Leita í fréttum mbl.is

Sigmundur Davíð: "Örvæntið eigi vegna bráðnandi jökla"

Jöklar bráðna, stjórnmálaflokkar deyja, fylgi þeirra bæði skapast og hverfur, og við lifum það allt saman af. Líka bráðnun Sjálfstæðisflokksins. Til verða svo nýir jöklar og flokkar, og við lærum að skoða þá, virða og kjósa

Hér er mjög svo klár blaðagreinin og skýr frá formanni Miðflokksins –Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni– í hinu breska blaði íhaldsmanna; The Spectator, sem hóf göngu sína árið 1828 eða fyrir meira en, tja, þremur Okum síðan. Kannski fyrir heilum níu mörkum (score) og ellefu árum síðan, sem gerir hjörð upp á hundrað níutíu og einn sauð. Hjörð sem vel væri hægt að lifa góðu lífi af, ef að Framsókn hefði ekki ákveðið að selja sveitina, leggja hana niður, til þess að sveit geti ekki áfram verið sveit með sitt gamla og náttúrlega sveitar-félag, en verði í staðinn félagið á sveitinni. Sveitarfélag krefst nefnilega sveitar. Það krefst hins vegar ekki Framsóknar lengur. Hér er grein Davíðs Gunnlaugssonar:

"Iceland’s melting glaciers are nothing to panic about

Is Iceland on the global warming front line? You’d be forgiven for thinking so. We’ve all seen the documentaries where teary-eyed reporters stand perilously close to melting glaciers. In August, a funeral was even held for the first Icelandic glacier ‘lost to climate change’. Foreign dignitaries now hardly visit my country without taking a trip to witness the ‘horror’ of what is unfolding. They return home telling stories of how they have seen for themselves the effects of climate change. But the truth is this: Iceland’s melting glaciers are nothing to panic about."The Spectator

Viljinn hefur verið svo elskulegur að þýða alla hina góðu grein Sigmundar Davíðs, og hana má lesa hér. Það eina sem til þurfti var viljinn og SDG; Örvæntið eigi vegna bráðnandi jökla

Svona menn fást ekki á hverju lands-horni. Þeir eru eins og svalt skyr með rjóma að kvöldi sólríks sumardags, þar sem björt sumarnóttin kallar... áfram, áfram, áfram... og koma svo bláberin

Tengt

Tíu ár síðan upp komst um loftslagsvísindamennina

Fyrri færsla

Tvenn lagakerfi glóbalista keppa um völdin


Bloggfærslur 21. nóvember 2019

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband