Leita í fréttum mbl.is

Theresa May og Sjálfstæðisflokkurinn

SVITABOLSSVÆÐI BENEDIKTS LÝÐSKRUMARA - OG FINNSK LEIÐI JÓHÖNNU SAMFYLKINGAR

Hún er ansi lagin hún Theresa. Að minnsta kosti enn sem komið er. Ef hún væri það ekki, þá myndu Íhaldsmenn rífa hvorn annan á hol og sundra flokknum í ótal bita. Í Sjálfstæðisflokknum ganga málin hins vegar fyrir sig á annan hátt. Þar þurfa menn ekki að sprengja neitt, því þeir ganga bara í annan flokk. Miðflokkurinn er að fyllast af Sjálfstæðismönnum sem fyrirlíta glóbalisma og vilja ekki vera með í því að rústa íslenskum landbúnaði. Þeir trúa heldur ekki blint á EES, sem er að reynast Íslandi á sama hátt og hinn innri markaður ESB er að reynast öllum þeim löndum sem heita ekki Þýskaland: hann er gildra á borð við stuðpúðasvæði Rússlands og Þýskalands. Í gamla daga hét rússneska stuðpúðasvæðið Sovétríkin en í dag heitir þýska stuðpúðasvæðið "hinn innri markaður ESB"

Finland GDP per capita PPP

Mynd Trading Economics: landsframleiðslan á mann í Finnlandi (PPP). Tólf ára samdráttur, eyðni og stöðnun í þýskri evru

****

Finnland er fast í þessu, og er að láta þar lífið í hægfara efnahagslegum dauða. Þar deyja fleiri Finnar en fæðast. Landið er þátttakandi í eina sovétríki sögunnar með sameiginlega mynt, evrusvæðinu, og þjóðartekjur á mann eru mun lægri þar en þær voru árið 2008. Atvinnuleysi varð krónískt og varanlega hátt frá og með inngöngu landsins í ESB árið 1994 og ekkert gengur með útflutning Finnlands inn á stuðpúðasvæði Þýskalands, því þar er svartholið Þýskaland sjálft einvalda konungur yfir versta efnahagslega svæði veraldar; evrusvæðinu

Finland Unemployment Rate

Mynd Trading Economics: Atvinnuleysi í Finnlandi (prósentur). Stóra kryppan frá og með 1991 er hrun Sovétríkjanna og fast-gengissnákur EEC/EMS, ERM, og restin þar á eftir er ESB og evran. Árið 2009 féll landsframleiðsla Finnlands svo mikið að leita þurfti aftur til 1918 til að finna sambærilegt hrun, þökk sé handjárnun Finnlands í evrum. Nokia dó einnig í evrum á meðan álverið í Straumsvík malar enn gull í íslenskum krónum. Efnahagslegt mikilvægi álversins fyrir Ísland hefur alltaf verið meira en mikilvægi Nokia var í Finnlandi

****

Samanlagt hagkerfi evrusvæðisins árið 2017, var ennþá minna en það var árið 2009, segir í grein Walter Russell Mead á WSJ. Hugsið ykkur pyntingarnar á fólkinu sem býr þarna og hversu bágborinn neytendamarkaður svæðisins er. Á sama tíma óx bandaríska hagkerfið um 34 prósent. Það þarf ekki að leggja menn í lömunarstóla EES-samningsins til að skilja svona tölur. Þetta er versta efnahagssvæði heimsins. Hvorki meira né minna

Eurozone Business investments

Og nú eru fjárfestingar fyrirtækja á evrusvæðinu við það að hrynja á ný, segir Longview í Macro Trade nr. 97 þann 14. febrúar. Ekki batnar staða Finnlands við það. Það kemur að því að lengra niður götuna er ekki hægt að sparka dósinni sem heitir evrusvæðið og esb

Fyrri færsla

"Raiders" komnir í verkalýðshreyfinguna? Evrópa hefur klofnað


Bloggfærslur 26. febrúar 2019

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband