Leita í fréttum mbl.is

Jólagjöf ECB-seðlabankans?

Í þessari viku tilkynnti ECB-seðlabanki Evrópusambandsins um neyðarlán til bankakerfa í myntlöndum evrusvæðisins. Upphæðin var sögð 489 miljarðar evrur. Lánstíminn var sagður til þriggja ára og vextir voru sagðir eitt prósent. 

Þetta er aðeins einn fimmti hluti sannleikans og jafnvel enn minna. Hið rétta er að af þessum 489 miljörðum evra eru 300 miljarðar þeir peningar sem bankakerfin höfðu þegar fengið sem neyðarlán hjá seðlabankanum til skemmri tíma. Lengt hefur því verið í hengingaról bankakerfa evrulanda, aðeins. Þetta var lífsnauðsynlegt því staðan var orðin þannig í síðustu viku að enginn aðili á hinum alþjóðelga fjármálamarkaði vildi lengur lána evrulandabönkum neina peninga. Bankarnir voru hreinlega að komast í þrot og afar hætt komnir.

Vextirnir eru ekki eitt prósent eins og sagt er, heldur verða þeir meðaltal endurfjármögnunarvaxta seðlabankans yfir næstu þrjú árin. Enginn banki þekkir því þá vaxtaprósentu sem þeir þurfa að greiða.

Til að fá þessi lán hjá ECB-seðlabankanum þurfa bankarnir að hósta upp eignum sem veði að markaðsverðgildi allt að 155 evrum fyrir hverja 100 evrur sem að láni eru teknar. Seðlabankinn reiknar svo út markaðsvirði þessara trygginga bankanna á hverjum degi. Falli þær í verði í markaðnum þá þurfa bankarnir að hósta upp meiri og stærri tryggingum.

Enginn banki mun nota þessa peninga til útlána. Þeir fara allir einungis í að forða sér frá alþurrð og gjaldþroti.

Stór hluti eignasafna banka evrusvæðisins eru ríkisskuldabréf ríkisstjórna evrulanda. Til dæmis Grikklands og Ítalíu. Eins og flestir vita þá er markaðsvirði þessara eigna bankanna að brenna hratt upp því svo fáir hafa lengur trú á því að evruríkin og um leið evrusvæðið sem heild muni komast lifandi út úr þeim hamförum fram fara þar daglega og sem bíða myntsvæðisins.

Restina af þessum 489 mínus 300 miljörðum evra fjármagnar ECB-seðlabankinn með því að taka þá frá reiðufésreikningi bankakerfanna hjá seðlabankanum. 

Það er ekki hægt að leysa evruskulda-tilvistarkreppu og ríkisgjaldþrotaáhættu evruríkja með því að flytja peninga frá reikningi a til b og skera niður á reikningi c. Evrusvæðið þarf á gjaldþrotameðferð að halda. Það er búið að vera.

Enginn fengi alvöru seðlabanka með alvöru mynt til svona aðgerða. Örvæntinginarhljóðin sem enduróma frá peningagólfi ECB-seðlabankans eru traustabrestir. Stærri og stærri snjóþrúga er sífellt krafist við þrautarþramm evruríkja á vatninu. Á ísnum yfir djúpinu leita þau með vasaljósi að raunverulegum bakhjarli til þrautavarna. Hvar er gamla myntin mín? Hvar eru peningavopn okkar? Djúpið svarar; með ískrandi braki og þyngri brestum. Donk!

 

 

Gleðileg jól


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gunnar, hefur þú íhugað forsetaframboð?

Bjartmar Jónsson (IP-tala skráð) 24.12.2011 kl. 15:32

2 Smámynd: Samstaða þjóðar

Aumkunarverð tilraun Seðlabanka Evrópu mun mistakast eins og aðrar tilraunir til að halda Evrunni á floti – þessum mynt-aumingja sem á endanum mun sökkva á kaf, undan eigin sýndar-verðmæti.

 

Aðgerðir Evru-lands hafa ekkert að gera með “kapítalisma” í skilgreindri merkingu. Ekki er verið að beina fjármagni til framleiðslu, sem myndi skapa verðmæti sem síðan gæti staðið undir fjölgun Evróskra aðalsmanna. Allt eru þetta hókus-pókus aðgerðir til fljótfengins gróða handa valda-aðlinum, eða í auknum mæli til að viðhalda sýndar-gróða þessara aðila.

 

Hinn fjálsi markaður er dauður – allt snýst um að halda tiltrúnni á að hann sé ennþá lifandi. Bernanke, yfir-seðlaprentari Bandaríkjanna lét hafa eftir sér á árinu 2002:

 

Under a paper-money system, a determined government can always generate higher spending and, hence, positive inflation. (Bernanke doctrine)

  

Loftur Altice Þorsteinsson.

 

Samstaða þjóðar, 24.12.2011 kl. 16:02

3 identicon

Gunnar minn, nennti reyndar ekki ad lesa pistilinn hja ther nuna (of sodd eftir jolasteikina) en vil oska ther og fjoldskyldunni Gledilegrar jolahatidar :")

Anna Gretarsdottir (IP-tala skráð) 24.12.2011 kl. 21:05

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka innlitið og kveðjur. 

Óska ykkur — og þér Anna æskuvinkona mín — gleðilegra jóla.

Nú er jólanótt, akkúrat núna!

Gunnar Rögnvaldsson, 25.12.2011 kl. 02:57

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gleðileg jól! gæfan fylgi ykkur á nýju ári og ævinlega.

Helga Kristjánsdóttir, 25.12.2011 kl. 15:53

6 Smámynd: Haraldur Baldursson

Það er margt undir. Greiðslumiðlun gæti hreinlega stöðvast. Bankarnir eru þegar farnir að gera ráðstafanir, því post-Evru skeiðið er í raun hafið. Sjá :
http://www.vb.is/frett/68639/

Swift greiðslumiðlun er bankakerfum alger nauðsyn. Spurningunni, sem Swift neitaði að svara, er óhjákvæmilega það, að vissulega er kerfislega enn hægt að miðla gömlu myntunum. Óvissan felst í staðsetningu hverrar myntar og pólitískan stuðning hverrar fyrir sig. Peningar eru loforð og verðmæti. Án stuðnings stjórnvalda eru þeir verðlausir.

Öll leiksýningin sem er í gangi í ECB og í yfirlýsingum leiðtoga ESB, er ekkert annað en biðleikir. Hið óumflýjanlega er einmitt það.

Haraldur Baldursson, 27.12.2011 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband