Leita í fréttum mbl.is

Öll vinna við lagningu Nord Stream2 gasleiðslunnar stöðvuð í gær

Í gær laugardag stöðvaði svissneska Allseas fyrirtækið alla vinnu við lagningu NS2 gasleiðslunnar frá Rússlandi til Þýskalands. Daginn áður hafði Donald Trump forseti Bandaríkjanna staðfest samþykkt beggja deilda Bandaríkjaþings um refsiaðgerðir og eignafrystingu á hendur þeim sem vinna við lagningu leiðslunnar

Allseas stöðvaði umsvifalaust alla vinnu í gær og sagði að það myndi fara eftir öllum tilmælum og leiðsögn Bandaríkjanna í þessu máli. Hefði fyrirtækið hins vegar ekki farið eftir bandarískum tilmælum, hefði Bandaríkjastjórn lagt hald á öll þrjú skip fyrirtækisins –Pioneering Spirit, Audacia og Solitaire– sem þarna eru að störfum, um leið og þau kæmu inn í bandaríska lögsögu í framtíðinni. Bandarísk stjórnvöld hefðu einnig lagt hald á og lokað skrifstofum Allseas í Houston í Texas og bannað fyrirtækinu að starfa í lögsögu Bandaríkjanna árum saman

Þessi gasleiðsla hefur valdið miklum og djúpum klofningi meðal þjóða Evrópu og sérstaklega á milli þeirra þjóða sem þykjast vera bandalagsþjóðir í NATO, sem Bandaríkin bera uppi. En segja má hins vegar að án aðstoðar Bandaríkjanna frá og með 1945 og vernd þeirra, væri Þýskaland ekki orðið óformelgur einræðisherra og keisari yfir 27 löndum álfunnar núna, og því í standi til að tröllríða óskum nánustu NATO-bandalagsþjóða í þessum efnum. Þá aðstöðu komst Þýskaland aðeins í vegna verndar Bandaríkjanna

En nú eru komnir nýir tímar, nýr forseti í Hvíta húsið vestanhafs og nýtt sovétríki í smíðum austur í Rússlandi, sem Barack Obama og Hillary Clinton særðu að of miklu leyti fram og efldu, með friðþægingarstefnu sem olli því að Rússland taldi sér óhætt að rúlla yfir Krím og hluta af Úkraínu og sem varð þess valdandi að Eystrasaltslöndin þrjú og stór hluti landa Austur-Evrópu upplifa stöðuna sem lífshótandi fyrir sig. Og eins og lesendur kannski vita, þá er Rússland einnig zarinn í Sýrlandi fyrir tilstilli Obama núna, og ástandið þar eftir því. Barack Obama og Hillary Clinton ætluðu að fremja "reset" (endursetningu) á Rússlandi og reyna að búa til Wisconsin úr því. Óx því fyrirlitningin í Kreml á Bandaríkjunum í takt við skriðdýrsháttinn sem viðhafður var þar, eins og gerðist í kjölfar München 1938. "Ég hef hitt þá og þeir eru ormar" var þá sagt þar

Staðreyndin á jörðu niðri í Evrópu er sú, að ef að Bandaríkin myndu pakka saman og fara heim með herlið sitt þaðan og loka niður bækistöðvum sínum þar, þá væri friðurinn úti í álfunni. Þjóðir Evrópusambandsins væru komnar í hár saman mörgum sinnum meira og dýpra en þær eru nú þegar, og staðbundin hernaðarátök væru ekki langt undan, og jafnvel þegar hafin. Ekkert land myndi sætta sig við ofríki Þýskalands í Evrópu ef að Bandaríkin væru ekki þar sem eins konar umsjónarafl

En nú er sem sagt kominn annar maður í Hvítt hús og nýir tímar eftir hrun útópíu líberalismans árið 2008. Og sá maður hefur megnustu fyrirlitningu á þeim sem komu þessari stöðu um kring. Þess vegna hafa elítutærir menn verið að koma fljúgandi út um glugga þess húss. Menn sem héldu að kórrétt ferilskrá þeirra og réttu doktors-phd-embættismanna-eftirnöfnin kæmu sjálfkrafa í stað utanríkisstefnu þjóðkjörins forsetans; sbr. villta-vesturs ástand þannig eftirnafna innan FBI, CIA og NSA

Í fyrsta sinn mælist nú meirihluti fyrir því meðal Pólverja að landið þeirra yfirgefi Evrópusambandið, eða 47 prósentur; á móti 45 prósentum sem vilja það ekki. Og staðan í Póllandi er þannig að enginn Pólverji mun fara í stríð við annan Pólverja vegna hugsanlegrar útgöngu þess af lögsögu Evrópusambandsins. Þar er staðan ekki eins og í Skotlandi, þar sem helmingur Skota myndi berjast mjög svo hart fyrir því að vera áfram hluti af öflugu Bretlandi. Lönd verða yfirleitt ekki sjálfstæð ríki með aðstoð kjörkassa. Þau verða það flest fyrir tilstilli vopnaðrar baráttu, blóðsúthellinga og dauða. Ekkert getur haldið ríkjum saman nema fólkið í þeim. Þess vegna er Evrópusambandið að liðast í sundur. Og flestu venjulegu fólki er auðvitað nákvæmlega sama, nema náttúrlega phd-elítunni sem bjó það til, og tróð því sem hettu með hengingaról yfir höfuð þess

Leiðtogar verða heldur ekki leiðtogar til dæmis Vesturlanda með aðstoð samþykkis annarra ríkja. Nei, þeir verða leiðtogar vegna þess að enginn annar hefur burði né getu til að vera leiðtogi hins frjálsa heims. Leiðtogahlutverkið er eins og sjálfstæði ríkja; maður tekur það. Ísland tók sér því sjálfstæði sjálft, og vegna þess að öll þjóðin var nær 100 prósent sammála, þá þurfti ekki bardaga til. En það er hins vega ekki þannig með þá tugi þúsunda manna sem búa hér í landi okkar og eru ekki fæddir hér á Íslandi. Hvað þeir myndu gera í þannig stöðu, þarf ekki endilega að fara saman með því sem við Íslendingar gerum og viljum. Of mikill innflutningur framandi fólks og of hratt, er mjög svo hættuleg skepna, enda stendur allt um það í Biblíunni. Aðeins Íslendingar geta haldið Íslandi saman sem ríki. Staflar af útópískum líberalistum og glóbalistum geta það ekki

Fyrri færsla

Orkupakkar ESB eyðileggja fyrir Íslandi 


Bloggfærslur 22. desember 2019

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband