Leita í fréttum mbl.is

Miðflokkur 17 tíma á Alþingi gegn þríeykinu: aðfararnótt föstudags

Jón Þór Þorvaldsson -

"segja okkur bara vera taglhnýting við Noreg

Þingmenn Miðflokksins eftir 19 tíma umræðu á Alþingi 21-22 maí 2019

Mynd; Þingmenn Miðflokksins

****

Hefur norska ríkisstjórnin í Ósló og Evrópusambandið í Brussel sett ríkisstjórn Íslands til hliðar? - eins og fjármálamenn gerðu fyrir hrun? Eða halda þau virkilega að það sé bankabóluárið 2004 núna? Það er það ekki. Núna er árið 2019 eftir stóra sannleika, og heimurinn er allur annar. Hefur ríkisstjórn Íslands kannski ekki tekið eftir því? Þann 7. júní, eftir þrjár vikur, verður Theresu May forsætisráðherra Bretlands og formanni Íhaldsflokksins, mokað út á ruslahauga sögunnar í Bretlandi. Hún brást kjósendum og flokki sínum. Hún er fimmti forsætisráðherra þess lands í röð sem endar pólitískt líf sitt þannig, vegna eiturblöndu sem er með aðvörunarmiðann; Evrópusamband, má ekki drekka, fæst ekki í apótekum, elskið ekki slysin

Föstudagur, 24. maí 2019 kl. 00:14:29

Jæja góðir lesendur. Áfram halda umræður um orkupakka þríeykis ríkisstjórnarinnar á Alþingi Íslendinga. Mál sem engu máli átti að skipta fyrir ríkisstjórnina en sem nú virðist af einhverjum óskiljanlegum ástæðum vera henni svo mikilvæg að flokkar hennar virðast tilbúnir að leggja allt annað til hliðar og sjálfa sig líka. Af einhverjum ástæðum er þessi orkupakki ESB-veldisins þó einhverjum í þessum flokkum svo mikilvægur að enginn botnar neitt í neinu

Miðflokkurinn heldur því umræðum áfram um OP3 og reynir að draga staðreyndir málsins fram í það dagsljós sem þríeykið vill ekki að nái til þessa máls

Í ræðustól Alþingis er Þorsteinn Sæmundsson og hann segir að stjórnmálamenn séu ekki að hlusta á þjóðina. Já segi ég. En hér ætla ég að hlusta á Miðflokkinn og taka niður nótöt:

föstudagur, 24. maí 2019 kl. 00:34:03

Birgir Þórarinsson segir að umsóknum um virkjanir sem liggja undir ratsjárgeisla yfirvalda rigni inn

Þorsteinn Sæmundsson segir að þetta sé ekki í fyrsta skiptið sem Miðflokksmenn standi einir og berjist fyrir málum

Þorsteinn Sæmundsson segir að Miðflokkurinn taki upp hanskann fyrir meirihluta þjóðarinnar og reyni að finna út sannleika þessa máls. Já segi ég, þetta er ekki gúmmíþing ESB

Jón Þór Þorvaldsson segir að furðulegt að ekki sé hægt að sýna þjóðinni þá lágmarkskurteisi að hlusta á hana. Þingforseta brestur minnið og man ekki lengur tímalengd umræðunnar. Já segi ég. Þingforseti þarna er Brynjar N. xD-maður sem sagðist ekki taka mark á grasrót Sjálfstæðisflokksins

Jón Þór Þorvaldsson segir að hann fái meira en 40 skilaboð á klukkustund frá fólkinu í landinu um að halda áfram við að reyna að fá málið upplýst, og sé hann þó enginn sérstakur tölvunarmaður sjálfur

Þorsteinn Sæmundsson segir að hælbítar skipti ekki máli. Já mikið rétt segi ég!

föstudagur, 24. maí 2019 kl. 00:47:03

Birgir Þórarinsson segir að verið sé að undirbúa orkuútflæði burt frá Íslandi með OP3. Já segi ég þar sem við verðum látin um kerti og tólg en útlandið fær forgang. Já segi ég, þvi ég kyndi með rafmagni og hér rignir reikningunum inn. Alltaf skal liggja nýr rafmangsreikningur í heimabankanum. Alltaf! Mér finnst ég vera að fóðra Kremlargengi í raforkumálum. Sovétríki! Maður missir algjörlega allt verðskyn í svona frumskógum reikninga

Þorsteinn Sæmundsson segir að erlendir viðskiptamiðlar segi að hér hafi erlendir peningamenn sótt sér besta og mesta gróða á Vesturhveli jarðar samkvæmt fréttaveitu Bloomberg

föstudagur, 24. maí 2019 kl. 00:51:03

Smá hlé. Konan mín var að koma heim af hreppsstjórnarfundi

östudagur, 24. maí 2019 kl. 01:19:13

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir og vitnar í Björn Bjarnason 2002 um að ekki megi innleiða orkupakka ESB á Íslandi. Vitnar í annan sem þá sagði að ekki mætti taka þessa orkupakka ESB upp. Já hefur reynst Íslandi dýr mistök. Einar Oddur leggur þar til að málið sé skoðað það vel að Ísland sé ekki að skjóta sig í fótinn. Einu rökin þá á móti þessum kom frá Valgerði Sverrisdóttur var þrælsóttakast við ESB-veldið. Best er að endurtaka EKKI þessi mistök á ný segir SDG.

Já svona er að vera aular. Alltaf er er hörfað þar til ekkert súrefni er eftir hana þjóðinni til að anda að sér og til að ala af sér betri tíma og blóm í haga fyrir okkur og afkomendur

Jón Þór Þorvaldsson segir að alltaf sé verið að seilast lengra og lengra, þar til ekkert sé eftir að fullveldi Íslands

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir hví sé lagasetning ekki viðhöfð með lærdómi af fyrri mistökum. Af hverju á að laga landið að tilskipunum

föstudagur, 24. maí 2019 kl. 01:33:50

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir og spyr hvort að stjórnmálamenn séu farnir að líta fram hjá baklandi og kjósendum sínum. Hvernig stendur á því að t.d. Bretar séu ekki enn komnir út úr ESB. Jú það er vegna þess að flokkar hafa orðið viðskila við fólkið sem kaus þá

Já segi ég, xD er farið að minna illþyrmilega á klíku day-traders miðað við Björn Bjarna þarna 2002 og Bjarna Ben í mars í fyrra. Ekkert að marka neitt nema nema í nokkrar sekúndur. Svona eins og verðmyndun á raforku er orðin í Danmörku þar sem sonur minn átti að velja úr meira en 50 orkuveitum á sömu og einu línunni. Vonlaust verk að eyða tíma í það. Já þúsund skip látin elta sama fiskinn í sjónum. Röksemdir kvótakerfisins hljóta þá einnig að vera fallnar, fyrst að 1000 orkuveitur séu settar til að elta sama kílóvattið í orkulandhelgi Íslands

föstudagur, 24. maí 2019 kl. 01:39:50

Ég segi af hverju er verið að bögga þjóðina með þessu miðstýrða rugli frá umboðslausu ESB. Hvað er eiginlega að mönnum! Þetta er eins og að Ísland hefði verið þvingað til að taka upp Sovétríkin af því að við seldum þeim síld í tunnum. Hvílíkur aulaskapur!

Jón Þór Þorvaldsson segir og les upp úr ruglveitum ESB (paragröf). Les upp þvæluna sem borin er á borð fyrir þjóðina

föstudagur, 24. maí 2019 kl. 01:57:50

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að Miðflokksmenn hafi hér flutt skák og mát ræður um þetta mál ríkisstjórnarinnar. Því að í pakkanum er það sagt að eyða eigi þeim möguleika að Ísland (ríkin) geti sjálft stjórnað sínum orkumálum. Verið er að draga út valdi þjóðríkisins. Enda segir ESB það. Slíkt er ekki í okkar þágu

Jón Þór Þorvaldsson segir að þetta sé sýn ESB á framtíðina. Já segi ég: að þurrka út sjálfsákvörðunarrétt Íslands og annarra landa. JÞÞ vitnar í Ara Trausta um að ACER sé ekki yfirríkisleg stofnun en þar sem hann segir að ACER hafi endanlegt úrskurðarvald. En einmitt það sýni að þar er um yfirríki að ræða

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að þeir sem reyna að halda því fram að ACER sé ekki yfirríki hafi einfaldlega ekki kynnt sér málið. Þá segi ég, auðvitað hafa menn ekki kynnt sér þetta frekrar en day-trader veit neitt í sinn haus nema sekúndu fram í tímann. Enda fær sú stétt þann dóm að vera verst allra bílstjóra í Bretlandi. Mest kostar því að tryggja ökutæki þeirra. Ísland er ekki tryggt með svona menn við stýrið!

föstudagur, 24. maí 2019 kl. 02:13:36

Jón Þór Þorvaldsson segir að OP3 sé orðið allt allt annað mál en rætt var um fyrir ári síðan. Fyrirvarar halda ekki. Nefndarálit sem gerð voru sögðu að undanþágur hjá sameiginlegu EES-nefndinni væri það eina sem mark væri á takandi og sem haldi

Birgir Þórarinsson segir að einhliða fyrirvarar haldi ekki, það sjáist í kjötmálinu. Við innleiddum en með fyrirvörum sem áttu að vernda okkur, en sem þeir svo ekki gerðu. Lög lands okkar voru síðan af yfirríki ESB dæmd ólögleg

Ég segi að þetta orkupakkamál ESB á eins mikið skylt við veruleikann og ef að xD myndi setja á fót súrefnisdreifingar-kerfi (pakka) þar sem 300 trading-félög eru stofnuð og látin bjóða okkur frjálsa samkeppni um að draga andann úr gufuhvolfinu. Við hvaða félag ætlar þú að skipta kjósandi góður. Svo sitja þeir og selja og verðið hækkar og hækkar á því sem allir þurfa á að halda til að geta lifað

föstudagur, 24. maí 2019 kl. 02:22:08

Birgir Þórarinsson segir hvers vegna fylgja stjórnmálamenn ekki stefnu sinni. Ekki sé hlustað á umsagnir frá okkur Íslendingum. Hræða eigi málinu í gegn með því að segja að EES-samningurinn fari í uppnám séu ákvæði hans notuð

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að þetta ótta-tromp sé þannig að í nefndaráliti var sagt að engin hætta væri á ferðum fyrir EES-samninginn, séu ákvæði hans notuð. En hér er bara sagt að "klára" eigi málið

Birgir Þórarinsson segir já, það er ekki heil brú í þessu. Keyra eigi málið í gegn með næturfundum. Af hverju ekki kynna málið fyrir þjóðinni. Af hverju má hún ekki koma að því. Er ekki betra að hafa þjóðina á sínu bandi fyrst að þetta á að vera svona gott og að ríkisstjórnin segir að þetta sé svona gott. Minnir á OP1+2 og slæmar afleiðingar þeirra

föstudagur, 24. maí 2019 kl. 02:32:21

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að ekkert hafi til dæmis verið gáð að því hvaða afleiðingar það hefði ef að álverið á austurlandi myndi hverfa vegna orkupakka3. Er hætta á þessu spyr hann. Veltum þessu fyrir okkur

Birgir Þórarinsson segir að enginn hafi rætt hvaða áhrif OP3 muni hafa á stóriðju á Íslandi. Já hérna segi ég, eru það kannski VG sem vilja losna við stóriðjuna úr landi, og sé með xD í vösum sínum eins og Bjarni Ben liggur nú ósjálfbjarga á bráðnandi ísjaka VG

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að Landsvirkjun hafi sagt að OP3 styrki aðstöðu þess gagnvart stóriðju. Já segi ég, við missum allt úr landi. Það endar þannig. Endum sem passíf innstunga og leiksoppur annarra sem ekkert hafa með okkar mál að gera. Ég minni á bræluna sem leggur nú þegar frá OP1+2

föstudagur, 24. maí 2019 kl. 02:41:20

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir óskiljanlegt að ekkert mat hafi farið fram hér á afleiðingum OP3 eins og gert var í Noregi

Þá segi ég: Var ekki bara gamla Samband Íslenskra Samvinnufélaga (SÍS) betra en þessir fjandans pakkar esb-veldisins. Hér hefur allt verið svikið. Allur andinn frá Thatcher-Reagan-Vatíkanið-Lech Walesa tímanum verið svikinn. En Walesa sagði um daginn að leysa þyrfti ESB upp. Það væri ónýtt

föstudagur, 24. maí 2019 kl. 03:08:41

Birgir Þórarinsson segir að Davíð Oddsson hafi sagt að xD sé að segja skilið við Sjálfstæðisstefnuna

Bergþór Ólafsson segir að það sé ekki bara Davíð sem hafi varað við þessu. Þorsteinn Pálsson hafi sagt að stefna xD núna byggist á lofsverðum blekkingum

Birgir Þórarinsson segir að þetta sé mjög athyglisvert. Flokkar framfylgja ekki þeirri stefnu sem boðuð er. Það sé kurteisi að fylgja því sem fólki er sagt. Sama sé að gerast í Framsóknarflokknum. Vinstri grænir séu þakklátir fyrir þetta. Vekur athygli á því sem Styrmir segir að hér sé í uppsiglingu, þ.e. verstu mistök okkar xD-manna í utanríkismálum. Já segi ég; svei og fussa

Bergþór Ólafsson segir að Styrmir líti ekki á Icesave sem utanríkismál. Hér fari fram Íslandsmeistaramót í þagnarbindindi

Birgir Þórarinsson segir að það séu fleiri þungavigtarmenn úr xD sem segi svipað. 90 ára afmælið flokksins er ekki skemmtilegt fyrir flokkinn.

Bergþór Ólafsson segir að enn sé ekki öll nótt úti fyrir xD. Það sé enn hægt að bæta ráð flokksins. Stíga eitt skref til baka og finna gamla taktinn á ný.

föstudagur, 24. maí 2019 kl. 03:10:56

Man eftir því að við gátum keypt íslenskt lambakjöt í Danmörku fram til þess tíma að Ísland gekk í EES. Þá hætti það að fást, og var manni sagt að það væri vegna þess að íslensk sláturhús uppfylltu ekki sovétreglur ESB. Svo var þeim umturnað fyrir gífurlegt magn peninga, en ekkert sést þó af því enn. EES-drap þetta. Grískir kokkar voru í öngum sínum því þeir sögðu að það væri það besta í heiminum. En nei, þá fylltist Danmörk bara af óætu nýsjálensku lambakjöti, af því að þeir eru náttúrlega ekki í sovétríki ESB. Og nú hafa Danir misst nær alla kjötvinnslu og slátrun úr landi niður til láglaunaholu Þýskalands og annarra ódýrari ríkja, þar sem fólk stendur á gólfunum fyrir 30-40 prósent af því sem borga þarf Dönum. Og svo segist ungt fólk vilja vera í EES vegna skóla og búsetu í EES-löndum. Þvílík firra, því engir af bestu háskólum veraldar er að finna á meginlandi sovétríkis Evrópu. Þá er alla að finna utan ESB. Í Bretlandi og Bandaríkjunum og víðar. Og svo er Norðurlandasamstarfið miklu eldra en ESB

föstudagur, 24. maí 2019 kl. 03:15:36

Þorsteinn Sæmundsson segir að Landsfundur xD hafi hafnað frekara valdaframsali til Brussel-veldisins

föstudagur, 24. maí 2019 kl. 03:37:16

Jón Þór Þorvaldsson segir og vitnar í Ögmund Jónasson fyrrverandi þingmann og ráðherra VG um að pakkar ESB sem markaðsvæða eiga grunnþjónustu séu kynntir sem "ekki verri en þeir síðustu"

Birgir Þórarinsson segir að mikilvægt sé að minna stjórnmálamenn á það sem þeir lofa kjósendum. Veita þeim aðhald. Hægt sé að skipta um skoðun en það verði þó að rökstyðja það

Jón Þór Þorvaldsson segir að þessi OP3 snúist að stóru leyti um umhverfismál. Hér hefur verið kallað eftir afstöðu utanþingsráðherra þess málaflokks. Segir að það hafi ekki verið létt fyrir mann eins og Tómas Inga Olrich að gagnrýna opinberlega flokksmenn sína. Stjórnmálamenn hljóta að geta sameinast um grunn-sáttmála þjóðarinnar. Já segir ég, en það gera þeir ekki

Birgir Þórarinsson segir og hafnar að einangrunarsinna málatilbúnaði stjórnarliða. Hann sé út í hött. Menn eigi ekki að hafa óttablandna virðingu fyrir ESB-fyrirbærinu né neinu öðru á milliríkjasamstarfi

Jón Þór Þorvaldsson segir að þetta með einangrunartalið sé fjarstæða. En minnir á að á tyllidögum sé þetta sama fólk með mest loft í ranni um þjóðina. Það er ekkert athugavert við að vera stoltur af þjóð sinni og uppruna

Já segi ég og ég segi að þegar sú stund kemur, en sem aldrei kemur, að hagsmunir allra þjóða fari saman samtímis, þá verður það í eina skiptið sem alþjóðleg samvinna virkar til dæmis í apparati eins og S.þ.. Sú stund kemur aldrei. Þetta verða menn að horfast í augu við. Allar þjóðir verða að gæta sinna hagsmuna. Annars bregðast þær sjálfum sér

föstudagur, 24. maí 2019 kl. 03:44:55

Þorsteinn Sæmundsson segir að Styrmir Gunnarsson sé einn af fáum xD-mönnum sem skilur málið

Verð að segja að eftir Brexit og þetta bölvaða EES-pakkamál okkar, skilur maður útgönguna af Egyptalandi í Gamla testamentinu miklu miklu betur. En lengi vel var sú bók eins konar stjórnarskrá Vesturlanda og frum-hornsteinn þeirra. Mikil er skömm þingmanna Sjálfstæðisflokksins í þessu máli. Mikil er skömm þeirra

föstudagur, 24. maí 2019 kl. 03:58:24

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að skoðanakönnun sýni að breski Íhaldsflokkurinn hafi fengið 7% og Verkamannaflokkurinn 13% en Brexitflokkur Nigel Farage 37% í þeim kosningum sem núna fara fram til Evrópuþingsins, en hverra kosningaúrslit verði haldið leyndum þar til þær í öllum löndum ESB eru búnar. Hvað segir þetta okkur?

Jón Þór Þorvaldsson segir að hann voni að menn taki rökum í þessu máli. Það sé von Miðflokksmanna á þingi núna

Þorsteinn Sæmundsson segir að Miðflokksmenn hafi boðið að þessu máli sé frestað og önnur og mikilvægari tekin fyrir. Þetta mál snýst ekki um Miðflokkinn heldur um þjóðina. Ég segi; Abraham Lincoln hefði gengið í Miðflokkinn, þetta hefði honum líkað, þessi varðstaða Miðflokksmanna núna!

föstudagur, 24. maí 2019 kl. 04:19:48

Birgir Þórarinsson segir að Neytendasamtökin hafi boðið út rafmangskaup meðlima en aðeins eitt fyrirtæki sendi inn tilboð, dótturfyrirtæki Rarik (heyrist mér), og bauð 0,65 prósent afslátt frá verðskrá. Þetta er þessi svokallaða neytendavernd. Gagnslaust. Já segi ég, ætti önnum kafinn maður að hafa tíma í þetta brask úr sömu burðarlínunni. Af hverju er þessi þvæla í gangi

Þorsteinn Sæmundsson segir að það séu mest samfylkingarflokkar sem tala fyrir þessu. Þetta er grunntilraun til að skipta og brjóta upp eignarhald almennings á grunnþjónustunni rafmagni. Heiðarlegra væri bara að koma hreint fram og segja að við viljum einkavæða þetta allt saman. Þetta er yfirskin

Birgir Þórarinsson segir og vitnar í skrif Páls Vilhjálmssonar um að húsmóðir á Spáni geti ekki þvegið þvott um miðjan dag vegna þess að þá er raforkuverð svo hátt. Hvað segja Íslendingar við þessu

Þorsteinn Sæmundsson segir að sama sagan sé í Noregi. Er þetta draumsýn t.d. Sjálfstæðismanna?

föstudagur, 24. maí 2019 kl. 04:23:38

Ég spyr: er það orðið frómasta markmið Sjálfstæðisflokksins að eyðileggja gott líf Íslendinga í sínu eigin landi?!!

föstudagur, 24. maí 2019 kl. 04:40:02

Bergþór Ólafsson segir að stuðningsmenn innleiðingar OP3 hafi ítrekað talað um að fólk ætti að geta lækkað raforkukostnað um jafnvel tugi þúsunda. En ekkert slíkt hefur komið fram um það m.tt. til dæmis útboðs Neytendasamtakanna

Birgir Þórarinsson segir að hér sé allt á sömu leið og þegar OP3 hafi verið innleiddur. Hér er bara kallað fram út þingsal að þetta sé ekki rétt. En þetta er rétt. Sagt var margsinnis, en að Birgir hafi margsannað annað með gögnum. En Áslaug Arna hafi engin gögn komið með

Bergþór Ólafsson segir að það sé óþægilegt að fylgjast með þessu tali um meinta neytendavernd þegar það er sannað að það er loftið eitt

Birgir Þórarinsson segir að þessi málflutningur stenst ekki. Stjórnarliðið verður að svara þarna fyrir sig og koma hér og tala um málið. En þeir liggja bara sofandi heima

Já segi ég: og svo eru það sveitafélög erlendis sem neyðast til að slökkva á götulýsingu og skrúfa perurnar úr

föstudagur, 24. maí 2019 kl. 04:56:58

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist ekki ætla að vera með dómsfagsspár um lokun álvers Reyðaráls fyrir austan. En ef fyrirsjáanleg er hækkun orkuverðs mun fyrirtækið samstundis fara að búa sig undir það. Þar verða keðjuverkunaráhrif. Já segi ég; óvissa myndast og setur þessar ofboðslegu fjárfestingar í uppnám. Já segi ég: og ekki er byggingartími þeirra skammur, hann er langur og þau eru hér fyrst og fremst vegna þess að við erum fullvalda ríki sem boðið getur upp á öryggi, stöðugleika og að hér sé hægt að tala við ríkisvald sem er ekki í vösum annarra og umboðslausra ríkja (þ.e. ætti að minnsta kosti ekki að vera það)

Bergþór Ólafsson segir já og þar fara afleidd störf fyrst undir hnífinn og minnir á áhrifin þegar Jóhönnustjórninni var loks ýtt burt. Þá komu þau störf til baka

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að fyrirtæki hugsi til framtíðar og það væri óskandi að ríkisstjórnin gerði það líka. Vitnar í Árna Steinar Jóhannsson um að staða raforkumála í ESB sé allt önnur en hér

föstudagur, 24. maí 2019 kl. 05:05:21

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að í grein Árna Steinars Jóhannssonar standi "að við í VG" lítum á að raforkukerfi Íslands eigi að vera á félagslegum grunni - að auðlindin sé nýtt sem undirstaða fyrir atvinnulíf og byggð í landinu öllu

Birgir Þórarinsson segir að við þurfum atvinnulíf í landinu öllu

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að hann skilji ekki þessa Viðreisnarpólitík sem ríkisstjórnin er að stunda. Viðreisnarhugsun

föstudagur, 24. maí 2019 kl. 05:20:14

Jón Þór Þorvaldsson segir að Ísland sem hafi farið í EES á jafnréttisgrundvelli sé nú sagt vera bara taglhnýtingur við Noreg í því

Bergþór Ólafsson segir að þegar á reynir sýni það sig að staðan sé ekkert jöfn. Þetta sést líka á Bretum sem hafði komist að því að á þá sé ekki hlustað

Já segi ég. Ég hlustaði á viðtal við lávarð Conrad Black af Crossharbour í gær þar sem hann sagði að Evrópa sé að springa í loft upp. Minni ríkin þola sambandið ekki lengur og að Þýskaland sé á leið inn í stjórnleysi. Þar séu miðjuflokkar sem enginn hlustar lengur á, og til vinstri eru gamlir ofstækiskommar og til hægri sé eina vitið að finna, en að eins og venjulega, eru þar líka gamlir nasistar að hluta til. Græni flokkurinn þar sé safn ofstækismanna sem ekki sé einu sinni hægt að eiga vitrænan orðastað við. Conrad stýrði einu sinni Massey Ferguson dráttarvélafrmleiðandanum

föstudagur, 24. maí 2019 kl. 05:43:19

Jón Þór Þorvaldsson segir að í pantaða innflutta álitnu séu kynntar mögulegar refsingar, en sem séu algerlega án nokkurs lagalegs rökstuðnings

Þorsteinn Sæmundsson segir og segist ekki getað varist þeirri hugsun að niðurstaðan (sú innflutta) hafi verið pöntuð fyrirfram. Átti að reyna að nota hana sem panik-hnapp. Verið var að leita að möguleika til að gera ekki hið rétta í málinu

Jón Þór Þorvaldsson segir að já, ekki sé hægt að verjast þeirri hugsun. En ef svo er ekki þá ættu menn að gera grein fyrir þessum esb-asa sínum. Eru þeir á leið inn í ESB bakdyramegin? Ef ræður hér á þinginu eru skoðaðar, þá sést að menn töluðu um að raforkukerfið ætti að vera okkar en ekki í pakka ESB og ekki kæmi til greina að kyngja. En svo snýst allt á einum mánuði

Þorsteinn Sæmundsson segir ekki eðlilegt að allir þingmenn snúi sér í sömu átt samstíga og samstundis. Það er einhverskonar samsæri í gangi segir Þorsteinn óbeint. Eitthvað sem er eins konar pakt þeirra á milli (en ekki milli þeirra og kjósenda segi ég)

föstudagur, 24. maí 2019 kl. 05:51:06

Þorsteinn Sæmundsson segir að þeir álitsgjafar sem fengu að koma að málinu sem nú er fyrir þinginu hafi verið handvaldir, en öðrum hafnað. Hagsmunasamtök heimilanna hafi sagt að mikilvægt sé að endurtaka ekki mistök fortíðar. Hagsmunir heimilanna séu þeir að raforkukerfið sé í þjóðareigu. Enginn með það í einkaeigu mun bera minnstu ábyrgð. Skilst á Þorsteini að þeim samtökum hafi verið hafnað og ekki á þau hlustað. Umsögn. Markaðsvæða á það sem er þjóðarinnar. Hér er meginhættan sú að fólk muni krefjast þess að EES sé sagt upp

föstudagur, 24. maí 2019 kl. 06:00:23

Jón Þór Þorvaldsson segir að menn eigi að fara efir því sem stendur í samningnum (EES) og fara réttu leiðina

Þorsteinn Sæmundsson segir að það sem ríkisstjórnin hyggst gera hér í málinu feli í sér lagalega óvissu. Menn þurfi þó að hafa smá kjark til að gera rétt, en hann sé varla að finna í þessari ríkisstjórn. Já segi ég: það hefur aldrei þurft kjark til að guggna og gefast upp (eins og gerðist í Icesave)

Jón Þór Þorvaldsson segir að betra sé að fara að lögum en að fara ekki að lögum. Og EES samningurinn er lög. Okkur sé skylt og rétt að fara að lögum. Vilja menn láta draga sig fyrir dómstóla eins og í kjötmálinu

Þorsteinn Sæmundsson segir ESB heilkennið sé rörsýn. Að setja allt sitt í að eiga allt undir álfum á niðurleið komið. Hvers vegna að binda sig við þá. Þessi þrá að bindast þeim álfhóli á niðurleið, er sú sýn. Við erum nýbúin að stíga í spínatið. Kjötmálið

föstudagur, 24. maí 2019 kl. 06:01:23

Tek smá pásu, þó svo að þetta sé afar spennandi. Þorsteinn er að tala um ASÍ og kjarasmninga

föstudagur, 24. maí 2019 kl. 06:28:09

Jón Þór Þorvaldsson segir og fjallar um umsögn Skagafjarðar um að það sem eigi við um 500 milljónir þarna úti eigi ekki við hér hjá okkur. Já segi ég; það á reyndar hvergi við. Ekki einu sinni þarna úti. ESB er skóstærð sem passar engum

Karl Gauti Hjaltason segir að leiðin sem fær er sé að fara eftir því sem stendur í EES-samningum. Það verði fullur skilningur að fást, og að hann fáist. En það þarf að sækja rétt sinn

föstudagur, 24. maí 2019 kl. 06:35:16

Karl Gauti Hjaltason segir að hann sé hreint ekki viss um hvar þessir fyrirvarar séu. Það sé bara bent í allar áttir en ekkert finnist. Við höfum tekið allt sem þau hafa nefnt og rökrætt það. Reglugerð sem gefin er út í Skuggahverfinu í formi reglugerðar hafi ekki lagalega þýðingu

Bergþór Ólafsson segir að honum hafði verið bent í eina fyrirvaraátt en ekkert hald sé þar að finna. Taka þarf málið af borðinu og vinna það betur

Karl Gauti Hjaltason segir og segist vilja í fullri einlægni ræða eitthvað nýtt við ríkisstjórnina í þessu máli en þetta sem núna er hér á borðinu, sé haldlaust

föstudagur, 24. maí 2019 kl. 06:43:46

Birgir Þórarinsson segir að umhverfissamtök þegi alveg í þessu máli. Það sé engin stefna í þessum málaflokki og hér sé verið að byrja á öfugum enda. Stefnuleysi ríki í málaflokknum. Fjárfestar eru að kaupa upp landsvæði. Það verður að fást betri yfirsýn yfir áhrif þessa máls

Ólafur Ísleifsson segir að fyrirspurn hafi verið send til iðnaðarráðherra vegna virkjanaleyfa og fleira. Og nefnir að allskyns erlendir aðilar séu hér að kaupa upp dali og firði

föstudagur, 24. maí 2019 kl. 07:04:20

Ólafur Ísleifsson segir að leit standi yfir eftir svo kölluðum fyrirvara í málinu, en enginn þessara fyrirvara finnast samt. Sérfróðir hafa sagt að þeir geti ekki haft þjóðréttarlagalegt gildi

Jón Þór Þorvaldsson segir og bendir á þá þrjá milljarða sem kjötmálið með uppgufuðum fyrirvörum, sem héldu ekki, kostuðu ríkið. En það séu hins vegar smáupphæðir miðað við stærð þessa máls sem hér er um að ræða

Ólafur Ísleifsson segir að fullkomlega sé mögulegt að við séum að flytja stórar byrðar yfir á herðar skattgreiðenda þegar verið er að handfjatla orkuauðlindir þjóðarinnar með þessum hætti eins og ríkisstjórnin hyggst gera hér. Já segi ég; hér eru day-traders á ferð og braskarar með eigur þjóðar

föstudagur, 24. maí 2019 kl. 07:17:12

Ólafur Ísleifsson segir af hverju er þetta leikhús fáránleikans í gangi hér. Fullt af fólki er í sjálfboðavinnu að leggja sig fram við að finna sannleikann í þessu máli. Já segi ég; ríkisstjórnin þegir bara eins neitar að koma fram fyrir þjóðina

Ólafur Ísleifsson segir og spyr hvernig utanríkisráðherrann geti komið svona fram í málinu. Hitt og þetta sé sagt um svo kallaða fyrirvara. Leit stendur yfir, og ráðherrann horfir bara á. Er þetta til álitsauka fyrir þetta fólk og sjálfu málinu. Heldur þetta fólk að fólkið í landinu hafi enga gagnrýna hugsun

Bergþór Ólafsson segir að talar um greinar Tómasar Inga Olrich um að hvergi komi fram að íslensk yfirvöld hafi heimildir að koma í veg fyrir framgang orkubandalagsins, það eina sem nefnt er að þeim beri ekki skylda til að vinna að lagningu sæstrengs. Barnaskapur og vitnað í pólitískar yfirlýsingar sem eru óskuldbindandi. Blasir við að menn Landsvirkjunar séu komnir framúr sér. Er hún líka komin fram úr ríkisstjórninni?

föstudagur, 24. maí 2019 kl. 07:37:59

Birgir Þórarinsson segir og vitnar í umsögn Jóns Baldvins Hannibalssonar þar sem hann spyr: Mun höfnun lögleiðingu á OP3 setja EES samninginn í uppnám? Stutta svarið við því er nei. En ótímabær innleiðing (án þess að reynt sé að leita réttar síns, sennilega, GR) mun hins vegar grafa undan traustinu á EES samningum hjá þjóðinni. Þess vegna má ekki þjösnast svona með þetta

Bergþór Ólafsson segir óskynsamlegt að nálgast málið með þeim hætti sem ríkisstjórnin gerir

Birgir Þórarinsson segir að umsögn JBH sé mjög vel rökstudd. En hversu mikil umræða fór fram um hana í nefndum Alþingis?

föstudagur, 24. maí 2019 kl. 08:00:41

Birgir Þórarinsson segir og vitnar í umsögn Jóns Baldvins Hannibalssonar sem segir að íslensk stjórnvöld verði að móta orkustefnu sem verndar íslenska neytendur áður en þetta OP-mál sé tekið fyrir. Þjóðin sjálf á að koma að því máli segir JBH. Já segi ég, þessi tröllríðandi húsum hér ekki hæf ríkisstjórn þríeykisins ætlar að sækja ófreskju þá sem Hjörleifur Guttormsson nefnir í sínu áliti og þvinga hana yfir okkur eins og að við séum orðin nýlenda aftur. Hvað á svona lagað að þýða?!! Skömm xD-manna í flokki mínum er að verða óendanlega stór. Þeir eru að breytast í þjóðarskömm!

föstudagur, 24. maí 2019 kl. 08:06:45

Jón Þór Þorvaldsson talar um kjötsmálið og hvernig allt féll til jarðar þar eins og spilaborg

Ég segi að Lögreglan þyrfti að yfireyra þingmenn og láta þá sverja það af sér að ríkisstjórn Íslands sæti ekki fjárkúgun í þessu máli. Slík er framkoma hennar gagnvart þjóðinni. Svo óskiljanleg eru sinnaskipti þingmanna í þessu máli og svo óskiljanleg er þursaleg þögn þeirra

föstudagur, 24. maí 2019 kl. 08:33:56

Birgir Þórarinsson segir að starfsmenn Alþingis hafi sagt að lykillinn að því að endurheimta traust þjóðarinnar á Alþingi sé að finna hjá stjórnmálamönnum

Þorsteinn Sæmundsson segir aðvörun Miðflokksmanna í þessu máli sér massíf. Já massíf

Karl Gauti Hjaltason segir að í þessu máli sé að finna slíkt valdaframsal að hér verði Stjórnarskrá Íslands mögulega brotin

Þorsteinn Sæmundsson segir að hér komi fram ein þversögnin enn. Að ríkisstjórnin líti á lögfræðileg álit sem hlaðborð sem hægt sé að velja úr. Þarna á að ýta vandamálinu á undan sér. Slæm aðferð við flest, en afleit við löggjafarstarfið

föstudagur, 24. maí 2019 kl. 08:42:33

Karl Gauti Hjaltason segir upphaf málsins sé að finna hjá ESB (ekki hér), svo er það sent til EFTA ríkjanna. Þar er tækifæri til að fá undanþágur. Og sé þess óskað, þá flagga EES-löndin rauðu. Þetta er flókið lagaverk. Þegar flaggað er þá þýðir það að við ætlum að fá samþykki Alþingis (og þar með hjá þjóðinni, sem ekki er gert hér). Og svo leggur ríkisstjórnin þetta risavaxna mál fram á VORDÖGUM !! Flestar umsagnir eru neikvæðar (og þjóðin er á móti) . En þríeykið hlustar á enga og ekkert og það hlustar ekki á bakland sinna flokka. Hlustar ekki á sína lagaspekinga

föstudagur, 24. maí 2019 kl. 09:04:11

Karl Gauti Hjaltason segir að leitin að lagalega fyrirvaranum standi yfir. Í hans ungdæmi var leikur sem hét skuggaleikur þar sem bundið var fyrir augu og sá átti að leita. Svona er leitin að fyrirvörunum. Skuggaleikur einn

föstudagur, 24. maí 2019 kl. 09:06:10

Forseti slítur 17 tíma þingfundi og málinu er frestað

Þingforseti ætlar greinilega úr þessu að reyna að keyra málið á kostnað þjóðarinnar, ríkisstjórninni til gróða, en sem er umboðslaus í þessu máli. Eins og hann var umboðslaus þegar hann sveik kjósendur sína 2009

föstudagur, 24. maí 2019 kl. 10:01:22

Ég hjó eftir því að Matthías Johannessen fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins sagði að útrásarvíkingaliðið sem hér reyndi að tæma alla sjóði landsins (og gerði það) og sem hegðaði sér eins og útlendingar, hefði aðeins verið framhald á nýlendukúgun Dana hér á árum áður

Svo virðist sem að þetta eigi einnig við það fólk sem er ríkisstjórn Íslands núna. Enda er þetta að mörgu leyti aðeins framhaldslíf fyrir þá sem klöppuðu þá mest: Hér er Matthías með þetta - á hreinu

Fyrri færsla

Miðflokkurinn stendur fast á rétti þjóðarinnar, gegn þríeykinu


Bloggfærslur 24. maí 2019

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband