Leita í fréttum mbl.is

Stórsigur breskra þjóðaríhaldsmanna

John Selden (1584–1654)

Hvað er Íhaldsstefna? (ritgerð)

****

Jæja. Nú hafa öll 650 kjördæmi Stóra-Bretlands lokið talningu atkvæða. Stórsigur Borisar Johnsons er í höfn með 80 þingsæta meiri hluta. Þetta er stærsti sigur flokksins í 32 ár, eða frá því að barnónessan Margrét var við völd. Boris kom, sá alla lágkúruna, og sigraði allt og alla með sínum einfalda boðskap; Klárum brexit og endurheimtum fullveldi þjóðarinnar

Leiðtogaráð Evrópusambandsins situr hér með fastfrosið á sínum eigin kamri í miðju Evrópuþjóðsvikasambands, sem í engu sambandi er við kjósendur eins einasta lands. Það óráð hafði gengið í lið þeirra svikahrappa í Bretlandi sem neituðu að virða niðurstöður breska þjóðaratkvæðisins um Brexit 2016. Og það óráð vann viðstöðulaust að því að láta bresku þjóðina kjósa aftur um sama hlutinn; eða þar til að rétt niðurstaða kæmi sem úrkynjunarveldið í Brussel gæti samþykkt sem esb-sovéska útkomu, eins og þeim kamri einum er von og vísa

Jæja. Nú situr þetta svo kallaða leiðtogaráð Evrópusambandsins frosið fast í sínum eigin saur; alveg upp í háls - og nær ekki andanum

Boris Johnson mun frá og með nú ekki sætta sig við neitt minna en skilyrðislausa uppgjöf ESB í besta stíl U.S. Grants, því annars mun hann stinga út úr fjárhúsi þess og tæma kamar sambandsins sjálfs þar inn; losun!

boris johnson

Allir sem augu hafa –nema náttúrlega tómar augnatóftir hæstu Hollandsfjallaforystu Sjálfstæðisþykjustuflokksins hér heima– sjá að ekkert nema sár á afturendann er að hafa upp úr bæði aðild að ESB og hverskonar ill- og útkynja EES-samningum við sambandið. Að versla við heiminn á WTO-skilmálum skiptir engu máli miðað við það að láta bara brot af fullveldi lands síns í hendur kamars á borð við Evrópusambandið

Biðröð þeirra sem vilja eiga viðskipti við Bretland hefur þegar myndast við mynni Thamesfljótsins. Númer eitt í þeirri röð eru Bandaríki Norður-Ameríku. Bless bless verður ESB þá að segja við hinn risavaxna viðskiptahagnað þess við Bretland, og bless bless verður það að segja við strategíska samvinnu við Bretland, vegna þess að Evrópusambandið hefur fullsannað að það er kamar

Til hamingju með sigurinn breskir þjóðaríhaldsmenn. Til hamingju Stóra-Bretland!

Fyrri færsla

Bresku þingkosningarnar 2019: Talning hafin [u]


mbl.is Stærsti sigur Íhaldsflokksins í 32 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. desember 2019

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband