Leita í fréttum mbl.is

30 ára hrun: Verđur ESB eins - eđa miklu verra ?

Wall Street Jorunal - ekki kaupa hlut í japönskum bönkum

Mynd, Wall Street Journal 19/3: Ţróun japanskra hlutabréfavísitalna í 30 ár. Ađeins bílaiđnađur til útflutnings handa neytendum í löndum međ ungt fólk, og hjólastólar og heilsugćsla handa japanska óđaöldrunar-hagkerfinu, eru međ lífsmarki. Restin er ekkert, eđa í stórkostlegum mínus. Gosbrunnurinn í tćknigeiranum um aldamótin er "nýja hagkerfiđ" sem dó á ofsahrađa í Japan

****

Líkurnar á ţví ađ meginland Evrópu verđi svona, aukast međ hverju árinu sem líđur og á Ítalíu er stađan nú ţegar enn verri en ţetta, og versnar enn. Myndin sýnir ţróunina á japönskum hlutabréfamarkađi í tćp 30 ár, eđa frá ţví í febrúar 1990, er hrun undrabarna-hagkerfis Japans kom loks fram á hlutabréfamarkađi. Ţá voru "sérfrćđingar" og háskólaprófessorar á Vesturlöndum enn á ţeirri skođun ađ "japanska módeliđ" vćri svo öflugt ađ landiđ myndi taka fram úr Bandaríkjunum, svona eins og nóbelsverđlaunahafinn Paul Samuelson í hagfrćđi sagđi ađ hagkerfi Sovétríkjanna myndi taka fram úr ţví bandaríska ađ stćrđ áriđ 1984, en í síđasta lagi áriđ 1997. Hann hafđi reiknađ ţađ út. En ţegar sovétiđ kom undan kommajöklinum var ţađ einungis brot af ţeirri hagstćrđ sem sérfrćđingar sögđu ađ ţađ hefđi veriđ og vćri enn. Ţađ var ekki 17 prósent, heldur ađeins 5 prósent af efnahag heimsins. Bandaríkin voru ţá 30 prósent og sennilega 40 prósent, vćru tölurnar um undrahagkerfi annarra landa réttar


MORGUNBLAĐIĐ ŢRIĐJUDAGUR 28. JULI 1992Eignasöfn japönsku bankanna voru ţó ţegar gufuđ upp heilum tveimur árum áđur en hagkerfiđ hrundi. Japanska hruniđ komst svo á forsíđur dagblađa á Vesturlöndum í kringum 1991. Mynd: Morgunblađiđ 28. júlí 1992 - allt ađ koma og "bara" rétt handan viđ horniđ. Nei, ţađ varđ heldur betur ekki ţannig

Ţetta var ađ sjálfsögđu hin "fjórđa iđnbylting" í höfđum sérfrćđinga. Ţví nćst tók "Nýja hagkerfiđ" viđ á árunum 1990-2000. Ţá sögđu sérfrćđingar ađ ný iđnbylting hefđi gerst og ađ ţađ sem út úr henni vćri hingađ komiđ héti "Nýja hagkerfiđ" (e. the New Economy). Tími samdráttar vćri liđinn og hagkerfin myndu ađeins geta vaxiđ, og hrun vćru algerlega úr sögunni og óhugsandi međ öllu. Ţetta vćri svona vegna ţess ađ ný tćkni vćri komin og hún hét internetiđ og tölvun, og svo vegna ţess ađ "seđlabankar" vćru sjálfstćđar stofnanir (hugsiđ ykkur ţvćluna!), og ađ evran myndi verđa hin fullkomna útungunarvél hagsćldar. Ég man ađeins eftir einum hagfrćđingi sem efađist og taldi menn fara of geyst, en ţađ var Torben Andersen í Danmörku. Ţá var ég sjálfur úti í Evrópu og á kafi í viđskipta- og markađsrannsóknum á fjarverslunarţćtti "nýja hagkerfisins". En mér tókst bara aldrei ađ finna neina veltu međ vörur og ţjónustu hjá neinum. Ţađ eina sem ég fann var velta međ pappíra eđa stofnfé svo kallađra "fjárfesta", sem án björgunarhrings höfđu hent sér í ískaldan sjóinn vegna trúar á hiđ nýja hagkerfi. Hitinn sem mćldist kom allur frá brunaum á fjárfestingafé ţeirra. Hagfrćđingar og sagnfrćđingar höfđu jú skrifađ bćkur og sagt ađ gamli heimurinn hefđi endađ međ falli Sovétríkjanna og friđur yrđi ţví međ okkur um alla eilífđ - og hagvöxtur

Ţess vegna hrundi nýja hagkerfiđ í janúar 2000 og fé fjárfesta í "nýja hagkerfinu" brann til ösku. Svo gerđi gamli heimurinn árás á Tvíburaturnana í Bandaríkjunum og áriđ 2008 hafđi sérfrćđingaveldi Vesturlanda keyrt heiminn í svo mikla klessu, ađ sjálf 1945-uppsetning hans féll ţá um sjálfa sig, ţví gamli heimurinn hafđi alls ekki endađ, og ríkisgjaldţrot blöstu viđ út um allt. Rússland tók ađ gúffa sína nánustu í sig á ný, svo ađ endurreisa megi Sovétríkiđ. Kalt stríđ II milli Bandaríkjanna og Kína er í smíđum, og hvort ţađ verđur heitt er alls ekki útilokađ. Ţeir sem bentu fyrst á ţessa ţróun voru útlćgir menn eins og Steve Bannon, sem er sjálflćrđur sagnfrćđingur. Reyndar eru flestar metsölubćkur á sagnfrćđisviđinu í dag eftir fólk sem aldrei hefur látiđ eitra hugsun sína í hálf-marxískum háskólum nútímans. Fólk er hćtt ađ nenna ađ lesa; annars vegar, hins vegar, á annan bóginn og hinn bóginn sérfrćđingana sem ekkert hafa fram ađ fćra nema sjálfa sig handa kollegum sínum. Bla bla bla

SX7P - 30 ár

Mynd, Stoxx: Ţróun SX7P hlutabréfavísitölunnar: Bankar í Evrópu: 30 ár => ekkert

****

Sem sagt. Hvađ svo sem ţú gerir ţá máttu aldrei fjárfesta í bönkum og fjármálageirum Evrópusambandsins. Ţađ er lćrdómurinn sem draga má af japanska hruninu. Og ţađ er víst óţarfi ađ vara menn viđ evrópsku og kínversku sprengjuhleđslunum, nema náttúrlega ţá sem lifa á plánetum íslenskra ráđuneyta, og eru ţví ekki í neinu sambandi viđ móđur jörđ. En meginland Evrópu er ekki Japan og mun aldrei ţola ţađ sem japanska ţjóđin hefur stađiđ sameinuđ um ađ halda út og ţola. Ađeins sannur brjálćđingur heldur sig fast viđ Kína- og Evróputrú ESBismans

Fyrri fćrsla

Ríkisstjórnin ánćgđ: Skúli í WoW stöđvar alla losun, umsvifalaust


Bloggfćrslur 30. mars 2019

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband