Leita í fréttum mbl.is

NS2 og Þýskaland-fyrst-stefna þýskra stjórnvalda í ESB

Kokhraust þýsk stjórnvöld ásamt krónískum kóráhangendum þeirra hér heima, segja nú í kjölfar þvingunaraðgerða Bandaríkjaþings og bandaríska forsetans vegna Nord Stream2 gasleiðslunnar frá Rússlandi til Þýskalands, að "evrópsk orkumál séu ákveðin í Evrópu og stjórnað þaðan"

En er það nú svo? (lesendur muna kannski ennþá eftir orkupakka3)

Nei það er ekki svo. Því fer fjarri. Þessi gasleiðsla er því miður aðeins enn eitt ágætis dæmið um Þýskaland-fyrst-stefnu þýska stjórnvalda í Evrópusambandinu; og í NATO; og í ERM; og í EMS; og gagnvart Grikklandi; og gagnvart Suður-Evrópu; og gagnvart Bretlandi; og gagnvart Póllandi; og gagnvart hverjum þeim sem vogar sér að vilja ekki það sama og Þýskaland, innan þessarar svokölluðu (hlægja hér) "samvinnu" í ESB-útópíunni og innan NATO sem Þýskaland hunsar skyldur sínar við, og hvetur þar með öll önnur ríki álfunnar til að gera hið sama

Þessa orkuleiðslu ákvað Þýskaland einsamalt og alveg sér, í óþökk landa Evrópusambandsins, sem það hefur læst föst við sig með þýsksniðnum lögum og reglum um að ryksuga Þýskalands innan ESB sé steypt föst niður í þau en ekki niður í Þýskaland

Þýskaland ákvað einnig þessa gasleiðslu í óþökk meirihluta Evrópuráðsins. Það ákvað hana líka í óþökk framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og í óþökk gúmmíþings þess. Í stuttu máli þá er NS2 ágætis dæmi um Þýskaland-fyrst stefnu Þýskalands í Evrópusambandinu á kostnað allra annarra. Og það vill svo til að Þýskaland hefur skrúfað lög Evrópusambandsins og reglur þess þannig saman að þau séu sérstaklega hagstæð fyrir það eitt og Frakkland, en fjandsamleg öllum þeim löndum sambandsins sem ekki heita Þýskaland og eru ekki á sporbraut um Þýskaland. Sama gildir um EES; Orkupakki3 er fjandsamlegur Íslandi –hvernig sem á hann er litið– en hagstæður Þýskalandi. Hann er samsæri gegn Íslandi

Þessi Þýskaland-fyrst stefna þýskra stjórnvalda í Evrópusambandinu svarar til að þess að Donald Trump myndi nota alríkislöggjöf Bandaríkjanna til að keyra New-York-fyrst stefnu á kostnað allra annarra fylkja Bandaríkjanna. Slíkt kæmi auðvitað aldrei til greina

Svarið við svona imperíal-yfirgangi er aðeins eitt, eins og Biblían segir frá: Ísland fyrst. Pólland fyrst. Grikkland fyrst. Frakkland fyrst. Bandaríkin fyrst. Hvert land gæti sinna þjóðarhagsmuna án þess að traðka á þjóðarhagsmunum annarra ríkja

Þetta er sem sagt hin fullkomna þýska frekja og yfirgangur sem mótað hefur flest í þessari álfu frá 1871 og síðan að Þýskalandi og Evrópu var komið á réttan kjöl á ný, og á ný, og á ný með aðstoð Bandaríkjanna frá 1917 til 2013:

• Fyrri heimstyrjöldinni
• Síðari heimstyrjöldinni
• Kalda stríðinu
• Og í evrukreppunni -

- þar sem bandaríski seðlabankinn bjargaði Evrópusambandinu í tvígang frá dauða með ótakmörkuðu aðgengi að Bandaríkjadölum. Hefði hann ekki gert það væri evran hrunin í dag og ESB þar með líka, samkvæmt innbrenndu kokhreysti-ruglinu í höfðum kanslara Þýskalands og forseta Frakklands

En nú er hins vegar sagt stopp; hingað og ekki lengra. Við Bandaríkin ætlum ekki að líða Þýskalandi að byggja risavaxna gildru fyrir þá bandarísku hermenn til að ganga í, sem verja eiga þetta króníska vesalingaveldi gegn hinu króníska vesalingaveldinu austar í álfunni

Yfir til þessa aulaveldis hefur Sjálfstæðisflokkurinn samþykkt að flytja fullveldi Íslands í orkumálum. Aulafélag xD hefur sent Ísland til súgþurrkunnar (the cleaners) í ESB. xD stundar Þýskaland-fyrst og Ísland-síðast stefnu

Ég óska lesendum mínum gleðilegra jóla - og vona að allir sem vilja hafi rafmagn til afnota, því það er Guðs gjöf

Fyrri færsla

Öll vinna við lagningu Nord Stream2 gasleiðslunnar stöðvuð í gær


Bloggfærslur 24. desember 2019

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband