Leita í fréttum mbl.is

Gæti Brexit sært VC10-drottningu háloftanna fram á ný?

Vickers VC10

****

Hún var allt í senn. Falleg, harðskreið, hljóðlát fyrir farþegana, glæsileg og örugg. Breska Vickers VC10 farþegaþotan var hönnuð og byggð af Vickers-Armstrongs einkafyrirtækinu, og á þessi farþegaflugvél enn hraðametið yfir Atlantshafið. Aðeins Concorde flaug harðar. Boeing 707 var enn að bagsa á flugbrautinni þegar VC10 var komin í þúsund feta hæð, legðu þær af stað samtímis. Svo stutta flugbraut þurfti hún miðað við 707. Vélin var hönnuð fyrir flugleiðir breska samveldisins, að beiðni BOAC, sem síðar varð British Airways. Hönnuð til flugtaks og lendingar á lélegum flugvöllum í miklum lofthita og mikilli hæð yfir sjávarmáli og krafðist ekki háþrýstings í hjólbörðum. Og þar sem fjórir Rolls Royce Conway hreyflar hennar sátu á stélinu, var hún afar hljóðlát og það líkaði farþegunum sérlega vel. Og nóg var plássið um borð bæði fyrir þá og flugþjónana

BOAC snérist síðan gegn VC10-afkvæmi sínu og öfugsnúnir breskir pólitíkusar tóku þetta verkfræðilega afrek Breta af lífi, með alkunnri skammsýni smákaupmannsins. Þjóðnýtingaráráttan frá stríðslokum tók smám saman stóran hluta breska flugvéla- og bílaiðnaðarins af lífi. Og eins og allir sannir þjóðaríhaldsmenn vita þá vantaði því miður vissa kafla í hana Margréti barónessu Thatcher –og lávarð hennar Tebbit– eins og nýlega látinn Sir Roger Scruton heimspekingur og þjóðaríhaldsmaður sagði í afar áhugaverðu 2017-viðtali við Peter Robinson hér. Margrét var góð, en ekki gallalaus, eins og við öll auðvitað erum fædd. VC10 var samt uppáhalds flugvélin hennar

Flugtak

Í hlutverki eldsneytisgjafa fyrir orrustuþotur Konunglega breska flughersins. Síðasta flug þessara glæsilegu flugvéla var flogið í september 2013. Þá höfðu þær þjónað breska flughernum í 51 ár. Og sem eldsneytisvélar gátu þær einnig tæmt sig yfir í hvor aðrar, þannig að til dæmis þrjár slíkar þyrftu ekki að hanga með slatta í sér í loftinu yfir Miðausturlöndum, heldur gátu tvær snúið til bækistöðva, fyllt sig og mætt fullhlaðnar af eldsneyti til leiks á ný

****

Í dag eru flughafnir með fullvissu orðnar ömurlegustu og leiðinlegustu staðir jarðar. En enn verra er þó að vera um borð í síldartunnu-strætisvögnunum sem fara næstum fetið um háloftin í dag. Það liggur við að SRT-8 bílferð mín í flughálku í dag hafi verið ánægjulegri en þær sem hefjast og enda á alþjóðlegum flugvöllum þessi árin

Hér má sjá kynningarmynd BOAC um VC10 frá 1964: hluti-1 og hluti-2

Fyrri færsla

Lóðabraskarar jósku Samfylkingar-heiðanna auglýsa


Bloggfærslur 19. janúar 2020

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband