Leita í fréttum mbl.is

ESB-umsóknin er þegar dregin til baka [u]

Að mínu mati gat Alþingi ekki sótt um aðild að Evrópusambandinu, vegna þess að sambandið má aðeins semja og eiga við pólitísk höfuð ríkja (e. heads of states)

Þess vegna var það ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna sem sótti um. Össur Skarphéðinsson var þá æðsti diplómat Íslands gagnvart útlöndum. Illa fengið samþykki Alþingis var aðeins til heimabrúks og sjónhverfingar einar

Og já Evrópusambandið er sjálfstætt ríki, þ.e. yfirríki (e. supra-national), en það er þó ekki fullvalda enn. Hins vegar er verið að dæla fullveldi aðildar-ríkjanna yfir í það á skrifandi stund, og í sumar naut ESB-yfirríkið til dæmis aðstoðar Sjálfstæðisflokksins til þess. Sá flokkur dældi þá fremstur í flokki fullveldi Íslands í orkumálum yfir í sambandið. Aðeins Miðflokkurinn stóð vaktina og barðist gegn því framsali. Þeir sem vita hvernig loðnu og síld er dælt úr skipum í bræðslur, vita hvernig fullveldisbræðsla á borð við ESB virkar

Og það sem meira er, Evrópusambandið myndi hafa tekið á móti og samþykkt umsókn frá ríkisstjórn Íslands þó svo að Alþingi hefði ekki lagt blessun sína yfir hana. Samþykki Alþingis er innanríkismál Íslendinga, segir sambandið í þessu sem öðrum tilfellum

Það er ekki okkar mál ef þið svíkið kjósendur ykkar eða brjótið eigin stjórnarskrá, segir sambandið ávallt. Þið megið bara ekki brjóta okkar eigin stjórnarskrá. Svo passið ykkur á því hvað þið eruð að skrifa undir, er þið til dæmis samþykkið orkupakka sem og aðra löggjöf okkar. Hvort þið gerið ykkur að fíflum og blekkið kjósendur eins og gert var þá og í kosningunum 2009, er ekki okkar mál

Þannig hefði sjálft Alþingi ekki getað dregið umsóknina til baka. Það getur ríkisstjórn Íslands aðeins gert. Og það hefur hún gert. Gunnar Bragi Sveinsson (takk!) var þá æðsti diplómat Íslands gagnvart útlöndum og ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar (takk!) var pólitískt yfirhöfuð landsins. Alþingi hefði getað mótmælt eða fellt ríkisstjórn hans –það kemur ESB ekkert við– en það gerði þingið ekki og veitti þar með samþykki sitt. Þess vegna heitir ríkis-stjórn ríkisstjórn

Alþingi er ekki pólitískt höfuð Íslands. Það er hins vegar ríkisstjórnin, og hún fer með utanríkismál Íslands. Og hún dró sem kunnugt er umsóknina til baka í mars 2015

- uppfært; mánudagur 11. nóvember 2019 kl. 19:26:57

Og eins og sjá má hér á heimasíðu sjálfrar fullveldisbræðslu Evrópusambandsins í Brussel, þá er Lýðveldið Ísland þann 7. ágúst 2019 hvorki með stöðu umsóknarríkis (e. Candidate Country), með stöðu hugsanlegs umsóknaríkis (e. Potential Candidates) - þökk sé Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Gunnari Braga Sveinssyni!

Svo, hvert er málið?

Fyrri færsla

Hvað gerðist í síðasta heiladauða Evrópu? Svar hefur borist að handan. ESB-svindl og NYT [u]


Bloggfærslur 11. nóvember 2019

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband