Leita í fréttum mbl.is

Gengið um Skálkaskjól: húsaskoðun.

Á göngu okkar um Skálkaskjól mættum við strax eyríki Bergmanns. Hæ Bergmann. Kva? Ert þú hér? Átt þú ekki að vera á stjórnlagaþingi? Hvað er að? Þögn. Hurðarskellur.  

Næst héldum við upp á Almannagjá Boulevard, sem er langstærsta og breiðasta gatan í Skálkaskjóli. Við gengum undir Sigurbogann sem þar stendur rétt handan við Skjaldborgir og skipamálningar verksmiðjur ríkisins, sem staðsettar eru norðan og neðan við slippinn en fyrir framan nýju Icesave braggaborgina. 

Það lagði svartan og mikinn reyk upp úr skorsteinum byggingar númer eitt við þessa götu. Margt frægt fólk býr þarna inni. Svo frægt að enginn hefði átti að vera heima á þessum tíma sólarhrings. Út um glugga komu fljúgandi fúkyrði og við heyrðum töluna þrjú prósent nefnda. Talað var um "skíthaldið". ESB var einnig nefnt um leið og sagt var að tölvustýriskráin, krónan og aðalrétturinn væru búin að eyðileggja "þetta allt". Sennilega illilega misheppnuð máltíð á borðum þarna. Fólkið hefur kannski verslað hráefnin í vitlausri búð og notað stafræna eldavél sem enginn kann á. En greinilega var líka um tölvuvandræði og stíflað klósett að ræða.

Svo fórum við heim og fengum okkur popp og kók.

Þegar heim var komið sáum við forseta Frakklands á skjánum. Þar var hann af mikilli alvöru að segja heiminum að hann og fröken Merkel frá Þýskalandi myndu aldrei láta "Evrópu sökkva" með því að "sleppa evrunni". Mér leist ekki á þetta. Ef það er bara einn peningur sem heldur Evrópu uppi við bryggjuna þá gætum við farið að sjá það sama og gerðist með Titanic. Ef ég væri um borð í Evrópu núna, myndi ég flýta mér í land.
 
Var annars ekki sagt að evran átti að bjarga Evrópu? Hún kom árið 1999. Það er 2011 núna. Bara svo menn viti það.
 
Fyrri færsla

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Mín reynsla af stjórnmálamönnum er sú að því sem þeir neita ákafast er það sem verður. Manstu ekki eftir okkar köllum í aðdraganda gengisfellinganna í gamla daga, þegar SÍS hamaðist við að leysa inn meðan aðrir gátu ekkert nema beðið skellsins ?

Hvað sem Sarkosy segir núna þá stendur hann á víkkandi sprungu.Hún getur gleypt hann fyrr en nokkurn varir.

Halldór Jónsson, 28.1.2011 kl. 23:03

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Halldór. Jamm

Hér er mynd úr nýjustu "UBS investor survey" - þú veist svissneski stórbankinn.

"Hvaða líkur telur þú á ríkisgjaldþroti eftirfarandi landa á innan við næstu þriggja ára? Svörin eru flokkuð eftir því hvaðan þau komu:

(EMEA = Evrópa/Mið-Austurlönd/Afríka)

(AMERKICAS = Norður- Suður- og Mið-Ameríka)

=============== 

UBS investor survey janúar 2011

Gunnar Rögnvaldsson, 28.1.2011 kl. 23:27

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hægri helmingur myndarinnar 

hægri helmingur

Gunnar Rögnvaldsson, 28.1.2011 kl. 23:29

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

.

Gunnar Rögnvaldsson, 28.1.2011 kl. 23:35

5 Smámynd: Elle_

Er ICESAVE braggabær ekki svona AGS býli fyrir landsmenn eftir að ríkissjóður gat ekki lengur borgað af lygaskuldinni og öll hús og allar ríkiseigur landsins voru yfirteknar? 

Elle_, 29.1.2011 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband