Leita í fréttum mbl.is

Vald sótt til útlanda til að hrifsa eigur þjóðarinnar úr hennar höndum

Það sem stendur upp úr þegar fræðst er nánar um raforkumálið, og sem líka mun snerta hitaveitur landsins, er það að rangt er að tala um orkupakka. Það er rangnefni á því orkumáli sem hér er rætt um að tilskipan Evrópusambandsins

Réttnefnið á þessu er ESB-einkavæðingarpakki-3 á sviði orkumála. Það er það heiti sem málið fékk í Danmörku, þar sem eingöngu er talað um það sem einkavæðingu (d. liberalisering/privatisering af el/energimarkedet). Og það er einmitt það sem það er. Munið það: ESB-einkavæðingarpakki-3 á sviði orkumála

Taka á það sem er grunnþjónusta í eigu og undir stjórn þjóðfélagsins og umturna því yfir í vöru, til þess að Evrópusambandið fái fullt vald yfir henni undir því sem kallað er "fjórfrelsi" (en sem of oft er hórfrelsi)

Og til að hrifsa þessar eigur úr höndum þjóðarinnar þá ætla íslenskir stjórnmálamenn að sækja sér vald til útlanda (Brussel), til að ná þessum eigum úr höndum þjóðarinnar, með erlendum lögum. Annars væri það nefnilega ekki hægt. Með EES-samninginn að vopni sækja þeir sér erlendan verndara valda sinna

Og þeir reyna að matreiða málið þannig að ekkert sé hægt að gera; Sorrý þetta er ekki lengur á okkar höndum. Þetta er á þeirra höndum. Þeir þarna úti ráða þessu. Þetta "þetta" er komið yfir til Brusselveldisins og þeir ráða þessu um "þetta" og við getum ekki annað en hlýtt

"Þannig get ég sem liðleskja, stjórnmálalegur undirförull fölsungur og dagsdaglegur hug- og getuleysingi, setið áfram, og enn fastar, sem klístruð klessa á háum opinberum launum ofan á kjósendum". Kjósendum sem þá eru orðnir eins konar einkaþrælar valdaelítu sem enga ábyrgð ber gagnvart kjósendum. Er elítan þar með orðin eins konar sósíaldemókratískt nomen-klessu-klattúru-fílter á milli einræðisformsins og gervilýðræðis

Það er svona sem elítuvætt Evrópusambandið hefur risið upp til raunverulegra valda með svörtum og hvítum lygum og falsi stjórnmálastéttarinnar í ESB. Evrópusambandið er í engu sambandi við fólkið. Það er einungis vel launuð stóðelíta á leið til hins erfðafræðilega einræðis valdastrúktúrs meginlands Evrópu

Hér eru geigvænleg óheillindi á ferð. Varið ykkur Íslendingar. Varið ykkur!

Ekki orkupakki3, heldur ESB-einkavæðingarpakki-3

Það er ekkert mál að segja nei við þessu. Það eina sem þarf, er að gera það: NEI. Það er það allra minnsta sem hægt er að krefjast af stjórnmálamönnum okkar. Það allra minnsta

- Gunnar er Þjóðaríhaldsmaður í Sjálfstæðisflokknum  

Fyrri færsla

"Einangrunin" loksins rofin á orkupakkafundi [u]


Bloggfærslur 29. apríl 2019

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband