Leita í fréttum mbl.is

Kosið var í Weimar um helgina

"German political centre is melting"

- Wolfgang Münchau, Eurointelligence í gær

KJÓSENDUR FRÁ HÆGRI OG VINSTRI FLYTJA SIG UM SET

Stóru fréttirnar frá Þýskalandi þessa dagana –fyrir utan niðurhúrrandi efnahag– eru kosningarnar í sambandsríki þess Thuringia um helgina. Fréttirnar þykja stórar vegna þess að þar var það Die Linke flokkurinn, arftaki SED Marxista- og Lenínistaflokks Austur-Þýskalands, sem sigraði kosningarnar með því að fá 31 prósent atkvæðanna í stað 28,2 prósenta sem hann fékk 2014. Thuringia var áður í Austur-Þýskalandi (DDR) en þá sem þrjú umdæmi

Hvar sótti Die Linke fylgi sitt núna? Jú 51 prósent af fylginu núna eru þeir sem kusu flokkinn síðast. Restin kom úr þessum flokkum: Heil 8 prósent af fylginu kom úr stórtapara-CDU-flokki Angelu Merkels og önnur átta prósent komu úr tapara-SPD-flokki sósíaldemókrata. Aðfluttir voru þrjú prósent og nýir kjósendur voru rúmlega 17 prósent fylgisins. Það sem á vantar kom úr hinum og þessum smáflokkum

Í öðru sætinu kom AfD flokkurinn (Valkostur fyrir Þýskaland) sem fékk 23,4 prósent atkvæða. Hann stökk úr 10,6 prósentum sem hann fékk í kosningunum 2014. Það er meira en tvöföldun

Hvar sótti AfD fylgi sitt? Jú vegna þess hve fylgisaukningin er mikil þá kom ekki nema 30 prósent af fylginu frá þeim sem kusu flokkinn síðast. Restin kom úr þessum flokkum: Heil 14 prósent komu úr CDU-taparaflokki Merkels og þrjú prósent komu úr SPD-taparaflokki sósíaldemókrata. Aðfluttir voru tæplega þrjú prósent og nýir kjósendur voru rúmlega 31 prósent fylgisins. Það sem vantar upp á kom úr hinum og þessum smáflokkum. Kosningaþátttaka þótti góð því hún var 65 prósent og mun betri en síðast, sem væntanlega sýnir aukinn áhuga kjósenda - eða aukna fyrirlitningu og reiði, sem er mun líklegri skýring heldur en hitt. Innflytjendamálin vega þar afar þungt og jafnvel þyngst

Í kosningunum til þýska sambandsþingsins 2017 fékk AfD flokkurinn 12,6 prósent atkvæða á landsvísu. Hann vann á um 7,9 prósentur eða næstum þrefaldaði fylgið, sem var 4,7 prósentur í kosningunum 2013. Þarna í kosningunum 2017 fékk AfD flokkurinn þannig 980 þúsund nýja kjósendur frá CDU/CSU flokksbandalagi Angelu Merkels. Hann fékk líka tæpa hálfa milljón nýja kjósendur frá SPD-flokki þýskra sósíaldemókrata og 400 þúsund nýja kjósendur frá Die Linke (þ.e. arftaka Austur-Þýska kommúnistaflokksins). Sem sagt, AfD fékk jafn mikið frá hægri og vinstri, plús það að hann fékk 700 þúsund nýja kjósendur sem ekki kusu síðast

Getraun: Er AfD-flokkurinn þá hægri öfgaflokkur? Ef já, eru það þá kjósendur Angelu Merkels sem gera hann að hægri-öfgaflokki? Eða er AfD flokkurinn nokkuð vinstri-öfgaflokkur? Ég spyr vegna þess að Nationalsozialistische Deutsche Arbeiterpartei var svo sannarlega ekki hægri-flokkur. Hann var flokkur sósíalista. Gvöööð minn góður! Efnahagsprógramm hans var þar af leiðandi tífaldur Keynes á sterum og seðlabankinn var þjóðnýttur og "innviða-fjárfestingar" ríkisins voru á hundraðföldum sovéskum geðlyfjum. Engin þörf var fyrir þær. En það orð, "innviða-fjárfestingar", er fínt mál yfir hinn Þýska þjóðarsósíalistaflokk verkamanna (nasistaflokkinn), Kínverska kommúnistaflokkinn, Sovéska kommúnistaflokkinn og Fasistaflokkinn á Ítalíu. Næstum allt heila alræðisklabbið

Fólk pissar venjulega í buxurnar er það heyrir orðið "innviða-fjárfestingar" - nema náttúrlega í Bandaríkjunum. Þar er orðið "innviða-fjárfestingar" hálfgert bannorð og tabú. Þar eru það fyrirtækin sem fjárfesta, og ef þeim finnst ekki að það eigi né borgi sig að byggja harðlest eða "borgarlínu inn á Ný-Klepp", engum til gagns, þá er það ekki gert. Punktur. Það er helst þegar að þjóðaröryggi kemur (les. herinn) að bandaríska alríkið er til viðræðu um "innviða-fjárfestingar". Þess vegna pissa menn í buxurnar þegar þeir koma til Kína þessi árin. Sama pissuverkið heltók menn er þeir sáu "hraðbrautir" Hitlers og allar "hraðlestirnar" sem Mussolini var að byggja. Í Sovétríkjunum voru það neðanjarðarlestir í Moskvu og skipaskurðir við Hvítahaf, engum til gagns, plús járnbrautir og allt annað, því ríkið þar var allt í kommaríkinu því

Það gerðist lítið með fylgi Die Linke á landsvísu 2017. Þeir unnu á um 0,6 prósent og fengu 9,2 prósent. En einhvernvegin voru það ekki taldar fréttir að arftaki austurþýska kommúnistaflokksins fengi næstum tíu prósent atkvæða í Þýskalandi. En hvernig má vera að það skuli ekki vera frétt? Mér finnst það meira að segja stórfrétt að þessi flokkur skuli enn vera til, eftir billjón evra yfirfærslur frá Vestur-Þýskalandi til Austur-Þýskalands frá því að múrinn féll (e. trillion). Það finnst mér heldur betur vera fréttir

Þeir flokkar sem mynda ríkisstjórn í Þýskalandi í dag, þ.e. flokksbandalag Merkels og svo SPD, mælast nú með 39,5 prósentu fylgi. Þeir gætu því ekki myndað ríkisstjórn. Og það sem meira er, þeir gætu ekki einu sinni myndað ríkisstjórn með þriðja flokkunum, flokki frjálsra demókrata (FDP). Engir tveir flokkar gætu myndað ríkisstjórn og enn síður gætu tveir skyldir flokkar það heldur. Stóru flokkarnir tveir hafa eyðilagt stjórnmálin í Þýskalandi. Það tók þá aðeins 70 ár að leggja stjórnmálin í Þýskalandi í rúst á ný

Þeir menn í gaukshreiðrum sínum hér og þar í Sjálfstæðisflokknum, sem enn halda að eftir einhverju sé að sækjast úr Þýskalandi fyrir Ísland, verða heldur betur að taka höfuð sitt af herðunum og snúa því við í VESTUR. Immed! Þarna í Þýskalandi er nefnilega ekkert sem nokkurn tíma mun verða ríkisstjórn fólksins í landinu. Það er að segja e. government of the people by the people for the people. Þýski aðallinn kemur í veg fyrir það og hann kann að notfæra sér svona stigvaxandi ástand út í ystu æsar, og Evrópusambandið er snillingur í því líka, eins og sést á sögu þess

Utanríkisstefna Die Linke er; að leysa NATO upp og stofna varnarbandalag með Rússlandi. Heyrðuð þið þetta. Halló. Eyru, einhver

Nýfundnaland hætti að vera til sem sjálfstætt og fullvalda ríki árið 1949 vegna þess að því var bannað að viðhafa ríkisstjórn fólksins. Krafist var góðrar/ábyrgrar ríkisstjórnar (þ. Ordnung eða d. kæft, trit og retning). Og það er það sem gengið hefur á í Þýskalandi í 70 ár. Þýska fólkið kom þar hvergi nærri og mun aldrei koma þar nærri og þannig er nú það. Og þetta land er meira að segja kallað "vélin í ESB". Hvílík firra

Weimar er 65 þúsund manna borg í Thuringia og Gordon A. Craig hafði rétt fyrir sér: Fæðing Þýskalands 1871 var misheppnað fyrirbæri. Það er nefnilega slæm hugmynd að stofna til ríkis og reka það fyrst og fremst sem eins konar OPEC-samkeppnis-kartel. En það er það sem Þýskaland er, og það verður aldrei neitt annað. Þess vegna fór eins og fór 1914-1945. Meira að segja endursameining þess 1990 er svona misheppnuð eins og sést hér að ofan. Hvað gerist næst?

Hvenær skyldu Bandaríkin byrja að huga að flutningi á kjarnorkuvopnum sínum frá Þýskalandi yfir í öruggt land á meginlandi Evrópu. Þýskaland er ekki neitt venjulegt land. Þar geta hlutirnir gerast hreint ótrúlega hratt, eða frá verðhjöðnun yfir í 400 prósent verðbólgu á innan við ári. Þetta dæmi um viðbrögð þýskra neytenda, sem líka eru kjósendur, er einungis nefnt hér til að benda á hraðann. Þýskaland er nefnilega ekki venjulegt land; það er kartel 

Evrópusambandið er líka kartel. Heldur virkilega einhver ennþá að þetta muni fara vel?

Fyrri færsla

Angela Merkel: fjölmenning algerlega misheppnað fyrirbæri. Stríð í Evrópu?


Bloggfærslur 29. október 2019

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband