Leita í fréttum mbl.is

Stóra Bretland og ESB

Meint "einangrun" Bretlands felst í því að hafa bjargað heiminum frá Evrópu ESB um miðja síðustu öld. Fyrirtæki, fólk, peningar og viðskipti flytja til Bretlands til að tengjast heiminum, en ekki ESB.

Enginn í Bretlandi hefur áhyggjur af neinu er varðar væntanleg endalok ESB, nema einu: að helvítis evra Evrópusambandsins hrynji ofan á City of London og umheiminn allan. Og sú hætta vex dag frá degi.
 
Bretland er ennþá Stórt og við erum því ennþá þakklát. 
 
Tengt:
 
 
Fyrri færsla:
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Gunnar.

Þetta er ekkert nema satt hjá þér. Þetta bull og þessi þvættingur sem rennur upp úr ESB blindrafélaginu um að Bretland hafi og sé að einangrast út af þessari afstöðu að beita sér gegn yfirgangi Merkozy kerlinganna er enn eitt dæmi um vanmat og veruleikafirringu þessa fólks þar sem blindur leiðir haltan og staulast er áfram grýttan veginn meira af vilja en mætti.

Bretar eiga sér endalausa möguleika án ESB í viðskiptum. Þeir geta eflt samveldið, hafa stuðning og enn frekari viðskiptamöguleika við sín vinalalönd s.s. Ástralíu, Kanada, Nýja Sjáland ofl. Síða efla viðskipti við Indland, S-Afríku ofl. ofl. Allt eru þetta lönd sem Bretar hafa mjög sterk tengsl við og áhrif.

Síðan er það stóra málið sem er USA. Þar eru Bretar sterkari en allt þetta ESB batterí samanlagt vegna sögulegra tengsla. Það á eftir að sannast ef þessir Brussel sleðar reyna að fara í aðgerðir gegn Bretum. Þá verður gamla sámi frænda að mæta, sem þarf bara að hósta á bissidúkkurnar í Brussel til að ná fram uppgjöf.

Ekki er ólíklegt ef Cameron lendir í frekari vandræðum með kratastóðið í frjálslindum og verkamannaflokknum að hann boði til kosninga strax. Hann mun bursta þær kosningar, enda er álíka að veifa ESB framan í Breska kjósendur og rauðri dulu fyrir naut.  

Rekkinn (IP-tala skráð) 13.12.2011 kl. 01:08

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Nigel Farage bendir hér

http://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=vXsk0jroOog#!

á að UK er þáttakandi í EES og að það geti hæglega stigið út úr ESB og væru samt innan EES.

Hann er því þeirrar skoðunar að það sé ENGIN HÆTTA á ferðum við það að hætta í þessum klúbb. Ég mæli með að fólk skoði þennan 2 mínútna stubb

Haraldur Baldursson, 13.12.2011 kl. 05:53

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Breta eru eyja eins og við. Þeir meta það með því að vera ekki í Schengen. En við?

Halldór Jónsson, 13.12.2011 kl. 07:43

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Sannir Bretar segjast ekki tilheyra Evrópu og sjálfsagt vilja það ekki frekar en við. Ég hef aldrei skilið það að fólk segi að Ísland sé á Evrópuflekanum Það er heilt hafdýpi á milli okkar og sprungan í gegn um landið er þversprunga af Atlantshafsálnum. Hvar eru þessir vísindamenn eru þeir pólitískir.? Ég ætla að hlusta á Nigel en hann öfugt við Össur gerir mig glaðan. :-)

Valdimar Samúelsson, 13.12.2011 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband