútímalegur gullfótalaus gjaldmiðill var fundinn upp til að búa við þjóðina og þá sem í henni eru. Ekki öfugt. Og Már Guðmundsson er — sem betur fer fyrir hann — í íslensku þjóðinni. Aðild hans að þjóðinni hefur veitt honum afar dýrmætt frelsi. Þetta frelsi hafa sérstaklega 17 og jafnvel allar 27 þjóðir Evrópusambandsins ekki lengur.

Svona er að búa við gjaldmiðil, herra Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Það er einmitt svona. Svona líður 17 þjóðum Evrópusambandsins sem nauðbeygðar búa við sameiginlegan gjaldmiðil sem aldrei var óskað eftir. Einnig þar hefur flest verið svikið. En þær geta bara ekki stefnt neinum, Már, því enginn er ábyrgur fyrir neinu í þessum sovétríkjum Evrópusambandsins. En þangað stefnir þú — ásamt þér hærra launuðum undirmanni — sjálfri fullveldiskrónu íslenska lýðveldisins.

Þessi peningastefna er léttir. Haltu vinsamlegast forsætisráðherra Íslands fastri við loforð sín, Már. Snúðu upp á eyru hennar og settu þumalskrúfur á. Sýndu nú þjóðinni að Seðlabankinn sé ekki orðinn munkaklaustur. En það sýndist mér hann vera orðinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband