Leita í fréttum mbl.is

Húsnæðislán í Danmörku skorin niður. Þýskt mark aftur?

Skoðanakönnun - Vilt þú fá þýska markið aftur

Þýskaland 

Skoðanakönnun þýska Financial Times: Vilt þú fá þýska markið aftur sem gjaldmiðil? Já svara 55 prósent. Nei svara 33 prósent. Þeim sem er sama eða taka ekki afstöðu eru 12 prósent. 10.828 höfðu svarað. Könnunin hófst 25. eða 26. október 2011: krækja 

Bensíngufan frá maraþon-neyðarfundi evruríkja í Brussel aðfararsólarhring fimmtudagsmorguns í síðustu viku, er gufuð upp og markaðir Evrópu snarfalla nú frá morgunstundinni, eftir að markaðir Asíu héldust neikvæðir í alla nótt. Vísitalan yfir U.S. equity futures fyrir viðskipti nú á mánudag lýsir rautt. Þetta bendir til þess að hrifning markaða vegna samkomulagsins á fimmtudag sé ekki lengur þar sem hún sást síðast á föstudag. Það skyldi engum koma á óvart

Noregur

Andstaðan við ESB aðild eykst í Noregi því nú segjast 72 af hverjum 100 Norðmönnum vera andvígir aðild Noregs að Evrópusambadninu. Aðeins 12 af hverjum 100 Norðmönnum eru hlynntir aðild, skrifar danska dagblaðið Børsen í dag    

Erfiðara að fá lán í Danmörku 

Í Danmörku hafa húsnæðislán verið skorin niður miðað við heimilistekjur þeirra sem sækja um lán og kröfur til lántakenda hertar. Fyrir fimm árum var hægt að fá húsnæðislán sem svaraði til fjórum sinnum heimilistekna umsækjenda á ári og oft án þess að eiga handbært fé. Sjaldan var beðið um miklar upplýsingar um fjárhag umsækjenda.

Í dag er þetta lánshlutfall komið niður í 2,5 til 3 sinnum heimilisárstekjur umsækenda. Eigin sparnaður þarf að nema 5-10 prósent af kaupverði og lánastofnanir vilja fá að vita allt um fjárhag og aðra hagi umsækenda ásamt lífrænu rekstraröryggi lántakanda; hefur þú sjúkratryggingu hjá vinnuveitanda? Áttu ellilifeyrissparnað? Hefur þú keypt þér atvinnuleysisbótatryggingu? og svo framveigs. Skoðað er undir allar kommóður heimilisins; krækja

Talið er að um 40 prósent húsnæðiseigenda undir 35 ára aldri í Danmörku skuldi meiri peninga í fasteign sinni en hægt er að selja hana fyrir

Tvisvar hrun 

Á síðustu 25 árum hefur fasteignamarkaður í Danmörku hrunið tvisvar sinnum. Í fyrra skiptið frá 1987 til 1994 vegna innleiðingar fastgengis og niðurskurðar á greiðslu- og fjárlagahalla til þess að halda mætti Danmörku á sporbraut umhverfis kjarna ESB. Þá fóru  nauðungaruppboð upp í 1700 uppboð á mánuði. Það fólk sem þá missti húsnæði sitt á nauðungaruppboðum þar sem ekki fékkst inn fyrir öllum skuldum, mátti oft halda áfram að greiða af lánum mörg næstu árin, þó svo að húsnæði þeirra væri fyrir löngu farið.

Seinna skiptið á þessum síðustu 25 árum er svo þessi núverandi kreppa, sem hófst á dönskum fasteignamarkaði fyrir fjórum til fimm árum. Um þessar mundir eru haldin um 450 nauðungaruppboð á fasteignum í hverjum mánuði í Danmörku.

Um það bil 830 þúsund Danir á vinnualdri eru að fullu leyti á framfrælslu hins opinbera. Hægt er að segja að atvinnuleysi í Danmörku hafi í raun aldrei farið undir 10 prósent síðan 1979. Það er það fyrsta sem nemendur á fyrsta ári í þjóðhagfræði læra þar í landi, þó svo að þokukenndar tölur hins opinbera segi stundum annað

Landsfundur 

Landsfundur dönsku þjóðarhreyfingarinnar gegn ESB aðild Danmerkur (Folkebevægelsen mod EU) var haldinn um helgina. Ítrekað var að til væri heimur fyrir utan múra ESB og var andstaðan við evruaðild Danmerkur undirstrikuð enn fastar. Rifjuð voru upp nokkur rök danskra evrusinna úr síðustu herferð þeirra fyrir upptöku evru árið 2000. Þar sögðu þeir að miklu betra væri að vera um borð í stóru skipi þegar veður versna, heldur en að vera einn á litlum báti. Þá var þess ekki getið að stóra skipið hét allan tímann ESB Titanic; krækja

Í Danmörku eru þrír af hverjum fjórum kjósendum á framfærslu hins opinbera; að fullu leyti, að hluta til, eða eru opinberir starfsmenn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Danmörk er með minnkans heildarsölutekjur eins of Vesturlönd að meðaltali, það þrengir að ekki vsk. geirum þar sem þeirra tekjur eru hlutfall af heildarsölu tekjum. Hagræðing í vsk. geirum kemur mismunandi vel út í ríkjum EU. Tekjur <=> kostnaður + ekki vsk. geira kostnaður. Verðbólga jafnast út báðum megin.   Fasteingaskatta vextir ruku ekki bara upp í Danmörku með tilskipun 1994. Bjartsýnis áróður Kommission Brussel fram að Lissbon getur haft áhrif. Hinvegar er þetta spurningu valdajafnvægi í heiminum og EU trónir efst í aunablikinum ennþá.  GDP(PPP) er eina sem gömul nýlenduveldi spá í, hvar í virðingar stiganum þau eru. Eftir kjarnorku skiptir mannafli mun minna máli.   Heildar öruggar innri sölutekjur eru lykill að eigin stöðuleikatilvist.  Ríkjum erlendis er stjórnað af baklandi sem þarf ekki að vinna launaða vinnu.  Þessi aðilar hugsa hlutina á langtímaforsendum og stórum aðaltriðum eingöngu og velta sér ekki upp úr smá atriðum augnbliksins.  Í Danmörku er stéttarfélaglegir sjóðir sem hafa efni á að verðtryggja og lána sínum félagsmönnum án raunvaxtakröfu miðað við 30 ár. Lífeyrisjóðr Danskra lækna er til fyrirmyndar tryggir kaupmátt. Ríki sem banna Litlu Gulu hænuna fylla allt upp að erlendu ódýru vinnuafli, og framreiðslu af erlendu ódýru vinnafli, þetta lækkar árs raunvirði heildarsölutekna þeirra  er allgorískur trjóhestur sem étur þeir velmegun upp að innan.  Bæði Grikkland og Róm lögðust í leti og ofmetnuðst af eigin gáfum og ágætum. Rússar losuðu sig við tap framtíðar. Fátækur fólksfjöldi hefur enga merkingu í nútíma hernaði.

Ekkert ríki getur skilað rauntekjum umfram GDP(PPP) tekjur á hverju ári. Þessar tekjur skipta á milli vsk. geira og hinna.  Hinsvegar tæknlega geta bara vsk. geirar stækkað heildar GDP(PPP) á CPI stöðluðum eftirpurnar mælkvarða einstaklinga,  ekki eftirspurn þeirra 10 % sem liggja efst eða 10%  neðst í tekju skiptingunni.

Þessi vegna eru ríki með hlutfallslega veltu minnsta ekki í vsk. geirum í betri málum.  Ekki vsk. geirar er mismunandi nauðsynlegir.  Samanber sjúkdómsgreiningu og íslenska stjórmála, fjármála  eða hagfræði eða fátækragreingu.

Á Vesturlöndum lækka verð á CIP mörkuðum eftirspurn vex á mörkuð hinna 10% fyrir neðan, eftirspurn minnkar á mörkuðum 10% fyrir ofan þótt verð haldist óbreytt.

Júlíus Björnsson, 31.10.2011 kl. 08:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband