Leita í fréttum mbl.is

Hvað gerðist Bjarni Ben? - þú hefur snúist 180 gráður á einu ári

Bjarni Benediktsson á Alþingi Íslendinga í mars 2018. Smellið á til að horfa á þessa upptöku Alþingis

****

Þar sagði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins þetta:

"Virðulegi forseti. Bara til að afgreiða þessa síðustu spurningu skýrt: Auðvitað styðjum við EES-samninginn, aðild okkar að honum og betri framkvæmd hans. Um það höfum við haft forgöngu hér í þinginu að ræða og gefið út sérstakar skýrslur í því efni og reyndar utanríkisráðherra með sérstaka áherslu á framkvæmd EES-samningsins.

Það sem ég á svo erfitt með að skilja er áhugi hv. þingmanns og sumra hér á þinginu á að komast undir boðvald samevrópskra stofnana. Hvað í ósköpunum liggur mönnum á að komast undir sameiginlega raforkustofnun Evrópu á okkar einangraða landi með okkar eigið raforkukerfi? Hvers vegna í ósköpunum hafa menn áhuga á því að komast undir boðvald þessara stofnana? (ÞorstV grípur fram í: Við erum þegar undir því.) Já, vegna þess að við erum þegar undir því? Eru það rök, hv. forseti? Eru það rök að þar sem Evrópusambandinu hefur þegar tekist að koma Íslandi undir einhverja samevrópska stofnun sé ástæða til að ganga lengra?

Mér finnst vera svo mikið grundvallaratriði (Forseti hringir.) að við skilgreinum hvað séu innrimarkaðsmál sem við viljum sinna sérstaklega undir EES-samningnum og hvað séu mál sem tengjast ekki beint innri markaðnum. Hérna erum við með kristaltært dæmi um það, raforkumál Íslands eru ekki innri-markaðsmál. Síðan eru atriði í löggjöfinni sem við erum þegar búin að innleiða(Forseti hringir.) sem er sjálfsagt að halda áfram að aðlaga að samningnum. (Gripið fram í: Og þið hafið ekki gert.)"

Hvað gerðist Bjarni?

Nú vita allir þeir sem kynnt hafa sér bara lauslega OrkuEvrópusambandið (EU Energy Union), að það þýðir meðal margs ógeðslegs annars það sem á ensku er kallað Ownership unbundling (aflétting eignarhalds t.d. ríkisins og sundurtætingu alls). Og ég ætla ekki að ræða hér allt það annað og ógeðslegt sem er í þessu pakkaviðrini öllu. Að því kem ég síðar

En hvað gerðist Bjarni. Hefur þú guggnað? Ertu nokkuð kominn í ískalt mat á ný, eða settist kannski Erna Solberg ofan á þig og pressaði úr þér loftið. Hver er með þig og þingflokk Sjálfstæðisflokksins í vösum sínum? Hver er að kúga ykkur? Nema að þið séuð að verða eins og 1968-hippafjölskylda sem ákveður að fyrirfara sér saman. Hvað er að?

Staðreyndir málsins eru þessar (á íslensku mannamáli):

Upplausn eignarhalds og þvinguð einkavæðing: Það atriði er eitt af þessum ógeðfelldu málum sem eru í orkupökkum Evrópusambandsins, sem snúast um að búa til eins konar "evrusvæði" fyrir rafmagn. Sameiginlegan "markað" þar sem orkustjórnin er í Brussel, með aðstoð gerviseðlabanka fyrir rafmagn í hverju landi. Svona eins og Rómarríki var stjórnað með aðstoð innfæddra aumingja í hverju landi. Það þarf ekki einu sinni sæstreng til

Þetta á að vera "sameiginlegur markaður" þar sem allar þjóðir missa stjórnina á raformumálum sínum, nema náttúrlega þær þjóðir sem ráða öllu í ESB. Svipað og í peningamálum, landbúnaði og fiskveiðum

Þvinguð einkavæðing er í gangi þar sem börn þjóðarinnar eru rifin frá móðurjörðinni, skilin að og seld í bútum. Óligarkar kaupa ýmist fót, hönd eða nýru og slefa út um bæði munnvik

Á sama tíma, og þrátt fyrir þennan yfirlýsta geislabaug í nafni hins "ósýnilega" markaðsalmættis, eru ESB- og ríkisstyrkir landanna látnir -eftir pólitískum hentugleika- flæða i nýpólitískar dellukenndar tískusveiflur eins og til dæmis (helst þýska) dísilbíla frá 1993-2007, og svo núna í það sem þeir kalla "non-carbon" orkuframleiðslu (kolefnislausa), sem er svo mikill hryllingur efnahagslega séð, að þar er bara tóm og risavaxin hola ofan í jörðina í ESB. Hækkar því bara og hækkar raforkuverðið í löndum Evrópusambandsins, og það hefur einnig hækkað hér heima vegna orkupakka 1 og 2, sem aldrei átti að samþykkja. Aldrei!

Hér heima ganga svo þingmenn okkar um eins og vængbrotnir vesalingar og gogga í sig þau korn sem fyrir þá er stráð úr kjaftflóði embættismanna sem fara með þá eins og búrhænsni

Okkur hér á Íslandi er troðið í sama bás og úrkynja orkumarkaðir margra Evrópusambandslanda eru í. Við sem erum með allt okkar tipp-topp og erum bestir í heimi í bæði raforkuframleiðslu á hvern íbúa og svo í flestu, ef ekki öllu, sem að raforku kemur. Eins og er með fiskveiðar. Við erum sett niður í svínastíur ESB til að bjarga innflutningi á paprikum og kexi frá versta efnahagssvæði heimsins: Evrópusambandinu og evrusvæðinu

Þessu getur enginn mótmælt, nema með þvaðri og útúrsnúningum eins og þeim að "steypa sé hollur matur". Hún er það ekki. Þvert á móti. Hún er eitruð. Þetta er er það eina sem Íslendingar fá að heyra frá orkupakkalýð landsins: að steypa sér hollur matur!

- Gunnar er Þjóðaríhaldsmaður í Sjálfstæðisflokknum 

Fyrri færsla

O3: Stutt er síðan að bankapakkinn hindraði allar sjálfsvarnir


Bloggfærslur 18. apríl 2019

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband