Leita í fréttum mbl.is

Drepsóttin: "Evrópusambandið að gera ófyrirgefanleg mistök" [u]

ATHUGIÐ

Kórónaveirusmit á Ítalíu vaxa nú á veldishraða (exponential increase). Um 650 ný smit á síðustu 24 tímum

Þýskaland tilkynnti um 21 nýtt tilfelli í gærkvöldi og þau eru talin stafa frá útiskemmtun í Þýskalandi (carnival)

Miðstöð sjúkdómavarna í Stokkhólmi segir að allt Evrópusambandið verði eins og Ítalía er á leiðinni með að verða, sé ekkert að gert

Wolfgang Munchau á eurointelligence.com fordæmir kæruleysi og hugleysi Evrópusambandsins og er í dag með yfirskriftina:

"The EUs sheer complacency is unbelievable

The biggest threat to the future of the EU is not Donald Trump or a geopolitically ambitious China, but complacency. We saw that during the eurozone crisis, which only ended when the ECB intervened. We are seeing the same now in the discussion on border closures in the Schengen area. The EU has an instrument available to stem the spread of a disease and to save lives, but has decided not to use it."

Hann segir að Evrópusambandið sé að gera ein stærstu og ófyrirgefanlegu mistök sem hægt er að gera; að fórna mannslífum fyrir sjálft sig

Hann segir að það VERÐI AÐ LOKA LANDAMÆRUM ESB-LANDA. Það kostar, já, segir hann, en það mun kosta enn meira að gera það ekki, fyrr en of seint, og sem sambandið neyðist hvort sem er til að gera, og þá verður það margfalt dýrara fyrir alla. WM var ritstjóri þýsku útgáfu Financial Times og er mikill, en iðulega raunsær, forfrömuður ESB-málefna

"There will come a point, for sure, when it will no longer help to close the borders. But the one lesson we learned from China is that lockdown measures were effective even at the time when the disease was getting out of control in Wuhan. We are at a similar stage in Italy now. So, why do the Italian borders remain open?"

Hann segir að Stóra-Bretland muni ekki bregðast þjóð sinni eins og ESB er að bregðast þjóðum sambandsins. Í Bretlandi séu tröllslegar lokanir (e. draconian lockdowns) þegar komnar á dagskrá. Verið sé að skipuleggja lokun skóla næstu tvo mánuði. Samkomur manna og íþróttaviðburðir verði bannaðar. Vitað er að fyrirtæki í Lundúnum fyrirskipa starfsmönnum að vinna heiman frá

"Inaction is not only the result of the in-built complacency that characterises the modern-day EU, but also a consequences of the political and economic weakness of governments."

Þegar stjórnvöld bregðast þjóðum sínum þá verður hver borgari sjálfum sér og fjölskyldu sinni næstur. Bregðist íslensk stjórnvöld Íslensku þjóðinni á sama hátt og ESB er enn og aftur að bregðast núna, mun það hafa í för með sér uppgjör, réttarhöld, sorg og tap fyrir þjóðina og landið okkar. Þið voruð kjörin til að tryggja líf, limi og eigur þjóðarinnar. Þetta eru einu frumskyldur hverrar einustu þjóðkjörnu ríkisstjórnar, þær einu sem að fullu geta réttlætt sjálfa tilvist hennar og fjármögnun. Nota verður allar þær varnir sem hægt er að nota og þær einföldustu, víðtækustu og áhrifamestu fyrst

Hvers vegna er almennt farþegaflug til Íslands enn opið, eins og að um sumarfrístíma sé að ræða? Hvers vegna er ekki lokað á almennt farþegaflug til landsins strax og viðeigandi ráðstafanir gerðar til að koma þeim sem enn eru staddir sem íslenskir ferðamenn erlendis, inn í landið á öruggan hátt gegnum sóttkví, mælingar og síðan einangrun ef með þarf. Og hvers vegna hefur ekki verið hugað að því sem Kyrrahafsfloti Bandaríkjanna fyrirskipaði í gær; að ekkert skip flotans megi koma til hafnar neins staðar án þess að hafa verið að minnsta kosti 14 daga úti á sjó fyrst. Veiran lifir 10 daga utan mannslíkamans, á vörum, varningi og pósti og það tekur menn allt að 14 daga að veikjast, eftir að þeir hafa smitast

Coronavirus Concerns Prompt PACFLEET to Impose 14-Day Gap Between Port Visits

Eins og dæmin sanna nú þegar, ræðst útkoman, fjöldi dauðsfalla og stærð áfalla af þeim ákvörðunum sem teknar eru á frumstigi málsins. Það var það sem Kínverjar gerðu ekki fyrr en of seint. Þeir tóku engar ákvarðanir í byrjun og reyndu að þagga málið niður, síðan vondar ákvarðanir, en svo betri ákvarðanir. Og það er það sem ESB-Evrópa er að endurtaka núna og að margfalda!, eins og ábyrgðarlausu Evrópusambandinu er von og vísa. Að endurtaka allt það versta sem var gert annarsstaðar

Uppfært föstudagur, 28. febrúar 2020 kl. 22:45

Bandaríkin settu rétt í þessu Ítalíu á rauða (LEVEL-3) listann yfir lönd sem enginn ætti að ferðast til án brýnnar ástæðu:

Krækja: CDC recommends that travelers avoid all nonessential travel to Italy.

Fyrri færsla

Læknir rekinn út af miðilsfundi


Bloggfærslur 28. febrúar 2020

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband