Leita í fréttum mbl.is

Segir fylgi Sjálfstæðisflokksins óásættanlegt [u]

Það eruð þið þingmenn flokksins sem eruð búnir að gera Sjálfstæðisflokkinn að óásættanlegum stjórnmálaflokki. Það er það eina sem er óásættanlegt. Þið þurfið öll, nema eitt, að fara frá ef flokkurinn á ekki að liðast í sundur undan ykkur

Þetta er hins vegar mjög svo ásættanlegt fyrir pólitíska andstæðinga flokksins. Enda var það sannarlega ætlun ykkar, að hafa okkur kjósendur flokksins að fíflum

Ef að ástandið eins og það er í þeim hópi stuðningsmanna flokksins sem ég þekki er svipað um allt land, þá hafið þið sannarlega uppskorið eins og þið hafið sáð. Þið sáðuð eitri. Eitur og fyrirlitningu munið þið því uppskera

Nú þegar þagnarbindindi ykkar er rofið eftir samsæri ykkar gegn okkur kjósendum flokksins –það eina sem virðist sameina krafta ykkar– þá eru þessi ummæli um ástand flokksins meðal kjósenda, eins og að hlusta á fullorðið fólk sem gengið er í andlegan barndóm. Þess utan er 180-gráðu-firrtur ættarformaðurinn nýbúinn að segja að fylgi flokksins skipti hann ekki máli. Hér má hlusta á 180-gráðu ræðu hans á Alþingi fyrir stuttu (sjúkt)

Uppfært kl. 12

Nú bíða flokksmenn og íslenska þjóðin spennt eftir því að þingmenn Sjálfstæðisflokksins og þar með svo kölluð "forysta flokksins" –takið eftir að hér geri ég ráð fyrir að hún sé enn sem komið er þjóðkjörin– birti og sýni þjóðinni loksins EES-hræðslugrýlukertin sem ollu því að fullveldi Íslands í raforkumálum var varpað fyrir róða og hent sem innágreiðslum inn í skápana í Brussel: þ.e. að EES-samningurinn hefði fallið saman væri hann notaður eins og til var ætlast

Við bíðum öll spennt eftir þessum sönnunargögnum. Það ætti að vera lítið mál fyrir "forystuna" að reiða þau opinberlega fram, þannig að þjóðin sjái við hvaða ofurefli forysta Sjálfstæðisflokksins svokallaða var að glíma. Nema kannski að þau bráðni vegna eðlislægs óþols þeirra gagnvart dagsljósi

Við bíðum spennt..

Fyrri færsla

Veðurfræðingar: nýtt framhald af seðlabönkum?


mbl.is Segir fylgi Sjálfstæðisflokksins óásættanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. september 2019

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband