Leita í fréttum mbl.is

Trump hafði rétt fyrir sér, seðlabankinn rangt

Study - Chinese Investment in US Has Fallen 88 Percent Since Trump Took Office

Það tókst: "Made in Bigger Hong Kong" er ekki strategía til framtíðar. Bandaríkin eru að kafna í eigin fjármagni. Þau eru eini frjálsi kapítalmarkaður veraldar. Ekkert borgar sig lengur heima í Kína, peningarnir flýja því landið og við viljum bara alls ekki sjá þá

****

Fyrir ári síðan sagði Donald J. Trump forseti Bandaríkjanna –sem er eini maðurinn með peningapólitískt vit sem gegnt hefur því embætti– að bandaríski seðlabankinn væri bilaður og að stjórn hans væri komin úr böndunum vegna stýrivaxtahækkana sem formaður seðlabanastjórnarinnar kallaði normalíseringu í tæpt ár. Og fjölmiðlarnir sem flestir virtust ófæddir í þágær, sögðu að það væri algerlega óheyrt að forsetinn setti sig svona upp á móti embættismönnum sem segjast vera "sérfræðingar". Það reyndist rugl því Ronald Reagan gerði það líka. Sérfræðingaliðið sem stór-ófædda dagblaðið Washington Post framkvæmdi könnun á, sagði einnig í yfirþyrmandi magni að seðlabankinn væri að gera rétt þegar hann hækkaði og hækkaði stýrivextina, en var þá að gera rangt

En nú hefur bandaríski seðlabankinn stútfullur af sérfræðingum dregið hækkanir sínar til baka og Trump forseti sigrað í málinu. Síðasta og þriðja stýrivaxtalækkunin á þessu ári kom því í gær. Ákvarðanir seðlabankans voru ekki byggðar á peningaviti, heldur sennilega frekar á pólitískri skemmdarverkafýsn ókjörinna embættismanna. Kannski vildu þeir koma forsetanum frá með því að leggja hagkerfið á ís svo að hann myndi ekki skyggja á munkaklaustur þeirra

Vextir eru lágir vegna þess að það er offramboð af peningum af því það er ekki hægt að fjárfesta þeim í neinu sem er nýtt. Tími örgjörvans og tölvunar er liðinn og er sá geiri ekki lengur "high tech" eða hátækni. Fimmtíu ára sveifla þeirrar tækni í öllum sínum birtingarmyndum er búin og sá geiri því verðlagður eins og Cheerios-framleiðandi, þar sem fyrirbæri eins og Facebook er orðið álíka spennandi og gamla símaskráin

Hvað tekur við, veit enginn. Nema að það sé kannski bara helgrænn Bjarni Ben á sovéskum ísjaka. En hér á landi eru þó enn til "nýsköpunar ráðamenn" á opinberri framfærslu sem segja að allir eigi að læra forritun. Þeir menn eru greinilega komnir úr böndunum líka, ef þeir þá nokkru sinni voru í þeim

Hvað segir fimmti iðnbyltingarráðherra Kommahallar Sjálfstæðisflokksins við þessu? Þetta er jú hin fimmta Cheerios-iðnbylting hennar

Fyrri færsla

Kosið var í Weimar um helgina


Bloggfærslur 31. október 2019

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband