Leita í fréttum mbl.is

Framlag Þýskalands til NATO lækkað. "Fort Trump" að rísa í Póllandi?

Duda og Trump júlí 2017 - undir hamrinum

Mynd: Varsjáryfirlýsing Trumps í júlí 2017. Duda og Trump undir málverkinu af Hamrinum (t.v.)

****

PRÚSSLAND II

Það mun varla fara vel niður í Washington að Þýskaland skuli ekkert hafa aðhafst til þess að verða við tilmælum Bandaríkjanna um að landið standi við sáttmálaskuldbindingar sínar í NATO. Framlag Þýskalands til viðhalds á varnarmætti hernaðarbandalagsins var óbreytt of lágt í fyrra, eða 1,23 prósent af landsframleiðslu, en landið hefur skuldbundið sig til að leggja tvö prósent af mörkum. Við þær fréttir bætast svo fyrirætlanir þýsku ríkisstjórnarinnar um að lækka framlagið um tæpa þrjá milljarða dala á þessu ári

RÚSSLAND III

Rússneska þingið samþykkti á miðvikdaginn reglur um sektir á þá sem sýna rússneska ríkinu "augljósa vanvirðingu" á Internetinu. Eina kosningaloforðið sem Vladímír Pútín gaf þegar hann var kjörinn forseti árið 1999, var það að hann skyldi endurreisa sovétríkin. Þarna er greinilega staðið við það, með einu skrefinu enn

BANDARÍKIN - PÓLLAND

Frá Pentagon sagði Kathryn L. Wheelbarger -sennilega næstæðsti maður bandaríska varnarmálaráðuneytisins- að ákveðið hefði verið að bandarískir hermenn myndu hafa fasta viðverðu í Póllandi. Það þýðir bandaríska herstöð þar. Sumir hafa gefið henni nafnið Fort Trump, á meðan að beðið var eftir ákvörðun um málið. Pólland hefur boðist til að greiða tvo milljarða dala af stofnkostnaðinum. Verður bandaríska herstöðin í Þýskalandi þá rifin upp með rótum og flutt? Ekki segja menn það. En sjáum nú til

Fregnast hefur að Donald J. Trump hafi hent framhaldssögusafni Obama, sem ber nafnið "Rússland skilið rétt", út um glugga Hvíta hússins. Þar er ekkert að skilja segir hann: Rússland er og verður alltaf harðstjórnarríki

Fyrri færsla

Fáviska vandalista


Bloggfærslur 15. mars 2019

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband