Leita í fréttum mbl.is

Komatsu fær ekki lengur greidda reikninga frá kínverska ríkinu á fjöllum

Umdekur fjölda manna við illa fengið kínakapítal kommúnista minnir mig á umgang margra manna við íslenska útrásarvíkinga, - í þátíð. Skór voru sleiktir og munnvatni lekið á ólíklegustu stöðum. Jafnt innanlands sem utan. Ef maður leyfði sér að efast þá voru stimpilpúðar afdalamennsku dregnir glóandi fram. Alveg eins og gerst hefur í ESB-umræðunni hér á Íslandi. Afdalamaður, afturhaldsseggur, nýir tímar, þú eftir_á_maður sem ekki er viðbjargandi og svo framvegis. Snillingar.

Gott væri nú ef hægt væri að flýja með eitthvað af illa fengum — eða þaulskipulögðum —kommúnista peningum almennings í Kína til peningaþvottastöðva á Ítalíu, Ungverjalandi, eða Kalmar, og það á grímsfjallahraða (heimildarmynd). Snillingar.
 
Reuters has reported that Bank of China, a dealer in China's foreign exchange market, has stopped doing foreign exchange forwards and swaps with several European banks. Separately, sources say the European banks involved are Societe General, Credit Agricole, and BNP Paribas, the three banks being frozen out of the US money markets. 
 
Kínverskir bankar hafa dregið til sín fálmarana undanfarið og hætt að miklu leyti að eiga viðskipti við evrópska stórbanka. Gjaldeyrisskiptalínum er lokað og hurðinni skellt í kassann. Og auðvitað ekki vegna neins annars en þess að Kínverjar eiga enga peninga. Skuldavandi kínverska ríkisins er afar athyglisvert mál. Snillingar.
 
 
 
Krækja, Credit-Writedowns; Chinese shunning trade with French banks
 
Af fjallaferðum Kínverja
 
Kalmar
 
 
 
Ungverjaland og Ítalía
 
 
 
Fyrri færsla
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Gíslason

Hvað er hæft í þessu Kínverska bókhaldi? Er tölunum hagrætt? Ég er alltaf meir og meir farinn að vera með efasemdir varðandi Kínverskt bókhald sem kemur frá yfirvöldunum sjálfum.

Ómar Gíslason, 21.9.2011 kl. 11:30

2 identicon

Ég heyrði ekki betur en einn af toppunum í SA kæmi í fréttir til að blása af vandlætingu yfir því, að Huang Nebo fengi ekki á augabragði á kaupa Grímsstaði. En takmarkanir á erlendri fjárfestingu eru varla ideologisk barátta eða tilræði við kapítalismann, því að þær þykja gjaldgengar í sjálfu föðurlandi hans: samanber til dæmis atkvæðagreiðslu í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í marz 2006, þegar samþykkt var með 348 atkvæðum gegn 71 að banna DP World í vinaríkinu Dubai að kaupa bandarísk hafnarmannvirki.

Sigurður (IP-tala skráð) 27.9.2011 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband