Leita í fréttum mbl.is

Hvað ætti svo sem að ræða?

Kappræður um úrslit þjóðaratkvæðis; kanntu annan betri!

Málið snýst eingöngu um að ganga úr Evrópusambandinu. Það snýst ekki um neitt annað. Jeremy Hunt kaus á móti bresku þjóðinni og vill vera áfram í ESB þrátt fyrir vilja þjóðarinnar. Boris Johnson kaus með þjóðinni og vill að breska þjóðin ráði för. Hann vill ekki að önnur tyggjóklessa á borð við Theresu May, er liggur nú sem útflött grá sletta á gangstétt, ráði aðför ESB-elítunnar að bresku þjóðinni á ný. Breska þjóðin hefur talað og nú er að hlýða henni, ellegar hafa hryllilega verra af. Búið er að ræða málið. Það var gert 2016

Alveg sama þó svo að Boris hafi kannski og kannski ekki rifist við konuna sína eða skipað hundinum að hunskast burt af fartölvunni um helgina. Skiptir engu máli. Slíkt er einungis enn eitt ekki-mál fjölmiðla

Og hefði Boris klipið í fram/bakenda vinstrivanstilltrar nágrannakonu sinnar, þá hefði það ekki haft nein áhrif á hvítar fullveldissinnaðar breskar konur, sem kalla ekki allt ömmu sína. Ekki frekar búningsherbergissagan af Trump hafði áhrif á hvítar bandarískar konur, þeim megin Atlantsála. Meirihluti þeirra kaus samt Trump. Enda hefur metoo-ruglið þegar breyst í einskonar marxíska holdsveikishreyfingu um að öllum sé skylt að trúa konum, alveg sama hvað

Flestir fjölmiðlar vesturlanda eru ónýtir, en þeir reyna að breiða yfir það með því að klípa í heilabú lesenda (virkar betur en klofið)

Fyrri færsla

Já Páll. Rétt hjá þér: Löskuð ríkisstjórn


mbl.is „Ekki vera bleyða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. júní 2019

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband