Leita í fréttum mbl.is

EES er ekki "samstarf", heldur samsæri

Enginn getur haldið því fram að EES-samningurinn sé "samstarf" eftir þriðja orkupakkann. Þar sögðu EES-menn að ekki mætti viðhafa það samstarf sem samningurinn er sagður snúast um. Ekkert samstarf var haft við þjóðina. Ekkert þjóðlegt samstarf var viðhaft, né heldur al-þjóðlegt samstarf, því að Evrópusambandið er ekki al-þjóðastofnun, heldur nýtt sovétríki í smíðum, eins og sést á þriðja orkupakkanum. EES-samningurinn grefur undan sér sjálfur og fer létt með það. Það sjá allir nema hinir ESB-blindu

Það eru því örgustu ósannindi að segja að um "samstarf" sé að ræða þegar talað er um bæði ESB og EES, því þeir sem halda þessum EES-samningi við Evrópusambandið hve hæst á lofti, neituðu algjörlega að vinna saman með neinum,  nema hinum ókjörnu erlendu embættismönnum sem þeir beittu fyrir sig, leynt og ljóst

Og fyrst við erum að þessu; hve langt skyldi vera í það að erlent mannakjöt verði flutt hingað inn, vel að merkja gaddfreðið, merkt og stimplað í bak og fyrir sem 39 EES-skrokkar í einum og sama gáminum, beint frá erlendum Schengen afurðarstöðvum glæpamanna, innan "ramma ESS-samningsins"

Svona verða allir þeir "samningar" sem byggja á erlendu yfirríki. Þeir verða yfirríkisamningar og tröllskessur langt fyrir ofan höfuð þjóðarinnar. Þeir verða samsæri gegn þjóðinni og ríki hennar; lýðveldinu Íslandi. Leiðin til ánauðar

Fyrri færsla

Landamæraeftirlit hefði getað bjargað þessu fólki


Bloggfærslur 26. október 2019

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband