Leita í fréttum mbl.is

Farsinn um "Úkraínu-samtalið" [u]

Passandi er að hlusta á Don Edwards á meðan restin af Demókrataflokknum sprengir sig enn dýpra austur í villta vinstrið - á meðan Trump ríður vestur og inn í sólina, þar sem hver nýr dagur er vestur af gærdeginum

Þegar samtal Donalds Trump við Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu er skoðað á nú fimm útgefnum blaðsíðum, þá jaðrar það við eitthvað enn alvarlegra en geðbilun að segja að bandaríski forsetinn hafi verið að sækja sér liðsafla frá útlöndum til að klekkja á pólitískum andstæðingum heima fyrir, eins og Sjálfstæðisflokkurinn sótti sér vernd erlends yfirríkis sem er enn spilltara en Úkraína til að berja fullveldið í orkumálum úr höndum íslensku þjóðarinnar. Samtalið sem átti sér stað í júlí –fyrir mörgum vikum síðan– gekk svona fyrir sig;

Forsetinn hringir og samtalið snýst um að óska forseta Úkraínu til hamingju með sigurinn í úkraínska þinginu. Síðan kemur þessi venjulega rulla sem verður að viðhafa til að minna viðtakanda aðstoðar á að hann er viðtakandi aðstoðar, og í þessu tilfelli aðstoðar á mjög marga vegu. Trump kvartar einnig yfir því að "Evrópa" leggi ekki sitt að mörkum í málefnum Úkraínu. Hvergi er svo mikið sem ýjað að því að Bandaríkin dragi aðstoð sína til baka. Síðan biður hann Zelensky um þann "greiða" að Úkraína skoði íhlutun í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 2016. "Ég myndi vilja að þú finnir út úr hvað gerðist með þetta Úkraínumál þar sem þeir segja að Crowdstrike"... segir hann, og á þar við fyrirtækið sem rannsakaði tölvuinnbrot inn í landsstjórn Demókrataflokksins. Trump gefur þar næst lítið fyrir sérstaka saksóknarann Mueller, og ætti það ekki að koma neinum á óvart, og segir "þeir segja að mikið af þessu hafi byrjað með Úkraínu". Trump er greinilega enn sár yfir því að lið Hillary Clintons, Obama og Demókrataflokksins hafi reynt að grafa upp óhróður um hann erlendis, en það er ekkert rangt við það að biðja pólitískt höfuð annars ríkis um að rannsaka íhlutun í kosningar sínar

Það er aðeins að loknum þessum kafla í samtalinu að forseti Úkraínu minnist á persónulegan lögfræðing Trumps, Rudy Giuliani, sem hvatt hefur Úkraínu til að rannsaka gjörðir Joe Biden og sonar hans Hunter í Úkraínu. Zelensky forseti segist vona mjög mikið að hinn fyrrverandi borgarstjóri New York (Giuliani) komi til Úkraínu. Hann lofar að allar rannsóknir verði opnar og heiðarlegar. Vert er að geta þess að Zelensky sigraði forsetakosningarnar út á loforð um að uppræta spillingu í landinu. Þá segir Trump, "gott vegna þess að ég hef heyrt að þú hafðir saksóknara sem var mjög góður en að það hafi verið lokað á hann og það er virkilega ósanngjarnt". Þar næst hrósar Trump Rudy Giuliani og bætir við.. "það er mikið talað um son Biden, að Biden hafi (sem varaforseti) stöðvað rannsóknina" á spillingu í Úkraínu. Síðan segir Trump að hann hafi í hyggju að fá Giuliani og William Barr dómsmálaráðherra til að hringja í hann, og biður þar næst Zelensky um að vinna með þeim

Þetta er allt og sumt. Tilvísun í Biden-feðgana er vegna baráttu Zelensky við spillingu og alls ekki sem forsenda fyrir áframhaldandi aðstoð Bandaríkjanna við Úkraínu. Kannski var óheppilegt að minnast á Biden, en tóninn í samtalinu var gangkvæm ánægja (congenial). Þetta var lausleg þýðing á því sem leiðari Wall Street Journal sagði um útskriftina af samtalinu. Blaðið gefur málinu heitið "fizzle" eða veikburða kokhljóð - sennilega hrygla

****

Það er merkilegt að heyra forstöðumann bandaríska Demókrataflokksins á þingi setja út á að forsetinn Trump, sem nú hefur sætt rannsókn í meira en þrjú ár, nefni það við nýkjörinn þjóðarleiðtoga Úkraínu –sem vegna innri klofnings er útibú Rússlands, hvort sem landinu líkar það eða ekki– að hann sem kosinn var til að reyna að uppræta spillingu í Úkraínu sé þiggjandi mikilla peninga frá bandarískum skattgreiðendum. Það er sjúkt að setja út á það. Og það er enn merkilegra að heyra forstöðumann Demókrata á þingi setja út á að forsetinn Trump segi Zelensky líka að Demókratar hafi ásakað land hans um að hafa í samfloti með Rússum reynt að blanda sér í kjör hans í Bandaríkjunum, þar sem Obama og Demókratar reyndu með erlendri aðstoð að setja saman skítabombu úr óhróðri af erlendum uppruna til að berja á Trump. Og að forsetinn nefni því árið 2016, þar sem Demókratar voru við völd sem þeir notuðu meðal annars til að ná sér niðri á forsetaframbjóðandanum Trump, og einnig eftir að hann var kjörinn

Þetta þýðir að Demókratar hafa hent öllu frá sér sem hafði með "Rússa" og "Mueller rannsókn" að gera. Því er öllu hent í ruslið, enda var það rusl, því Nancy Pelosi leiðtogi Demókrata í fulltrúadeild þingsins tilkynnti þinginu áður en það sá hvað í samtalinu var, að það myndi hefja nýja rannsókn á Trump sem ógilda muni kjör hans og hann fjarlægður úr embætti. Þetta þýðir með öðrum orðum að Pelosi hyggst ganga frá Joe Biden sem framjóðanda dauðum og þar með Demókrataflokknum öllum, nú þegar hún gefur sjálfri sér og villta vinstrinu í honum lausan tauminn. Nú á allt, einu sinni enn, að velta á "nýrri rannsókn" og gott ef ekki á að troða Hillary Clinton inn í stað Biden. Hver veit hvað þessu geggjaða vinstraliði glóbalista með djúpríkið í vösunum dettur í hug næst

Pólitíska ólgan heldur áfram og magnast

Uppfært kl. 19:30

LISTINN

Listinn fer að verða ansi langur yfir það sem embættismenn (djúpríkið) hafa lagt á sig til árása á réttkjörinn forseta Bandaríkjanna í viðleitni þeirra til að bola honum frá völdum með lygum, óhróðri, svikum og valdníðslu. Þar má nefna:

Tuttugu og tvo mánuði af "rannsókn" Roberts Muellers sérstaks saksóknara sem kostaði bandaríska skattgreiðendur 22 milljónir dala á mánuði og sem út í gegn var þokukennt blaður um þokubakka, sem jafnvel saksóknarinn sjálfur vissi frá byrjun að var bakki fullur af þoku og þvaðri. Þjóðkjörinn Trump hafði ekkert aðhafst sem réttlætti þessa rannsókn. Ekkert. Enda kom ekkert út úr henni, nema ekkert

"Hvíslarinn" sem fékk New York Times til að birta "andspyrnubréfið" 2018, þar sem einhver ónafngreindur átti að vera haldinn "æðri tryggð" við réttlætið. Reyndist bull og þvaður

Skátadrengurinn Andy McCabe sem "bara neyddist" til að setja af stað bókstaflegt valdarán og njósnaherferð gagnvart þjóðkjörnum forsetanum í nafni "réttlætis". Þvaður

John Brennan (CIA), James Clapper (NSA) og Bruce Ohr (dómsmálaráðuneytinu) sem stigu fram sem handhafar "æðra réttlætis" með upplýsingar sem áttu að koma forsetanum frá völdum. Þvaður og tilraun til valdaráns

Starfsmenn Demókrataflokksins og embættismenn alríkisstjórnarinnar sem með aðstoð Fusion GPS fjármagnað var úr kosningasjóði Hillary Clinton sem láku alls kyns tulbúnum óhróðri um Trump með aðstoð New York Times, Washington Post og NPR og sem skýrð var "töfrakúlan" sem átti að taka út réttkjörinn forseta Bandaríkjanna sem þeir lýstu sem ófreskju. Þvaður

Svo kom aðförin að Brett Kavanaugh dómara sem Demókrataflokkurinn setti af stað og reyndist bara vera Moskvurétturinn frá Sovéttímanum og MeToo. Útgáfa tvö var meira að segja reynd í þar síðustu viku

Frægt fólk í kvikmyndabransanum sem afhjúpað hefur sig sem verstu óþokkar og fælt flesta saklausa aðdáendur sína svo frá að þeir geta ekki lengur hugsað sér að kaupa miða á bíósýningu með þeim. Hollywood er því hrunin og enginn nennir að horfa á Óskarsverðlaunaafhendingu lengur, miðað við áður

Svo eru allir þeir sem hafa verið reknir eða fluttir til í störfum vegna aðfarar þeirra að forsetanum eða sagt af sér, eða bíða þess að vera saksóttir og stungið inn:

James Comey forstjóri FBI
Andrew McCabe aðstoðarforstjóri FBI
Peter Strzok gagnnjósnadeild FBI
Lisa Page lögfræðingur FBI
James Rybicki starfsmannastjóri FBI
James Baker yfirlögfræðingur FBI
Mike Kortan aðstoðarupplýsingastjóri FBI
Josh Campbell sérstakur aðstoðarmaður James Comey
James Turgal aðstoðarframkvæmdastjóri BFI
Greg Bower forstjóri þingmálaskrifstofu FBI
Michael Steinbach aðstoðarframkvæmdastjóri í FBI
John Giacalone aðstoðarframkvæmdastjóri í FBI

Og nú síðast er það "Úkraínumálið" sem þegar er orðið farsi í höndum Adam Schiff formanns upplýsingaþjónustunefndar þingsins

Ekkert annað ríki veraldar en Bandaríkin væri starfhæft með svona aðfarir leikandi lausum hala innanborðs og í valdamiðju þess. Stjórnárskrá þeirra, gerð og uppbygging hennar sér fyrir því. Bandaríkin virka á öllum sviðum þó svo að stór hluti stjórnmálamanna, embættismanna og fjölmiðla virki ekki. Enda vissu stofnendur Bandaríkjanna vel frá slæmri reynslu sinni af Evrópu hversu rotin þessi fyrirbæri geta verið. Þeir byggðu því samkvæmt því, og lofuðu engu, nema því að allir hefðu jöfn tækifæri til að leita hamingjunnar

Fyrri færsla

Af hverju er pólitísk ólga?


Bloggfærslur 30. september 2019

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband