Leita í fréttum mbl.is

Verður kórónaveiran verri í Evrópu en í Kína?

Í Evrópu munu málin sennilega enda á sama hátt og kæruleysis-smitin yfir landamæri í fjármálageiranum 2009 gerðu það að verkum að sú krísa er varla búin enn. Aldrei að vanmeta kæruleysi og ábyrgðarleysi núlifandi valdastéttar, sérfræðinga og embættismanna Evrópu, sem eru mestu aumingjar mannkynssögunnar og sem ekkert annað hafa lagt af mörkum til sögunnar en að skríða um á því yfirborði jarðar sem forfeður okkar sköpuðu og byggðu upp. Þetta fer ekki vel. Enda skrifar Wolfgang Munchau á eurointelligence.com meðal annars eftirfarandi í dag:

"The complacency of policymakers reminds us of the early phase of the eurozone crisis. That was based on backward-looking economic analysis at the time, and a lack of understanding how a financial crisis can spread across borders. We are seeing the same complacency at work again. We reported yesterday about an assertion by the ECB’s chief economist, Philip Lane, who relied on the spread of Sars in 2003 for his analysis. You should not use mathematical projections on historic data that related to other viruses. The coronavirus is not Sars. [..]

[..] Nobody is in a position to predict the scale of the outbreak in Europe. What we can say, given the generalised state of complacency in the EU, is that the situation is unlikely to come under control any time soon."

Í Evrópu verður þetta sennilega enn verra en í Kína. Enn verra. Allt bendir til þess þegar hlustað er á stjórnmálamen og embættismenn núna, sem neita að lyfta svo mikið sem litla fingri þjóð sinni til varnar. Þeir vita ekki einu sinni enn hvernig sjúkdómurinn breiðist út. Ítalski veirufræðingurinn Ilaria Capua sagði í morgun að tilgangslaust væri að reyna að halda áfram að finna sjúkling númer eitt, þar sem vírusinn hefði sennilega komið til Ítalíu um miðjan janúar og að menn viti ekki enn hver meðgöngutíminn sé í reynd. Ítalska elítan að koma með flugi frá Kína, giska ég á, og svo þeir Kínverjar sem auðgast hafa á því að kaupa upp lítil ítölsk fjölskyldu- og merkjavörufyrirtæki og flytja framleiðslu þeirra til Kína, en halda tómri Potemkim framhlið þeirra opinni á Ítalíu og búa þar, til að þykjast

Sagt er að þessi kínverska veira geti lifað í 10 daga utan mannslíkamans, á til dæmis hörðum flötum eins og málmi og gleri. Mér sýnist að lítið sé enn með öryggi vitað um fyrirbærið, og að enn minna sé gert til að varast það. Áhættutaka, afneitun og kæruleysi virðast ráða för

Það eina sem hægt er að gera strax og kostar minnst eru tröllslegar lokanir á öllu sem stöðvað getur ferðir fólks. Enda segir WHO að tröllslegar lokanir í Kína hafi skipt mestu máli. En þeir reyndu að þagga þetta niður eins og nú er verið að gera í Evrópu

Og ekki nóg með það þá eru litlar eða engar birgðir til í stórborgum Evrópu af þeim lyfjum sem lindrað/linað geta veikindin (anti-malaríu og anti-vírus lyf). Borgarstjórar hafa reynt að halda því fram, en orðið að bakka með þá staðhæfingu, þegar málið var skoðað

Á fundi í ECB-seðlabankanum í gær voru menn mættir til þykjustuleiks með reiknilíkön sem byggja á SARS. Þessi vírus er ekki SARS. Kæruleysið og aumingjaskapurinn ríður nú um alla Evrópu og er við það að lenda hér hjá okkur

Ef ég væri íslenskur ráðherra í dag, þá myndi ég loka landinu algerlega strax (immed!). Banna allt flug til landsins og heimta að engin skip né póstur fengju að leggja að landi nema að hafa verið minnst 12-15 daga á leiðinni hingað. Þeir sem vilja fljúga frá landinu mættu það, en myndu ekki fá að koma til landsins aftur, fyrr en að þessu er lokið. Allir sem hér búa en eru erlendis núna, fengju að koma heim með því skilyrði að þeir væru settir í einangrunarbúðir sem ég myndi skaffa með því að hertaka allt íbúðarhúsnæði á Miðnesheiði, þar sem herstöð Bandaríkjamanna var. Þar yrðu þeir að vera í minnst tvær vikur áður en þeim yrði hleypt inn í þjóðfélagið á ný

Með þessum aðgerðum værum við að verja þjóðina sjálfa og hagkerfi hennar. Ferðaþjónustan er nú þegar steindauð vegna veirunnar erlendis og greinin myndi sennilega hafa það mun betra við að geta tekið á móti Íslendingum í landinu okkar, sem þá hefðu enn ferðafrelsi, takist okkur vel upp með landslokun. Fólk kæmist almennt frekar til vinnu sinnar og hjól atvinnulífsins þyrftu ekki að haltra eða jafnvel stöðvast. Það gera þau, ef grípa þarf til aðgerða of seint. Við höfum engu að tapa. Við getum þetta miklu betur en aðrir, þökk sé legu landsins, séu réttu ákvarðanirnar teknar á meðan enn er hægt að taka þær. Annars verður okkur ýtt út í mörgum sinnum erfiðari, dýrari og að því er virðist óhjákvæmilega stöðu síðar. Alltaf er hægt að fella flugbann úr gildi sé það óhætt

Eins og dæmin sanna nú þegar, ræðst útkoman, fjöldi dauðsfalla og stærð áfalla af þeim ákvörðunum sem teknar eru á frumstigi málsins. Það var það sem Kínverjar gerðu ekki. Þeir tóku engar ákvarðanir í byrjun og síðan vondar ákvarðanir. Og það er það sem ESB-Evrópa er að endurtaka núna

Við vitum hvað er mögulegt. Best er að snúa sér að því sem er mögulegt og láta það koma þjóðinni til góða. Enginn ferst hér þó svo að hann komist ekki til útlanda í hálft ár. Aukin viðvera landans myndi bæta ferðaþjónustunni upp tapið á núll komma fimm, þ.e. sé hægt að varðveita ferðafrelsi Íslendinga innanlands. Útflutningur/innflutningur gæti haldið áfram og ljósleiðari fær nýja merkingu, þ.e. þá sem hann á skilið

Ef til er þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland þá myndi ég virkja hana. Þjóðaröryggisstefnur byggjast alltaf á því versta sem getur gerst, því annars eru þær þjóðaróöryggisstefnur. Þetta kostar okkur minnst. Dýrast er að gera ekkert

Þetta myndi ég gera strax í dag, þ.e. samstundis!

Fyrri færsla

Bretland mun ekki semja við Evrópusambandið


Bloggfærslur 26. febrúar 2020

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband