Leita í fréttum mbl.is

Er Goldman Sachs í orkupökkunum hér eins og í Danmörku ?

"Ţađ hefur aldrei ţurft kjark

til ađ guggna og gefast upp"

- sagđi Davíđ Oddsson um Icesavemáliđ

****

ORKUPAKKAR Í DANMÖRKU

"Husholdningernes elpris (faste priser, uden afgifter) var i 1995 33% hřjere end industriens, men i 2008/2009 var forskellen vokset til 70%."

Orkupakkar 1+2 voru innanríkismál. En orkupakki-3 er hins vegar einnig milliríkjamál. Evrópusambandiđ vinnur alltaf svona. Fyrst kemur ţađ sem tundurspillir inn í ţjófélög til ađ sundra ţeim innan frá. Ţannig stefna getur einnig komiđ innan frá úr ţjóđríkinu međ ađstođ og fyrir tilstilli utan ađ komandi ESB-afla, eins og viđ erum sennilega ađ upplifa í dag. Tilgangurinn er ađ brjóta upp og útrýma ţví súrefni eđa jarđvegi sem aliđ getur af sér ţjóđríki borgara sem hafa međ sér sameiginlegan tilgang og markmiđ. Koma í veg fyrir ađ ţrifist geti ţjóđríki sem sjálf setja sér ţau lög sem ţau lifa í samrćmi viđ

Ţess vegna, ţ.e. vegna súrefnisskorts sem leiđir af uppgufun fullveldis, hefur verđiđ á rafmagni í Danmörku međ orkupökkum 1+2 til danskra heimila hćkkađ mikiđ (40%) og langsamlega mest. Áriđ 1995 var ţađ 33% hćrra en til iđnađarfyrirtćkja (á föstu verđlagi, ţ.e. verđbólga hreinsuđu út) og án gjalda og skatta. En eftir ađ ESB-orkupakkar 1+2 (einkavćđing innanlands) hafa spilađ sig út á markađnum ţar, og mjög illa fyrir hinn almenna borgara, ţá var stađan svona áriđ 2008/2009: Ţá hafđi rafmangsverđ hćkkađ mjög mikiđ en samt miklu meira fyrir dönsk heimili en iđnađinn, sem ţá ţurftu ađ borga 70% prósent hćrra verđ en iđnađarfyrirtćkin. Ţetta má lesa um í greiningu Ea Energianalyse fyrir dönsku orkustofnunina hér (PDF)

Í Danmörku er aldrei talađ um "orkupakka" í ţessu máli. Ţar er ađeins talađ um liberalisering eđa privtatisering á raforku (d. liberalisering/privatisering af elmarkedet). Sem sagt: einkavćđing. Og strax ţarna, eftir innleiđingu orkupakka 1+2, hefur hlutur heimilanna í neyslu landsframleiđslunnar veriđ minnkađur. Fćrđur yfir til fyrirtćkjanna, sem síđar munu skipa honum úr landi sem hagnađi međ ađstođ orkupakka3 (athugiđ: ţegar sparnađur verđur til hjá fyrirtćkjum, stundum á kostnađ heimila, ţá heitir hann hagnađur)

Sömu leiđ fer eignarhaldiđ á raforkuinnviđum landanna líka. Ţví verđur skipađ út og ţađ verđur ţrćtt upp á lyklakippur erlendra ađila og vogunarsjóđa. Tilraunir til ađ selja dönsku Radíus-orkuveituna úr landi núna, međ milljón notendur á Norđur-Sjálandi, hefur kallađ fram svitabađ hjá Dönum, sem áttu hana sjálfir

En ţar á undan, međ orkupakka ESB í höndunum, stóđ sósíaldemókratinn Helle Thorning-Schmidt (Gucci-Helle á dönsku), ţá forsćtisráđherra, fyrir ţví ađ selja hluta af danska orkuframleiđandanum Dong Energy til Goldman Sachs bankans, sem keypti hann međ sjóđum til heimilis í skattaskjólum. Ţađ mál leysti upp sjálfa ríkisstjórn Thorning-Schmidt, ţví samstarfsflokkur hennar gekk út. Og međ sölunni á Dong fylgdi dreifingarkerfi og ţađ liggur í félaginu Radius, sem Danir eru sennilega líka ađ missa eignarhaldiđ á til útlanda. Ţetta skrifađi danska dagblađiđ Information um, rétt fyrir síđustu jól

Ţannig mun ţetta verđa á Íslandi, á einn eđa annan hátt, séu undirförulir, falskir og huglausir stjórnmálamenn okkar látnir um máliđ. Og ţar á eftir verđur raforkunni okkar beint til útlanda, sem ţá er orđin "vara" og sćstrengur orđinn svipađ fyrirbćri og flutningaskip, sem ekki má stöđva né "mismuna". Ţar međ er allt runniđ af höndum Íslendinga og nýting íslenska auđlinda hefur veriđ ţrćdd upp á lyklakippur erlendra ađila: glóbalista

Ţađ er skýlaus réttur ţjóđarinnar ađ sagt sé nei viđ ţessu. Algerlega skýlaus réttur hennar. Eins og Hjörleifur Guttormsson bendir á í umsögn sinni til Alţingis, um ţetta fyrirstandandi og algerlega ástćđulausa vođaverk

Ţetta er í annađ skiptiđ á stuttum tíma sem ađ forysta Sjálfstćđisflokksins ţorir ekki ađ standa á rétti íslensku ţjóđarinnar. Hvađ höfum viđ ađ gera međ svona fólk? Nákvćmlega ekkert. Ţetta skulu ţeir fá borgađ fyrir! 

Og sjá: greiđsla frá Geir Jóni Ţórissyni, fv. yfirlögregluţjóni, til rađdómgreindarskertrar forystu Sjálfstćđisflokksins, er ţegar lögđ af stađ

TĆKIFĆRIN BLASA SAMT VIĐ

Nú hefur opnast strategískt tćkifćri fyrir sátt á Íslandi međ ţví ađ ASÍ hefur tekiđ málstađ Íslands í stađ málstađ alţjóđasinna-líberalismans, í einu af mikilvćgustu tilvistarmálefnum Íslandssögunnar: orkumálunum: Viđ búum í köldu og vetrardimmu landi, ţar sem kalda-stríđi okkar linnir aldrei. Okkur tókst ţó ađ ná yfirhöndinni í ţví stríđi. En samt hyggjast uppgjafaröfl gefa ţá yfirhönd okkar burt. Jón Sigurđsson varađi viđ ţannig öflum

Sverrir Kristjánsson - 1961 - Rit og blađagreinar Jóns Sigurđssonar - setur allt sitt traust á alţýđuna - bls liii 53

Mynd: Úr bók Sverris Kristjánssonar 1961. Rit og blađagreinar Jóns Sigurđssonar

Sjálfstćđisflokkurinn á ađ fylgja ASÍ og opna á sátt um íslensk málefni nćstu áratugina. Öllu Íslandi til heilla. Ţetta er einstakt tćkifćri til samstillingar og vinnufriđar á Íslandi. Enda segir Bjarni Benediktsson formađur Sjálfstćđisflokksins ađ "raforkumál Íslands eru ekki innri-markađsmál Evrópusambandsins". Ţađ sagđi hann sem BĆĐI ţingmađur og formađur Sjálfstćđisflokksins og ráđherra á Alţingi Íslendinga

Svo ţar er ekki viđ neinn ađ deila, nema ţá sem eru ađ reyna ađ grafa undan EES-samningnum međ ţví ađ nota hann í annarlegum tilgangi: ţ.e.í einhverskonar landsölutilgangi, ţví orkupakkar ESB eru fyrst og fremst einkavćđingarpakkar sem umbođslaust Evrópusambandiđ notar til ađ ná enn frekari yfirráđum yfir sem flestu í Evrópu. Til ađ gera súrefni ţjóđa ađ vöru, sem ţađ eitt rćđur yfir

Ţetta er mál sem ASÍ getur varla horft fram hjá, ţví ef ţeir gera ţađ, ţá hafnar íslensk verkalýđshreyfing í sömu ađstöđu og verkalýđshreyfingin í Frakklandi, ţar sem Gulu vestin hafa yfirtekiđ hlutverk hennar sem sá ađili sem atvinnurekendur og stjórnvöld verđa ađ tala viđ fyrst. Franska verkalýđshreyfingin var ţví varla viđstödd hátíđarhöldin 1. maí núna, ţví hún hafđi vanrćkt hlutverk sitt. Sömu vanrćkslusögu er ađ segja af mörgum löndum Evrópusambandsins

Sé ţetta rétt skiliđ hjá mér, ţá útskýrir ţađ aukna alvöru mála hjá ASÍ í ţessu sambandi. Ţeir ćtla kannski ekki ađ ganga ţegjandi inn í sólarlagiđ og fórna sér sjálfviljugir međ sjálfsvígi á altari líberalismans, ţ.e. ganga í björg eins og ríkisstjórnarflokkarnir og málaliđar ţeirra gera, í ţessu tilvistar-mikilvćga máli fyrir íslensku ţjóđina. Ferđatöskur fyrir ţá flokka og málaliđa fara kannski bráđum ađ seljast vel

- Gunnar er Ţjóđaríhaldsmađur í Sjálfstćđisflokknum 

Fyrri fćrsla

Orkupakkar: Ađ steypa sig fastan á kamar [u]


Bloggfćrslur 3. maí 2019

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband