Leita í fréttum mbl.is

Nýtt Tyrkjaveldi sjósett

 MYND ÚR VERULEIKA

Army Soldiers Observe Crowds Near US Embassy in Iraq - US DoD dvidshub

Mynd; DoD DVIDSHUB birt 1. janúar 2020: Bandarískur hermaður gætir sendiráðsstarfsmanna Bandaríkjanna í Bagdad. Og nú vita leiðtogaráðsvinir Írans í Norður-Kóreu hvers þeir mega vænta að fá í hausinn eftir að Soleimani hershöfðingi og leiðtogi árásar Írans á einmitt þetta sendiráð og víðar fékk brottfararleyfi í gær; sem bandaríska varnarmálaráðuneytið útskýrir hér

TYRKJATAKA TVÖ

Sé einhverstaðar til þjóð sem þekkir flókna stöðu og lifir í flókinni stöðu, þá hljóta það að vera Tyrkir. Og nú skulum við taka okkur á og tala um það sem er að gerast í stað þess sem við viljum að gerist. Það sem hjálpar okkur einna mest í þannig greiningu er að við höfum hvergi áhrif og því engu að tapa. Við getum sagt það sem okkur sýnist, því við höfum ekkert embætti að missa. Það er kostur

Byrja: Tyrkland hefur ákveðið að senda stórt herlið inn í Líbýu, sem er 17 sinnum stærra land en Ísland. Líbýa liggur í Norður-Afríku, eða réttara sagt, í syðsta hluta fyrrum heimsvelda Evrópu. Mannfjöldi er tæplega sjö milljón manns. Líbýa á mikla olíu hér og nú, og án olíu verður ekkert nýtt Tyrkjaveldi byggt

Borgarastyrjöld geisar í Líbýu. Hún er númer tvö síðan 2011 og Rússar styðja þann hluta sem berst við hlutann sem Tyrkland slæst nú í lið með. Stutt framhjáhald Tyrkja með Rússlandi er því að enda, eins og búast mátti við. Bandalag Tyrkja og Bandaríkjanna undir fána NATO er því sennilega komið í endurreisnarferli, þökk sé meðal annars visku og þolinmæði Trumps

Tyrkland sjálft á ekki mikla olíu núna, heldur síðar. En það mun sennilega breytast núna, því þvert yfir sæ austurhluta Miðjarðarhafs hafa Tyrkland og Líbýa lagt saman efnahagslegar lögsögur sínar, þannig að úr verði ein lögsaga, þar sem þær mætast. Þetta belti þvert yfir Austur-Miðjarðarhaf kemur við margt annað á leiðinni og mun því valda miklum deilum. Talið er að Líbýa eigi stærsta olíuforða Afríkuríkja og þann tíunda stærsta í heimi. Bandalög hafa því nú þegar myndast við þessa þróun mála: a) bandalag Tyrkja og GNA-hluta Líbýu – og hins vegar b) bandalag Grikkja, Ísraelsmanna, Egypta, Kýpur og LNA-hluta Líbýu, sem Rússar styðja. Stuðning Tyrkja við GNA-hluta Líbýu ber að skoða í ljósi olíuforðans sem getur aðstoðað Tyrkland við að skáka Sádi-Arabíu, Egyptum og Rússum

Nýtt Tyrkjaveldi mun vaxa svona:

• Það mun beina vaxandi völdum þess í norðvestur, upp Balkanskaga

• Það mun beina vaxandi völdum beint norður og upp Svartahaf

• Það mun beina vaxandi völdum í norðaustur, inn í Lág,- og Há-Kákasus

• Það mun beina vaxandi völdum inn í allan hinn arabíska heim

• Það mun beita völdum sínum á Miðjarðarhafi

• Og það mun líklega finna einhverja pólitíska fótfestu í einhverju norðurstrandarríki þar

Hvar Frakkland mun koma þarna inn er óvíst enn. En Frakkland er eina landið á meginlandi Evrópu sem er bæði Norður-Atlantshafs,- og Miðjarðarhafsland í einu og sama ríkinu. Sú sérstaða mótar stjórnmálin í París á allt annan hátt en þau mótast í Ný-Berlín og gervihnattalöndunum á sporbraut um hana. Frakkland er mun meira ClubMed-ríki (Miðjarðarhafsríki) en það vill láta uppi og viðurkenna, og það mun spila inn í samskiptum þess við ESBRÚSTIR og NATO. En þarna hafa Frakkar enn sem komið er ekki látið mikið uppi og vita sennilega ekki enn hvað þeir eiga að hugsa, því staða Tyrklands í heiminum hefur breyst svo hratt

Bretland á einnig mikilla hagsmuna að gæta við Miðjarðarhaf. Stóra-Bretland hefur ávallt annast og viðhaldið samskipum þess við meginland Evrópu með því að bora í það til að splitta því, og koma þannig í veg fyrir að veldi sem skákað gæti Stóra-Bretlandi næði að myndast; þ.e. að brjóta skipasmíðastöðvar þannig fyrirbæra í spón áður en þau gætu myndast og sett fley sín í sjó

Þarna sýna Bandaríkin skýrt hversu vel þau strategískt eru í sjó sett. Þarna munu þau sennilega halda áfram að gera það sem þau gera best í aðdraganda stórflugeldasýninga: þ.e. að aðhafast lítið sem ekkert, enda eiga þau meira en nóg af olíu og orku sjálf og gott betur en það. Þau munu því að líkindum einbeita sér við byggja sig upp að innan eftir úthýsingarrugl næstum alls á síðustu 30 árum, og að herða þannig stórstálið gamla svo að það sé einn risavaxinn rass sem sest á stöðuna á réttum tíma, smellir handjárnunum á og þvingar fram niðurstöðu og kemur nýju valdajafnvægi á – eins og síðast og þar síðast líka. Þetta er bæði meðvituð en þó mest ómeðvituð sjálfstýring í utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Þingheimur og sjálfur forseti þar er bæði meðvitaður en á sama tíma ómeðvitaður um þetta ósjálfráða taugakerfi sitt. Það er að langsamlega mestu leyti innaná-liggjandi, en ekki utanáliggjandi eins og það er í víti meginlands Evrópu, þar sem einn skór sem engum passar trampar á utanáliggjandi tugar hinna, við hvert einasta skref. Ópassandi skór ríkja sem eru svo útflutningaháð, að bara einn erlendur kúnni á borð við Bandaríkin er næstum nóg til að loka þeim niður

Hænufet í þessari þróun er hér með tekið. Hvert það leiðir Tyrkland er þó ekki vitað enn. Taka ber því þessum vangaveltum mínum sem vangaveltum aðeins. Þetta er það sem ég tel líklegt að geti gerst, og á lítið skylt við persónulegar óskir mínar

Heimurinn er ofboðslega stór og yfirþyrmandi flókinn. Hann er risavaxinn - og hann á lítið skylt við óskir útópískt-firrtra og umhverfðra kjána í ríkisstjórn Íslands þessi árin. Þar vaxa grænir bananar núna

Tengt

Hættulegt ár að byrja, frá og með nú

Fyrri færsla

Hlægilegar áramótatölur


Bloggfærslur 3. janúar 2020

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband