Leita í fréttum mbl.is

Pólitískar ofsóknir góða fólksins og drepsóttir kommúnismans

Á sama tíma og pólitísku ofsóknirnar á hendur Donald J. Trump fyrir að vera Trump og tala eins og Trump náðu hámarki, eru af sama "góða fólki" engar spurningar settar við það, að erfiðara er að fá réttar og gagnlegar upplýsingar um krónískar útflutningsdrepsóttir Kína, en það var að fá réttar upplýsingar um bráðdrepandi hungursneyðar hins sama alblóðuga kommúnisma í Sovétríkjunum og hjálendum þeirra á sínum tíma

Enginn þorði að setja fingur á Kína, nema Donald J. Trump. En nú eru allir menn með heila sammála honum þar - og í Miðausturlöndum líka þar sem Vesturbakkinn og sendiráð í Jerúsalem reyndust á engan hátt mikilvæg atriði fyrir friðsamlegri sambúð þjóðanna þar. Sleggja í óhlutfallslegri stærð bíður Írans haldi það sér ekki á mottunni, og það veit Íran núna. Hið sama gildir um Evrópu sem –áður en Trump kom, sá og sagði– heimtaði að Bandaríkin hefðu meiri og dýpri frumskyldum að gegna þar, en Evrópa hefði gagnvart sjálfri sér. Þar reif hann í eyru manna, öskraði þetta er bullshit í þau, og allir eru sammála um að þess var fyllilega þörf

Það kostar mikið að vera hugrakkur eins og Trump. Þess vegna eru svo fáir sem eru það. Borgaralegt hugleysi er því næstum allsráðandi. Huglaust fólk ofsækir þá hugrökku fyrir það eitt að vera hugrakkir

Lögmálið um hugleysi er þannig að fólk sem er huglaust þolir ekki fólk sem er hugrakkt, því að hugrakkir menn fá hugleysi þess sjálfs til að skera sig úr í augum þess sjálfs, og annarra. Þannig fólk virðist enn fremur hafa tilhneigingu til að verða auðveldara háð andúð og jafnvel hatri á hugrökkum mönnum en það verður háð eiturlyfjum

Það mun aldrei renna af þannig fólki varðandi Donald J. Trump, ekki frekar en það rann aldrei af mönnum hér heima varðandi Davíð Oddsson. Þeir menn eru fullir og tapaðir enn

Fyrri færsla

Á meðan ESB leysist upp, styrkist stjórnarfar Engilsaxa [u]


mbl.is Læknirinn sem varaði við kórónuveirunni er látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. febrúar 2020

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband