Leita í fréttum mbl.is

Aftur og aftur: fjölmiðlar, Svíþjóð, ERM2 og evra

Á bloggsíðu G. Tómasar Gunnarssonar spunnust umræður um Svíþjóð og evru. Ekki lái ég íslenskum fjölmiðlum ef að þeir skyldu ekki alltaf vita hvernig það mál er statt og um hvað það snýst. Því að sænska þjóðin veit það ekki heldur, og margir sænskir stjórnmálamenn vita það ekki heldur, eða þykjast ekki vitað það og vilja allra helst ekki vita það

STAÐA SVÍÞJÓÐAR ER SÚ SAMA OG ALLRA LANDA ESB -1

Svíþjóð er í EMU (Economic and Monetary Union) af því að þeir eru í Evrópusambandinu, því EMU er órjúfanlegur hluti af ESB-aðild. En Svíar neita því hins vegar að þeir séu í ERM2-hluta eða gengisbindingarhluta EMU, sem er þriðja stig EMU. En þar sem sænska ríkisstjórnin skuldbatt sig með ESB-aðild landsins að fara í ERM2 aðlögunarferli til að taka upp evru eins fljótt og aðlögunarskilyrði Maastrichtsáttmálans höfðu verið uppfyllt, þá kemst Svíþjóð ekki hjá því að taka upp evru. Þess vegna lætur ECB-seðlabanki Evrópusambandsins taka út aðlögunarferli Svíþjóðar að evru og þar með ESB, annað hvert ár. Aðlögunarskýrslum þessum er ætlað að þrýsta á sænsku ríkisstjórnina með góðu, áður en landið er tekið fyrir dómstóla og settir úrslitakostir. Niðurstaða síðustu aðlögunarskýrslu ECB-seðlabankans um Svíþjóð, frá 2016, segir því það sama og allar hinar hafa sagt:

"ECB konstaterar att Sverige sedan den 1 juni 1998 har haft en skyldighet enligt fördraget att anpassa sin nationella lagstiftning inför en integrering i Eurosystemet. De svenska myndigheterna har inte vidtagit några lagstiftnings- åtgärder under de senaste åren för att rätta till de oförenligheter som beskrivits i denna och tidigare rapporter."

En þar sem sænska ríkisstjórnin og þingið vita að þau lugu að sænsku þjóðinni þegar þau lugu henni inn í Evrópusambandið árið 1994, með samþykki aðeins 52,3 prósenta hluta kjósenda, þá standa málin þannig að sænska þingið ákvað einhliða árið 1997 að Svíþjóð myndi ekki taka þátt í ERM-hluta peningamálakerfis EMU. Sænska seðlabankanum var þar með af þinginu fyrirskipað að viðhafa áfram þá sjálfstæðu peningapólitík sem hann hefur fylgt síðan 1993

FORSAGAN

Gengisbindingarsaga Svíþjóðar er sú að frá 1873-1930 var gengið tengt gulli. Frá 1933-1938 var krónan tengd sterlingspundi. Frá 1939-1950 var krónan tengd Bandaríkjadal. Frá 1951-1972 var krónan tengd Bretton Woods kerfinu (næstum Bandaríkjadal). Frá 1973-1976 er krónan tengd EMS, sem er hin formlega skel utan um ERM og EMU, og bundin þýska markinu. Frá 1977-1990 er krónan fyrir utan EMS, en tengd myntkörfu sem samanstendur af Bandaríkjadal og evrópskum myntum. Frá 1991-1992 er krónan tengd ECU, sem eins konar evra á stafrænu formi, eða sem reiknieining e. European Currency Unit

Svíþjóð gengur svo í Evrópusambandið árið 1994, en látið er hjá líða að lesa sáttmálana og samningana eins og þeir eru, vísvitandi og viljandi, því sænskir stjórnmálamenn "halda" þá að "undanþágur" séu eitthvað sem enn liggja á lausu, sem þær gerðu ekki. Og eftir 500 prósentustiga-háa stýrivexti sænska seðlabankans í september 1992, undir síðustu gengisbindingu landsins, einhliða við ECU, þá hræða sporin mjög svo enn árið 1997, er þingið tekur ákvörðun um evruna og ERM2, sem það hefur ekki lagalega heimild til að taka. Sporin hræddu enn meira þegar sænska ríkisstjórnin mundi hvað hún hafði þvingað sig til að gera til að viðhalda síðustu gengisbindinu krónunnar við ECU í 500 prósent stýrivöxtum sænska seðlabankans árið 1992, þar sem ríkisstjórnin ákvað að enginn banki mætti fara í þrot, og bjargaði þeim með þeim afleiðingum að hlutur sænska ríkisins í hagkerfinu varð 73 prósent af landsframleiðslu. Síðast þegar ég vissi eða árið 2015, var sænska ríkið ekki enn að fullu komið út úr bönkunum aftur. Bönkum sem sænska ríkið fór inn í fyrir meira en 20 árum síðan. Sjá nánar í grein minni í Þjóðmálum veturinn 2011: Áhlaupið á íslensku krónuna

"SKYLDIGHET"

Evrópusambandið segir því að Svíþjóð sé í ERM2, en gerir þó ekkert af því sem þarf til að hægt sé að viðhafa þrönga gengisbindingu eins og vera ber. Sambandið muni að sjálfsögðu ekki fórna fé ríkisstjórna evrulanda (stofnhlutafé ECB-seðlabankans) við að verja það sem óverjanlegt er. Þess vegna er gerð aðlögunarskýrsla á tveggja ára fresti til að þrýsta á Svíþjóð um að standa við þá sáttmála sem þjóðþing Svíþjóðar hefur skrifað undir. Það verði Svíþjóð að gera, því Evrópusambandið geti til dæmis ekki varið það gagnvart þeim ESB-löndum sem þegar hafa látið sig krypplast varanlega undir ERM2-ferli og síðan undir evru. Til dæmis ekki gagnvart Finnlandi, svo að bara eitt dæmi sé nefnt, sem nú þegar liggur hálfdautt úr evru, og vegna þess að mörg finnsk fyrirtæki hafa flutt sig yfir til Svíþjóðar og þar með út úr evru til að forðast evrudauðann og keppa því samkeppnina þaðan. Svíþjóð sleppur því að sjálfsögðu ekki bara sí svona við pyntingarklefann ERM2 til að það geti svo bara sí svona keppt við önnur evrulönd með því að vera með sjálfstæða mynt, sjálfstæðan seðlabanka, sjálfstæða peningapólitík og sjálfstæða fjárlagagerð, sem er ekki í skrúfstykki ERM2 og evru, og nýtur þess ákaft að þurfa ekki að láta fjárlagagerðina axlast eingöngu á herðum skattgreiðenda, heldur sem nýtur stuðnings sjálfstæðrar peningastefnu landsins, sem skaffar sænska ríkinu lægri vexti en evruríkin þurfa að borga, því með sjálfstæða mynt eru líkurnar á því að skattatekjur sænska ríkissjóðsins þorni upp vegna atvinnuleysis og áfalla, mun minni en hjá þeim löndum sem eru með evru. Þetta spilar svo inn í alþjóðleg vaxtakjör sænska ríkisins og byggir undir alþjóðlegt traust og lánshæfismat þess, umfram allt annað, þegar nánar er skoðað. Matsfyrirtækin vita að þjóðargjaldþrotahættan undir sjálfstæðri mynt er óendanlega minni en hjá löndum sem enga mynt eiga sjálf, þegar á reynir

Um þetta stendur slagurinn. Það er hægt að hefta sig við bókstafi, en svona er málið; Svíþjóð, séð með augum Evrópusambandsins, er í ERM2 en gerir ekkert til að það geti virkað, og það er Svíþjóð sem verður að hefja ferlið með því að pynta sig. Svíþjóð og sænska þingið segir hins vegar að þeir hafi á sínum tíma sagt einhverjum við "samningaborðið" (þar sem ekkert var um að semja - þið þekkið það frá þjóðsvikastjórn Vinstri grænna og Samfylkingar, plús orkupakki3 núna, með þing sem jafnvel er tvöfalt glórulausara en þá) að landið myndi ekki taka upp evru, og að það hefði ótal lögfræðileg álit sérfróðra manna um hversu rétt það hefði fyrir sér í þeim efnum. Og þar við standa málin. Svíþjóð er ekki með neina undantekningu hér. Það er með enga sáttmálasamninga sem staðfestir hafa verið í 27 ríkisstjórnum og þjóðþingum ESB-landa um málið, og verður það heldur aldrei. Danmörk er eina landið með sáttmála-undantekningu í þessum efnum, eftir að Bretland er farið út

Lagalega séð er Svíþjóð því í ERM2-ferli, en ekki í praxís. Og þar sem lög Evrópusambandsins eru æðri lögum sænska þingsins, vegna þess að Evrópusambandið er yfirríki yfir Svíþjóð, þá er Svíþjóð í ERM2

OBS GÄLLER EJ

ERM2 er tveggja ára binding í senn. Ef við tökum tilfelli Danmerkur, sem er eina landið sem er virkt í ERM2-hluta EMU í dag, þá hefði Danmörk misst gagnkvæma ERM2-vörn frá hendi ECB-seðlabankans, ef að landið hefði til dæmis ekki látið danska skattgreiðendur um að bjarga Roskilde Bank þegar hann hrundi til grunna á aðeins nokkrum vikum, ásamt fleiri dönskum bönkum sem danskir skattgreiðendur hafa verið látnir bjarga. Þá hefði Danmörk gerst "brotleg" hvað varðar peningapólitískan stöðugleika og valdið áhlaupi á krónuna að "óþörfu" og sett ECB í það verk að verja dönsku krónuna, sem er ógerningur í þannig aðstæðum, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess hvernig realkreditvesen-skuldabréfamarkaður Danmerkur er innréttaður með tilliti til húsnæðislána, sem eru gerræðisleg hagstærð

Ef svo hefði farið, þ.e. að Danmörk hefði verið sprengd út úr ERM2 bindingu, ætlar þá kannski einhver að segja að Danmörk sé ekki með í ERM2? Slíkt væri auðvitað firra. Það væri með, en án þess að vera með, eða án þess að vera það virkt að ERM2 geti gengið upp á jörðu niðri, því það er eins og allt annað í Evrópusambandinu; einskisnýt góðviðrisstofnun sem þolir ekki álag. Eins og regnhlífabúð í eigu banka, sem alltaf heimar fá þær til baka um leið og byrjar að rigna

Fyrri færsla

Ætlar Sjálfstæðisflokkur bjóða fram ískalt hlaðborð á ný?


Bloggfærslur 8. mars 2019

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband