Leita í fréttum mbl.is

Hagræðing: Gekk 12 km á einni vakt

"Skrefamælir sýndi að hjúkrunarfræðingur á bráðadeild Landspítalans gekk 12 kílómetra á einni erilsamri vakt" 

Nú?

Og ég sem hef hlustað á þann söng hér heima sem erlendis í 25 ár, að með súpersjúkrahúsum þá sparist flest og útgjöldin verði svo afar góð og allt svo gott. 

Ef sjúkrahúsið væri tvöfalt stærra þá gengi hjúkrunarkona- og maður kannski 24 kílómetra á einum degi. Þetta er kölluð hagræðing! Útgönguleiðir verða þá væntanlega engar og starfsfólkið mun ganga til eilífðar, ekki satt? Og verða allt sjúklingar.

Staðreyndin er hins vegar sú að hið opinbera er komið í þrot með rekstur sjúkrahúsa. Það er alveg sama þó allri landsframleiðslu Íslands væri dælt ofan í hinn opinbera geira — og þar með talið þá stjórnmála- og embættismenn sem alltaf þykjast vita betur en allir aðrir hvernig reka á þessar göngudeildir starfsfólksins — það mun aldrei koma neitt betra út úr því en lengri gangar og meiri sóun.

Endalausir biðlistar eru heimsþekkt norrænt fyrirbæri. 

Hér er búið er að heilaþvo of marga. Lítil fullkomin sjúkrahús í nálægð við borgarana á öllu landinu þar sem læknar, hjúkrunarkonan- og maðurinn þramma ekki jarðgöng sjúkrahúsa helminginn af deginum, eiga fullan rétt á sér.

Lífeyrissjóðir landsins gætu eins og skot fjárfest summum í sjálfseignarrekstur fullkominna sjúkrahúsa og í aðhlynningu út um allt land fyrir þá sem þurfa á að halda. Það er óþolandi að þessu máli sé endalaust haldið sem einka-pókerspili stjórnmálamanna fyrir hverjar kosningar þeirra inn á þing. Allt er síðan svikið og hinn almenni borgari látinn um skaðann - og starfsfólk látið þramma tugi kílómetra á dag. Þessi vegalengd stjórnmála á kostnað þjóðarinnar eykst bara við hverjar kosningar, sama hver stjórnin er.

Sumir halda það að fari hlutur, mál eða hugmynd fyrst inn í höfuð ríkisrekins embættis- og stjórnmálamanns, að þá komi málið þaðan út sem gæðastimplaður gjörningur. Það er fjarri sannleikanum að svo sé. Tökum Sovétríkin og DDR sem dæmi. Ekkert gat þar lengur gerst nema með samþykki og leyfi yfirvalda. Afleiðingin varð sú að ríkin dóu úr fátækt.

Núverandi ríkisstjórn er til dæmis bara einkarekstur stjórnmálamanna sem vilja völd umfram landshag. Hún situr í margítrekuðu trássi við þjóðina. Það er eins og landið okkar sé komið með lús.

 


mbl.is Gekk 12 km á einni vakt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dagný

Mikið skrambi er þetta rétt hjá þér.

Dagný, 5.1.2012 kl. 19:23

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Gunnar. Takk fyrir góðan pistil.

Þrælahaldið á Íslandi er í mikilli uppsiglingu, og ríkisfjölmiðlar segja hagvöxt mikinn fyrir ríkið.

Ef einhvertíma hefur verið ástæða til að standa saman og mótmæla (þvert á aðkeypta flokkspólitík), þá er það núna.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.1.2012 kl. 22:18

3 Smámynd: Jón Ásgeir Bjarnason

Nákvæmlega málið.

Jón Ásgeir Bjarnason, 5.1.2012 kl. 22:59

4 identicon

Ég hef fylgst með þér í nokkurn tíma. Þú segir:

 "Endalausir biðlistar eru heimsþekkt norrænt fyrirbæri. "

Þér að segja, væni minn, þá lifa flestir lengst og best í norrænum samfélögum .

Þú getur gúglað það, bjáni.

jóhann (IP-tala skráð) 5.1.2012 kl. 23:21

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur innlitið

Lífslíkur (ævilengd) hvers Dana sem fæðist í dag eru aðeins 78,5 ár og hefur Danmörk hrapað niður á 48. sæti á þessum skala. Sem sagt, þeir þegnar sem búa í 48 ríkjum öðrum en Danmörku lifa lengur en Dani sem fæðist í dag. Margra ára bið eftir heilsugæslu í skattpíndasta landi heimsins, Danmörku, hefur verið þrotlaust vandamál þar síðan 1980. Þjóðin hefur ekki lengur efni á að reka heilbrigðiskerfi sitt því tæplega ein milljón manns er þar á vinnualdri án atvinnu og svo hefur landinu tekist að hlaða upp meira en milljón manns sem er á ellilífeyri. Ofan í þessa tölu koma öll börn og skólafólk. Vélin í norrænu velferðarvél Danmörku er ónýt. Þetta land mun ekki fara neitt. Þetta gerist óhjákvæmilega í löndum sem eru DDR-light eins og Danir sjálfir skilgreina land sitt. 

Heilbrigðiskerfið í Sovétríkjunum var ekki upp á marga fiska og heldur ekki í Austur-Þýskalandi. Þar drapst fólk unnvörpum úr kommúnisma.

Svíþjóð er hröpuð niður á 16. sæti á þessum lista og Ísland er númer 18 á listanum og mun hrapa hratt þessi árin.

Finnland er einu sæti framar en Danmörk, eða númer 49 á listaum yfir þær þjóðir sem lifa lengst. Noregur kemur inn á 25. sæti listans. 

Þjóðir þrauka ekki endalaust á biðlistum, sama hversu harðgerðar þær eru.

Sovétborgarar í nýdauðu fyrirheitnalandi ríkisstjórnar Íslands, Rússlandi, geta gert ráð fyrir að lifa í 66 ár og eru númer 161 á þessum lista þjóða heimsins, sem telur 221 land með Angóla á botni hans. En þangað flýja Portúgalir nú unnvörpum út úr Evrópusambandinu.

Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 5.1.2012 kl. 23:56

6 identicon

"eru aðeins 78,5 ár"! 

 Að Danir séu í 48. sæti?!

Ertu skáld? 

Settu inn mælingarnar, stubbur.

jóhann (IP-tala skráð) 6.1.2012 kl. 00:41

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Nei ég ekki Kínverskur fjárfestir Jóhann

En hér neyðist ég til að svara þér eins og Steingrímur J. Sigfússon ráðherra Icesave-hringsins myndi svara þér: ég er of þreyttur, sorry

Gunnar Rögnvaldsson, 6.1.2012 kl. 00:48

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sjálfsagt er að benda á það að meðalaldur er ekki það sama og væntanleg lífslengd nýfæddra. Íslendingar eru ung þjóð (meðalaldur lágur) því hér fæða konur einna flest börn í hinum vestræna heimi. Þökk sé þeim er meðalaldur Íslendinga lágur og skattagrunnur landsins því hlutfallslega sterkur og vel hægt að hafa skatta hér miklu lægri en á Norðurlöndunum og samtímis veita betri velferð en í öldrunarhagkerfum.

En það skiptir þó ekki máli ef of margir á vinnualdri í ungu samfélagi eru of lengi án atvinnu. Þá þorna skattatekjur ríksins upp og það þarf að hækka skatta á þá sem enn vinna, eða þá að skera þarf velferð allra niður. Danmörk hefur haft krónískt hátt atvinnuleysi alla tíð frá árinu 1978. Þannig lönd verða fátækt að bráð og hætta að hafa efni á velferð. 

Væntanleg lífslengd nýfæddra byggist á reiknilíönum sem byggja á tölfræði yfir þróun látinna í þjóðfélaginu. 

Vissulega lifir fólk á Norðurlöndunum lengi. En aðrar þjóðir hafa tekið fram úr Norðurlöndunum. Danmörk, Svíþjóð, Finnland eru að hellast úr lestinni. Þau eru heft í spennitreyju Evrópusambandisns og hjálparlaus.

Við munum einnig sjálfkrfa hellast úr lestinni ef við göngum í Evrópusambandið og ef stöndum okkur ekki áfram í sambandi við fulla atvinnu handa öllum. Aðins full atvinna handa öllum getur tryggt góða framtíð fyrir land og þjóð. Til að skapa fulla atvinnu handa öllum þurfum við nauðsynlega á sjálfstæði og fullveldi landsins að halda - og að nota það í þágu okkar sem byggjum þetta land.

LIFE EXPECTANCY AT BIRTH

Gunnar Rögnvaldsson, 6.1.2012 kl. 02:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband