Leita í fréttum mbl.is

Evran yfirgefur Grikkland

Grieksgeld2

Nú fá margir óskir sínar uppfylltar. Evran er að yfirgefa Grikkland. Þarna höfum við land með engan ríkisrekinn seðlabanka. Bara opið fjárhús sem fokið er ofan af grísku þjóðinni. Formenn og meðreiðarsveinar verkefnisins Sviðin jörð í Samfylkingunni og í Vinstri hugleysingjum grænum, ættu við þetta að fyllast stolti yfir því að hafa með skammbyssu og hugleysi í hönd, sótt fyrir hönd Íslendinga um inngöngu inn í sjálft arnarhreiður þeirra sem handan eru við allt það hægra af öllu hægri sem fyrirfinnst inni í Sjálfstæðisflokknum. En þangað — yfir um og út — var ég skilgreindur af kvantamekanískum evrutrúarmanni Fréttatímans fyrir áramót. Svarthol. Ég er greinilega ekki allur þar sem ég sé mig. 

Eina fortilfellið í hagsögu siðmenningar þar sem samskonar peningaleg trúarbrögð hafa verið iðkuð, var einmitt í Stóru kreppunni 1929. Grikkland þarf ekki að yfirgefa evruna. Evran yfirgefur Grikkland.

Huglausasti stjórnmálamaður Íslandssögunnar hlýtur að vera vafffúll formaður Vinstri grænna. Annað getur varla verið. Hvað annað gæti verið hér í gangi? Singularitísk pólitísk hugmyndafræði? 

The Euro is leaving Greece – and a new Great Depression has entered 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður getur skilið að fólk renndi hýru auga austurúr meðan allt virtist í góðu, en ekki eftir að hið sanna kom í ljós............

GB (IP-tala skráð) 8.1.2012 kl. 10:21

2 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Árinni kennir illur ræðari.

Ingimundur Bergmann, 8.1.2012 kl. 17:12

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég sé þig sem uppörvandi sannleiksskrifara, ómissandi,þökk sé þér.

Helga Kristjánsdóttir, 8.1.2012 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband